Eftirlitsstofnun EFTA gefur grænt ljós á ríkisaðstoð vegna Bakka Svavar Hávarðsson skrifar 26. febrúar 2014 14:07 Stærstu hindrun iðnaðaruppbyggingar hefur verið rutt úr vegi. fréttablaðið/pjetur Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) hefur samþykkt ríkisaðstoð vegna uppbyggingar iðnaðarhafnar á Húsavík. Ríkisaðstoðin ógnar ekki frjálsri samkeppni, er mat ESA. Íslensk yfirvöld tilkynntu ESA um fyrirætlanir sínar í júní á síðasta ári og höfðu fyrr í þessum mánuði veitt ESA allar þær upplýsingar sem nauðsynlegar voru fyrir stofnunina til að leggja mat á hvort ríkisaðstoðin samrýmdist EES samningnum. Á heimasíðu Norðurþings er haft eftir Oda Helen Sletnes, forseta ESA að hafnarframkvæmdirnar muni styðja við uppbyggingu iðnaðar á Bakka og þróun byggðar á svæðinu. „Ég tel einsýnt að ekki hefði orðið af uppbyggingu hafnarinnar án ríkisaðstoðar, enda er um stórt verkefni að ræða sem skila mun takmörkuðum tekjum til framtíðar”, segir Oda Helen. ESA álítur að ekki verði veitt opinberu fé til hafnargerðarinnar umfram það sem nauðsynlegt sé. Í hnotskurn snýst málið um yfir þrjá milljarða króna meðgjöf ríkisins vegna hafnargerðar á Húsavík, lóðaframkvæmda á Bakka og vegtengingar á milli lóðar og hafnar, að hluta til um jarðgöng. Steingrímur J. Sigfússon, þáverandi atvinnuvegaráðherra, lagði málið fyrir þingið og fékk samþykkt fyrir réttu ári. Hann sagði þá að ríkisaðstoðin væri forsendu þess að ráðist yrði í uppbygginguna, en eins og kunnugt er hyggst þýska fyrirtækið PCC reisa kísilver á Bakka.Bergur Elís Ágústssonfréttablaðið/völundurBergur Elís Ágústsson, bæjarstjóri Norðurþings, segir að með þessari niðurstöðu hafi verið tekið stórt skref fram á við, enda sé niðurstaða ESA fyrirvaralaus. Næst taki ESA fyrir fjárfestingarsamninginn sjálfan, eins og ráð var fyrir gert. Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, undirritaði fyrir hönd íslenska ríkisins fjárfestingarsamninginn við þýska félagið PCC vegna byggingar og reksturs kísilvers á Bakka við Húsavík 1. október síðastliðinn. „Þetta er gríðarlega mikilvægt fyrir okkur. Það má segja að við séum búin að riðja öllum stórum steinum af götunni til að hægt sé að hefja uppbyggingu, og þá vonandi sem allra fyrst,“ segir Bergur. Spurður hvað þetta þýði fyrir áform PCC segir Bergur: „Þetta þýðir að innviðir verða til staðar miðað við þær áætlanir sem eru uppi varðandi uppbyggingu kísilversins, og það er stór áfangi.“ Stefnt er að því að PCC hefji framleiðslu kísilmálms á árinu 2016 og er reiknað með að framleiðslugeta verksmiðjunnar verði 33 þúsund tonn af kísilmálmi á ári með möguleika á stækkun upp í 66 þúsund tonna árlega framleiðslu þegar aðstæður leyfa. Gert er ráð fyrir að í fyrsta áfanga verði til 120 bein störf við verksmiðjuna en með stækkun bætist við 40 bein störf til viðbótar. Þá hefur Byggðastofnun metið afleidd störf við fyrsta áfanga um 160 og eftir stækkun um 210. PCC SE er alþjóðleg samsteypa fyrirtækja með höfuðstöðvar í Duisburg í Þýskalandi. Í ársbyrjun 2013 störfuðu um 2.200 starfsmenn hjá samsteypunni í 12 löndum. Opinber útgáfa ákvörðunar ESA frá í dag verður birt á vefsíðu stofnunarinnar eftir um það bil mánuð. Mest lesið Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Sögulegur hagnaður á samrunatímum Viðskipti innlent Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Grunur um listeríu í vinsælum ostum Neytendur Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Viðskipti innlent Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Almannatenglar stofna fjölmiðil Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Sjá meira
Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) hefur samþykkt ríkisaðstoð vegna uppbyggingar iðnaðarhafnar á Húsavík. Ríkisaðstoðin ógnar ekki frjálsri samkeppni, er mat ESA. Íslensk yfirvöld tilkynntu ESA um fyrirætlanir sínar í júní á síðasta ári og höfðu fyrr í þessum mánuði veitt ESA allar þær upplýsingar sem nauðsynlegar voru fyrir stofnunina til að leggja mat á hvort ríkisaðstoðin samrýmdist EES samningnum. Á heimasíðu Norðurþings er haft eftir Oda Helen Sletnes, forseta ESA að hafnarframkvæmdirnar muni styðja við uppbyggingu iðnaðar á Bakka og þróun byggðar á svæðinu. „Ég tel einsýnt að ekki hefði orðið af uppbyggingu hafnarinnar án ríkisaðstoðar, enda er um stórt verkefni að ræða sem skila mun takmörkuðum tekjum til framtíðar”, segir Oda Helen. ESA álítur að ekki verði veitt opinberu fé til hafnargerðarinnar umfram það sem nauðsynlegt sé. Í hnotskurn snýst málið um yfir þrjá milljarða króna meðgjöf ríkisins vegna hafnargerðar á Húsavík, lóðaframkvæmda á Bakka og vegtengingar á milli lóðar og hafnar, að hluta til um jarðgöng. Steingrímur J. Sigfússon, þáverandi atvinnuvegaráðherra, lagði málið fyrir þingið og fékk samþykkt fyrir réttu ári. Hann sagði þá að ríkisaðstoðin væri forsendu þess að ráðist yrði í uppbygginguna, en eins og kunnugt er hyggst þýska fyrirtækið PCC reisa kísilver á Bakka.Bergur Elís Ágústssonfréttablaðið/völundurBergur Elís Ágústsson, bæjarstjóri Norðurþings, segir að með þessari niðurstöðu hafi verið tekið stórt skref fram á við, enda sé niðurstaða ESA fyrirvaralaus. Næst taki ESA fyrir fjárfestingarsamninginn sjálfan, eins og ráð var fyrir gert. Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, undirritaði fyrir hönd íslenska ríkisins fjárfestingarsamninginn við þýska félagið PCC vegna byggingar og reksturs kísilvers á Bakka við Húsavík 1. október síðastliðinn. „Þetta er gríðarlega mikilvægt fyrir okkur. Það má segja að við séum búin að riðja öllum stórum steinum af götunni til að hægt sé að hefja uppbyggingu, og þá vonandi sem allra fyrst,“ segir Bergur. Spurður hvað þetta þýði fyrir áform PCC segir Bergur: „Þetta þýðir að innviðir verða til staðar miðað við þær áætlanir sem eru uppi varðandi uppbyggingu kísilversins, og það er stór áfangi.“ Stefnt er að því að PCC hefji framleiðslu kísilmálms á árinu 2016 og er reiknað með að framleiðslugeta verksmiðjunnar verði 33 þúsund tonn af kísilmálmi á ári með möguleika á stækkun upp í 66 þúsund tonna árlega framleiðslu þegar aðstæður leyfa. Gert er ráð fyrir að í fyrsta áfanga verði til 120 bein störf við verksmiðjuna en með stækkun bætist við 40 bein störf til viðbótar. Þá hefur Byggðastofnun metið afleidd störf við fyrsta áfanga um 160 og eftir stækkun um 210. PCC SE er alþjóðleg samsteypa fyrirtækja með höfuðstöðvar í Duisburg í Þýskalandi. Í ársbyrjun 2013 störfuðu um 2.200 starfsmenn hjá samsteypunni í 12 löndum. Opinber útgáfa ákvörðunar ESA frá í dag verður birt á vefsíðu stofnunarinnar eftir um það bil mánuð.
Mest lesið Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Sögulegur hagnaður á samrunatímum Viðskipti innlent Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Grunur um listeríu í vinsælum ostum Neytendur Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Viðskipti innlent Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Almannatenglar stofna fjölmiðil Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Sjá meira