Viðskipti innlent

Már fær að vita um framtíð sína eftir viku

Fanney Birna Jónsdóttir skrifar
Skipunartími Arnórs Sighvatssonar aðstoðarseðlabankastjóra framlengdist sjálfkrafa um fimm ár á síðasta ári.
Skipunartími Arnórs Sighvatssonar aðstoðarseðlabankastjóra framlengdist sjálfkrafa um fimm ár á síðasta ári. Vísir/GVA
Ríkisstjórninni ber að tilkynna Má Guðmundssyni seðlabankastjóra í síðasta lagi eftir viku, fimmtudaginn 21. febrúar, hvort hún hyggst auglýsa stöðu hans til umsóknar.

Lög um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna kveða á um að tilkynna beri skipuðum embættismönnum um slíkt eigi síðar en sex mánuðum áður en skipunartími þeirra rennur út.

Már var skipaður seðlabankastjóri þann 20. ágúst 2008.

Vb.is greinir frá því að Má hafi ekki verið tilkynnt um að staðan verði auglýst. Skipunartími hans framlengis sjálfkrafa um fimm ár ef honum verður ekki tilkynnt um auglýsingu stöðunnar. Ef staðan hins vegar verður auglýst getur Már sótt um að vera áfram. Einungis er hægt að skipa sama manninn seðlabankastjóra tvisvar sinnum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×