Bjarki Már með átta mörk í sigurleik Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 8. febrúar 2014 19:38 Vísir/Vilhelm Bjarki Már Elísson var í stóru hlutverki þegar að lið hans, Eisenach, vann mikilvægan sigur á Bergischer HC í þýsku úrvalsdeildinni í dag, 30-25. Hann skoraði átta mörk í leiknum.Björgvin Páll Gústavsson stóð í marki Bergischer en Arnór Gunnarsson var ekki á meðal markaskorara liðsins. Eisenach komst upp í ellefu stig með sigrinum en liðið er enn í sextánda og þriðja neðsta sæti deildarinnar. Aðalsteinn Eyjólfsson er þjálfari liðsins. Minden er einu stigi á undan Eisenach en liðið vann Emsdetten í dag, 34-27. Vignir Svavarsson var ekki á meðal markaskorara Minden en Ólafur Bjarki Ragnarsson skoraði fimm mörk fyrir Emsdetten, Oddur Gretarsson fjögur og Ernir Arnarson eitt. Emsdetten er sem fyrr í neðsta sæti deildarinnar með fjögur stig. Riðlakeppni EHF-bikarkeppninnar hófst í dag en þar að auki var spilað í Meistaradeild Evrópu í handbolta. Nokkur Íslendingalið voru í eldlínunni.Ólafur Guðmundsson og félagar hans í sænska liðinu Kristianstad máttu þola tap, 37-30, fyrir Tatran Presov í Slóvakíu í C-riðli. Ólafur skoraði þrjú mörk fyrir Svíana. Flensburg vann öruggan sigur á sænska liðinu Drott í D-riðli Meistaradeildarinnar, 33-25, en Þjóðverjarnir voru með tólf marka forystu í hálfleik, 20-8.Ólafur Gústafsson var á skýrslu í dag en skoraði ekki fyrir Flensburg sem er í öðru sæti riðilsins með þrettán stig, einu á eftir Evrópumeisturum Hamburg. Í C-riðli hafði Paris Handball, lið Róberts Gunnarssonar og Ásgeirs Arnar Hallgrímssonar, betur gegn Metalurg Skopje, 32-29, í baráttu um annað sæti riðilsins en liðin voru jöfn með níu stig hvort fyrir leikinn. Róbert skoraði eitt mark fyrir Parísarliðið og Ásgeir Örn eitt. Barcelona er þó með væna forystu á toppnum með fimmtán stig af sextán mögulegum eftir stórsigur á Wacker Thun í dag, 39-23. Handbolti Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Uppgjör: Silkeborg-KA 1-1 | Töfrar Hallgríms tryggðu KA frábær úrslit Fótbolti Spánverjar í úrslitaleikinn: Bonmatí sýndi af hverju hún er best í heimi Fótbolti Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Enski boltinn Enskar í úrslit eftir dramatík Fótbolti Banna trans konum að keppa á Ólympíuleikunum Sport Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Sjá meira
Bjarki Már Elísson var í stóru hlutverki þegar að lið hans, Eisenach, vann mikilvægan sigur á Bergischer HC í þýsku úrvalsdeildinni í dag, 30-25. Hann skoraði átta mörk í leiknum.Björgvin Páll Gústavsson stóð í marki Bergischer en Arnór Gunnarsson var ekki á meðal markaskorara liðsins. Eisenach komst upp í ellefu stig með sigrinum en liðið er enn í sextánda og þriðja neðsta sæti deildarinnar. Aðalsteinn Eyjólfsson er þjálfari liðsins. Minden er einu stigi á undan Eisenach en liðið vann Emsdetten í dag, 34-27. Vignir Svavarsson var ekki á meðal markaskorara Minden en Ólafur Bjarki Ragnarsson skoraði fimm mörk fyrir Emsdetten, Oddur Gretarsson fjögur og Ernir Arnarson eitt. Emsdetten er sem fyrr í neðsta sæti deildarinnar með fjögur stig. Riðlakeppni EHF-bikarkeppninnar hófst í dag en þar að auki var spilað í Meistaradeild Evrópu í handbolta. Nokkur Íslendingalið voru í eldlínunni.Ólafur Guðmundsson og félagar hans í sænska liðinu Kristianstad máttu þola tap, 37-30, fyrir Tatran Presov í Slóvakíu í C-riðli. Ólafur skoraði þrjú mörk fyrir Svíana. Flensburg vann öruggan sigur á sænska liðinu Drott í D-riðli Meistaradeildarinnar, 33-25, en Þjóðverjarnir voru með tólf marka forystu í hálfleik, 20-8.Ólafur Gústafsson var á skýrslu í dag en skoraði ekki fyrir Flensburg sem er í öðru sæti riðilsins með þrettán stig, einu á eftir Evrópumeisturum Hamburg. Í C-riðli hafði Paris Handball, lið Róberts Gunnarssonar og Ásgeirs Arnar Hallgrímssonar, betur gegn Metalurg Skopje, 32-29, í baráttu um annað sæti riðilsins en liðin voru jöfn með níu stig hvort fyrir leikinn. Róbert skoraði eitt mark fyrir Parísarliðið og Ásgeir Örn eitt. Barcelona er þó með væna forystu á toppnum með fimmtán stig af sextán mögulegum eftir stórsigur á Wacker Thun í dag, 39-23.
Handbolti Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Uppgjör: Silkeborg-KA 1-1 | Töfrar Hallgríms tryggðu KA frábær úrslit Fótbolti Spánverjar í úrslitaleikinn: Bonmatí sýndi af hverju hún er best í heimi Fótbolti Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Enski boltinn Enskar í úrslit eftir dramatík Fótbolti Banna trans konum að keppa á Ólympíuleikunum Sport Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Sjá meira