Engir viðbótartollkvótar fyrir innflutning á ostum Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 18. febrúar 2014 11:10 Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, upplýsti á ríkisstjórnarfundi að til stæði að endurskoða löggjöf um úthlutun tollkvóta. vísir/pjetur Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur ákveðið að úthluta ekki viðbótartollkvótum fyrir innflutning á buffala-, geita- og ærmjólkurostum né heldur lífrænum kjúklingi, eins og Hagar óskuðu eftir í bréfi til ráðuneytisins. Í bréfi Haga færði fyrirtækið þau rök fyrir beiðninni að framleiðsla á innlendum buffala-, geita- og ærmjólkurostum væri ýmist engin eða hverfandi og annaði þar af leiðandi ekki eftirspurn. Á vef atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins kemur fram að ráðgjafarnefnd um inn- og útflutning landbúnaðarvara hafi fjallað um málið og sé niðurstaða nefndarinnar sú að ekki þyki ástæða til að úthluta opnum tollkvóta fyrir umræddar vörur. Ástæða þess er að í desember var úthlutað hundrað tonna tollkvóta fyrir osta, þar af tuttugu tonn af sérostum með landfræðilegum merkingum. Þá er árlega, í júní, úthlutað 119 tonna WTO tollkvóta fyrir osta. „Innflytjendur sem fá úthlutað tollkvóta ákveða sjálfir hvers konar ostar fluttir eru inn. Hafa þeir þannig frjálsar hendur um hvernig þeir ráðstafa tollkvóta sínum og gætu til dæmis flutt inn ofangreindar ostategundir ef vilji stæði til. Með hliðsjón af framangreindu þykir því ekki vera ástæða til þess að úthluta viðbótartollkvótum fyrir buffala-, geita- og ærmjólkurosta. Sömu rök gilda varðandi úthlutun tollkvóta vegna kjúklings, en árlega er úthlutað 259 tonna tollkvóta fyrir kjöt af alifuglum. Þá er rétt að geta þess að ráðherra hefur ekki heimild til að fella niður tolla á ákveðnar vörur. Í lögum er því lýst hvernig tollar skulu ákvarðaðir fyrir vörur sem fluttar eru inn innan tollkvóta.“ Á ríkisstjórnarfundi síðastliðinn þriðjudag upplýsti sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra að til stæði að endurskoða löggjöf um úthlutun tollkvóta í ljósi þeirrar reynslu sem nú liggur fyrir um framkvæmd löggjafarinnar og þeirra álitaefna sem upp hafa komið. Í þessu sambandi verður meðal annars skoðað hvort tilefni sé til að sett verði hámark á markaðsráðandi aðila við úthlutun tollkvóta. Mest lesið Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Viðskipti innlent Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Viðskipti innlent Vill að Alþingi skipi rannsóknarnefnd vegna forsætisráðherra Viðskipti innlent Óvænt en breytir þó ekki spám Viðskipti innlent Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna Sjá meira
Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur ákveðið að úthluta ekki viðbótartollkvótum fyrir innflutning á buffala-, geita- og ærmjólkurostum né heldur lífrænum kjúklingi, eins og Hagar óskuðu eftir í bréfi til ráðuneytisins. Í bréfi Haga færði fyrirtækið þau rök fyrir beiðninni að framleiðsla á innlendum buffala-, geita- og ærmjólkurostum væri ýmist engin eða hverfandi og annaði þar af leiðandi ekki eftirspurn. Á vef atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins kemur fram að ráðgjafarnefnd um inn- og útflutning landbúnaðarvara hafi fjallað um málið og sé niðurstaða nefndarinnar sú að ekki þyki ástæða til að úthluta opnum tollkvóta fyrir umræddar vörur. Ástæða þess er að í desember var úthlutað hundrað tonna tollkvóta fyrir osta, þar af tuttugu tonn af sérostum með landfræðilegum merkingum. Þá er árlega, í júní, úthlutað 119 tonna WTO tollkvóta fyrir osta. „Innflytjendur sem fá úthlutað tollkvóta ákveða sjálfir hvers konar ostar fluttir eru inn. Hafa þeir þannig frjálsar hendur um hvernig þeir ráðstafa tollkvóta sínum og gætu til dæmis flutt inn ofangreindar ostategundir ef vilji stæði til. Með hliðsjón af framangreindu þykir því ekki vera ástæða til þess að úthluta viðbótartollkvótum fyrir buffala-, geita- og ærmjólkurosta. Sömu rök gilda varðandi úthlutun tollkvóta vegna kjúklings, en árlega er úthlutað 259 tonna tollkvóta fyrir kjöt af alifuglum. Þá er rétt að geta þess að ráðherra hefur ekki heimild til að fella niður tolla á ákveðnar vörur. Í lögum er því lýst hvernig tollar skulu ákvarðaðir fyrir vörur sem fluttar eru inn innan tollkvóta.“ Á ríkisstjórnarfundi síðastliðinn þriðjudag upplýsti sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra að til stæði að endurskoða löggjöf um úthlutun tollkvóta í ljósi þeirrar reynslu sem nú liggur fyrir um framkvæmd löggjafarinnar og þeirra álitaefna sem upp hafa komið. Í þessu sambandi verður meðal annars skoðað hvort tilefni sé til að sett verði hámark á markaðsráðandi aðila við úthlutun tollkvóta.
Mest lesið Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Viðskipti innlent Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Viðskipti innlent Vill að Alþingi skipi rannsóknarnefnd vegna forsætisráðherra Viðskipti innlent Óvænt en breytir þó ekki spám Viðskipti innlent Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna Sjá meira