Viðskipti innlent

Íslendingar streyma til Tyrklands

Jakob Bjarnar skrifar
Þrátt fyrir að víða sé hart í ári á Íslandi, eins og sýnir sig við kjarasamningagerð, streyma Íslendingar til útlanda.
Þrátt fyrir að víða sé hart í ári á Íslandi, eins og sýnir sig við kjarasamningagerð, streyma Íslendingar til útlanda.
Kemal Yamanlar, framkvæmdastjóri norrænu ferðaskrifstofunnar Nazar. Hann segir Ísland besta markað ferðaskrifstofunnar um þessar mundir. Þetta segir hann í viðtali við turisti.is. Upphaflega ætluðu forsvarsmenn ferðaskrifstofunnar Nazar sér að selja Íslendingum tvö þúsund ferðir til Tyrklands í sumar. Viðtökurnar hafa hins vegar verið það góðar að rúmlega fimm hundruð sætum verður bætt við í ágúst.

Sölmumarkmið Yamanal og félaga hjá Nazar hafa náðst miklum mun hraðar hér en á öðrum markaðssvæðum. Þremur ferðum frá Keflavík til Antalya í Tyrklandi verður því bætt við dagskrá Nazar í ágúst og þar með eykst framboð ferðaskrifstofunnar um rúmlega fjórðung á íslenska markaðnum, segir á vefnum Túristi: „Nazar hefur sérhæft sig í Tyrklandsreisum frá Skandinavíu og Finnlandi síðustu tíu ár en hóf starfsemi hér á landi í nóvember síðastliðnum. Ferðaskrifstofan er í eigu TUI samsteypunnar sem er einn umsvifamesti ferðaskipuleggjandi í heimi.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×