Viðskipti innlent

Nexpo verðlaunin voru veitt í fjórða sinn

Stefán Árni Pálsson skrifar
Nexpo verðlaunin voru afhent við hátíðlega athöfn í Bíó Paradís í gærkvöld.
Nexpo verðlaunin voru afhent við hátíðlega athöfn í Bíó Paradís í gærkvöld. mynd/aðsendar
Nexpo verðlaunin voru afhent við hátíðlega athöfn í Bíó Paradís í gærkvöld en þetta var fjórða árið í röð sem verðlaunin voru veitt.

Um er að ræða verðlaunaathöfn fyrir það sem þótti skara fram úr á netinu á síðasta ári.

Verðlaunaflokkarnir voru vefur ársins, herferð ársins, bjartasta vonin, vefhetja ársins, áhrifamesta fyrirtækið/vörumerkið á samskiptamiðli, app ársins og óhefbundnar auglýsingar.

Dómnefnd fór yfir tilnefningar almennings og völdu síðan fimm aðila sem fóru áfram í sínum flokki. Í gær var síðan tilkynnt um sigurvegara í hverjum flokki en úrslitin má sjá hér að neðan.

Vefur ársins

Nikita

Herferð ársins

Samgöngustofa og Síminn

Bjartasta vonin

Plain Vanila

Áhrifamesta fyrirtækið á samskiptamiðlum

Guide to Iceland

App ársins

Quiz up

Óhefðbundin auglýsing

Bleika slaufan

Vefhetjan var Rakel Sölvadóttir stofnandi Skema.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×