Viðskipti innlent

Fabrikkan í Kringluna

Fanney Birna Jónsdóttir skrifar
Vísir/Stefán
Hamborgarafabrikkan mun opna nýjan stað í Kringlunni í vor. Vb.is greinir frá þessu.

Nýi staðurinn verður af svipaðri stærð og þeir sem fyrir eru og matseðillinn verður sá sami.

Fabrikkan nýja mun koma í stað veitingastaðarins Portið en sá er á svipuðum slóðum og Hard Rock Café heitinn var á sínum tíma.

Vb.is hefur eftir Sigurjóni Erni Þórssyni, framkvæmdastjóra Kringlunnar sem segir að Kringluna hafi lengi vantað skemmtilegan fjölskylduveitingastað til að fylla í skarðið sem Hard Rock Café skildi eftir sig á sínum tíma. Þau eru því einstaklega ánægð með að fá Hamborgarafabrikkuna í hús.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×