Kostar 400 þúsund að leggja dúkinn Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 27. febrúar 2014 15:15 Einar Þorvarðarson í Laugardalshöllinni í dag. Vísir/Stefán Sextán manns unnu hörðum höndum að því að leggja keppnisdúk á gólf Laugardalshallarinnar fyrir leiki helgarinnar í Coca-Cola bikarnum. Í kvöld fara fram undnaúrslit kvenna en á morgun verður svo spilað í karlaflokki. Úrslitaleikirnir fara svo fram á laugardag en þess má geta að bikarúrslitaleikirnir í yngri flokki verða spilaðir á sama stað á sunnudag. Dúkurinn nýtist því vel um helgina en það hefur komið fyrir að það hafi þurft að leggja hann fyrir bara einn leik. „Við erum skyldugir til að nota dúkinn í landsleiki og því er misgóð nýting á honum. Núna fara þrettán leikir fram á honum en oft er það bara einn,“ sagði Einar Þorvarðarson, framkvæmdarstjóri HSÍ, í samtali við Vísi í dag. Hann segir að alþjóðleg reglugerð geri kröfu um að landsleikir og fari fram á velli sem eru bara með handboltalínum. Eins og er sé ekkert íþróttahús á landinu með slíkan völl. „Hugsunin með því að leggja dúk er því fyrst og fremst að fá „hreinan“ völl. Það hefur ekki verið sýnt fram á að það sé minni hætta á meiðslum á dúki fremur en parketi eða neitt slíkt,“ segir Einar. Mikinn mannafla þarf til að leggja dúkinn en alls komu sextán manns að verkinu í nótt. „Þetta eru eitthvað um þúsund fermetrar og rúllurnar eru alls 32. En við höfum gert þetta nú í 7-8 ár og erum orðnir vanir,“ segir hann og bætir við að dúkalagningamenn komi svo að lokafrágangi verksins. „Kostnaður við að leggja dúkinn er líklega um 400 þúsund krónur með öllu - vinnu, lími og flutningi.“ Þetta er í annað sinn sem að HSÍ hefur þennan hátt á bikarkeppninni en það gaf góða raun í fyrra. „Lauslega áætlað komu 10-12 þúsund manns á þessa leiki í fyrra. Það er til dæmis mikið fjör á úrslitaleikjum yngri flokka á sunnudeginum en þá er byrjað klukkan tíu að morgni til og spilað til 21.30 um kvöldið,“ segir Einar. Handbolti Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Mætti ekki í viðtöl eftir tap Sport Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Enski boltinn Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Fótbolti Fleiri fréttir Donni þarf líka að fara í aðgerð „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Haukakonur upp í þriðja sætið Strákarnir hans Dags fengu skell Elín Rósa var atkvæðamikil þegar Blomberg-Lippe fór á toppinn Liðið sem fylgdi Íslandi á HM náði ekki að vinna leik EM í dag: Liðsstyrkur og meiðsli í Malmö Elvar kemur inn fyrir Elvar Lærisveinar Dags spila bönnuðu lögin í klefanum Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Þarf að beisla Einar aðeins en líst vel á samstarfið Nefmæltur Einar „stórkostlegur“ eftir „ógeðslega“ daga í einangrun Þúsundir Færeyinga fögnuðu með liðinu í eftirpartýi Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu „Mér líður bara ömurlega“ Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Svona meiddist Elvar „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Elvar úr leik á EM Tvö hæfileikabúnt í Íslendingabæinn Kristianstad Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Miðar á leikina í milliriðlinum rjúka út Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Vitum ekki um tvo fyrstu mótherjana fyrr en annað kvöld Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð „Núna er allt betra“ Sjá meira
Sextán manns unnu hörðum höndum að því að leggja keppnisdúk á gólf Laugardalshallarinnar fyrir leiki helgarinnar í Coca-Cola bikarnum. Í kvöld fara fram undnaúrslit kvenna en á morgun verður svo spilað í karlaflokki. Úrslitaleikirnir fara svo fram á laugardag en þess má geta að bikarúrslitaleikirnir í yngri flokki verða spilaðir á sama stað á sunnudag. Dúkurinn nýtist því vel um helgina en það hefur komið fyrir að það hafi þurft að leggja hann fyrir bara einn leik. „Við erum skyldugir til að nota dúkinn í landsleiki og því er misgóð nýting á honum. Núna fara þrettán leikir fram á honum en oft er það bara einn,“ sagði Einar Þorvarðarson, framkvæmdarstjóri HSÍ, í samtali við Vísi í dag. Hann segir að alþjóðleg reglugerð geri kröfu um að landsleikir og fari fram á velli sem eru bara með handboltalínum. Eins og er sé ekkert íþróttahús á landinu með slíkan völl. „Hugsunin með því að leggja dúk er því fyrst og fremst að fá „hreinan“ völl. Það hefur ekki verið sýnt fram á að það sé minni hætta á meiðslum á dúki fremur en parketi eða neitt slíkt,“ segir Einar. Mikinn mannafla þarf til að leggja dúkinn en alls komu sextán manns að verkinu í nótt. „Þetta eru eitthvað um þúsund fermetrar og rúllurnar eru alls 32. En við höfum gert þetta nú í 7-8 ár og erum orðnir vanir,“ segir hann og bætir við að dúkalagningamenn komi svo að lokafrágangi verksins. „Kostnaður við að leggja dúkinn er líklega um 400 þúsund krónur með öllu - vinnu, lími og flutningi.“ Þetta er í annað sinn sem að HSÍ hefur þennan hátt á bikarkeppninni en það gaf góða raun í fyrra. „Lauslega áætlað komu 10-12 þúsund manns á þessa leiki í fyrra. Það er til dæmis mikið fjör á úrslitaleikjum yngri flokka á sunnudeginum en þá er byrjað klukkan tíu að morgni til og spilað til 21.30 um kvöldið,“ segir Einar.
Handbolti Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Mætti ekki í viðtöl eftir tap Sport Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Enski boltinn Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Fótbolti Fleiri fréttir Donni þarf líka að fara í aðgerð „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Haukakonur upp í þriðja sætið Strákarnir hans Dags fengu skell Elín Rósa var atkvæðamikil þegar Blomberg-Lippe fór á toppinn Liðið sem fylgdi Íslandi á HM náði ekki að vinna leik EM í dag: Liðsstyrkur og meiðsli í Malmö Elvar kemur inn fyrir Elvar Lærisveinar Dags spila bönnuðu lögin í klefanum Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Þarf að beisla Einar aðeins en líst vel á samstarfið Nefmæltur Einar „stórkostlegur“ eftir „ógeðslega“ daga í einangrun Þúsundir Færeyinga fögnuðu með liðinu í eftirpartýi Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu „Mér líður bara ömurlega“ Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Svona meiddist Elvar „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Elvar úr leik á EM Tvö hæfileikabúnt í Íslendingabæinn Kristianstad Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Miðar á leikina í milliriðlinum rjúka út Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Vitum ekki um tvo fyrstu mótherjana fyrr en annað kvöld Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð „Núna er allt betra“ Sjá meira