Fasteignaverð og verð á leiguhúsnæði helsta ógn verðstöðugleika Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 1. febrúar 2014 15:39 Íbúðir og húsaleiga hafi hækkað mikið undanfarin misseri sem hefur mikil áhrif á verðbólguna. Vísir/Vilhelm „Þróun fasteignaverðs og verðs á leiguhúsnæði er helsta ógnunin við markmið um verðstöðugleika á Íslandi á þessu ári og brýnt að stjórnvöld bregðist við því.“ Þetta segir í frétt á vef Samtaka atvinnulífsins. Í janúar 2014 var verðbólgan á Íslandi 3,1% miðað við hækkun vísitölu neysluverðs síðustu 12 mánuði. SA segir að í næsta mánuði sé næstum öruggt að verðbólgan verði komin undir 2,5% markmið Seðlabankans því þá falli mikil hækkun vísitölunnar í febrúar 2013 út úr 12 mánaða viðmiðuninni. Íbúðir og húsaleiga hafi hækkað mikið undanfarin misseri sem hefur mikil áhrif á verðbólguna eins og hún er mæld. Reiknuð húsaleiga eigin fasteigna hefur nú 13,7% vægi í vísitölunni og greidd húsalega 4,3%, þannig að húsaleiga vegur samtals um 18%. Reiknuð húsaleiga hækkaði um 8,8% síðustu 12 mánuði og greidd húsaleiga um 7,8% þannig að samanvegið hækkaði húsaleiga um 8,6%. Húsaleiga hafði þannig 1,5% áhrif (18% vægi, 8,8% hækkun) á þá 3,1% verðbólgu sem var síðustu 12 mánuði og aðrir liðir 1,6%. „Þegar næsta mæling verðbólgunnar í lok febrúar næstkomandi liggur fyrir mun verðbólgan líklega verða á bilinu 2,0-2,5%. Jafnframt má gera ráð fyrir að húsaleiga verði áfram í 8,5% árstakti hækkunar. Þá verður staðan sú að af 2,0-2,5% verðbólgu stendur húsnæði fyrir 1,5% af þeirri hækkun, eða um tveimur þriðju hlutum verðbólgunnar,“ segir SA. Á Norðurlöndum utan Íslands er verðbólgan á bilinu 0-2%. Húsaleigan vegur minnst í Noregi, 16%, í vísitölu neysluverðs en mest í Svíþjóð, 23%. Vægi Íslands er í neðri kanti með 18% og Danmörk í hærri kanti með 21%. Verðhækkun húsaleiguliðarins hefur engin verið í Svíþjóð síðustu 12 mánuði en á bilinu 2-3% í Noregi og Danmörku. Áhrif húsaleigu á verðbólguna í þessum löndum er samkvæmt ofangreindu á bilinu 0-0,5%, samanborið við 1,5% á Íslandi. SA segir stjórnvöld geta brugðist við þeirri ógn sem verðstöðugleika á Íslandi stafar af þróun fasteigna- og húsaleigumarkaðar. Samtökin hafa beint á leiðir til varanlegra umbóta á fasteignamarkaði sem snúa að lóðaverði, byggingareglugerð og fjármagnskostnaði. Skemmri tíma aðgerðir gætu falist í því að hraða sölu og útleigu íbúða í umsjá Íbúðalánasjóðs. Mest lesið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Einkenni gervigreindar-kvíða og góð ráð Atvinnulíf Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Sjá meira
„Þróun fasteignaverðs og verðs á leiguhúsnæði er helsta ógnunin við markmið um verðstöðugleika á Íslandi á þessu ári og brýnt að stjórnvöld bregðist við því.“ Þetta segir í frétt á vef Samtaka atvinnulífsins. Í janúar 2014 var verðbólgan á Íslandi 3,1% miðað við hækkun vísitölu neysluverðs síðustu 12 mánuði. SA segir að í næsta mánuði sé næstum öruggt að verðbólgan verði komin undir 2,5% markmið Seðlabankans því þá falli mikil hækkun vísitölunnar í febrúar 2013 út úr 12 mánaða viðmiðuninni. Íbúðir og húsaleiga hafi hækkað mikið undanfarin misseri sem hefur mikil áhrif á verðbólguna eins og hún er mæld. Reiknuð húsaleiga eigin fasteigna hefur nú 13,7% vægi í vísitölunni og greidd húsalega 4,3%, þannig að húsaleiga vegur samtals um 18%. Reiknuð húsaleiga hækkaði um 8,8% síðustu 12 mánuði og greidd húsaleiga um 7,8% þannig að samanvegið hækkaði húsaleiga um 8,6%. Húsaleiga hafði þannig 1,5% áhrif (18% vægi, 8,8% hækkun) á þá 3,1% verðbólgu sem var síðustu 12 mánuði og aðrir liðir 1,6%. „Þegar næsta mæling verðbólgunnar í lok febrúar næstkomandi liggur fyrir mun verðbólgan líklega verða á bilinu 2,0-2,5%. Jafnframt má gera ráð fyrir að húsaleiga verði áfram í 8,5% árstakti hækkunar. Þá verður staðan sú að af 2,0-2,5% verðbólgu stendur húsnæði fyrir 1,5% af þeirri hækkun, eða um tveimur þriðju hlutum verðbólgunnar,“ segir SA. Á Norðurlöndum utan Íslands er verðbólgan á bilinu 0-2%. Húsaleigan vegur minnst í Noregi, 16%, í vísitölu neysluverðs en mest í Svíþjóð, 23%. Vægi Íslands er í neðri kanti með 18% og Danmörk í hærri kanti með 21%. Verðhækkun húsaleiguliðarins hefur engin verið í Svíþjóð síðustu 12 mánuði en á bilinu 2-3% í Noregi og Danmörku. Áhrif húsaleigu á verðbólguna í þessum löndum er samkvæmt ofangreindu á bilinu 0-0,5%, samanborið við 1,5% á Íslandi. SA segir stjórnvöld geta brugðist við þeirri ógn sem verðstöðugleika á Íslandi stafar af þróun fasteigna- og húsaleigumarkaðar. Samtökin hafa beint á leiðir til varanlegra umbóta á fasteignamarkaði sem snúa að lóðaverði, byggingareglugerð og fjármagnskostnaði. Skemmri tíma aðgerðir gætu falist í því að hraða sölu og útleigu íbúða í umsjá Íbúðalánasjóðs.
Mest lesið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Einkenni gervigreindar-kvíða og góð ráð Atvinnulíf Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Sjá meira