Bjarki Már með átta mörk í sigurleik Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 8. febrúar 2014 19:38 Vísir/Vilhelm Bjarki Már Elísson var í stóru hlutverki þegar að lið hans, Eisenach, vann mikilvægan sigur á Bergischer HC í þýsku úrvalsdeildinni í dag, 30-25. Hann skoraði átta mörk í leiknum.Björgvin Páll Gústavsson stóð í marki Bergischer en Arnór Gunnarsson var ekki á meðal markaskorara liðsins. Eisenach komst upp í ellefu stig með sigrinum en liðið er enn í sextánda og þriðja neðsta sæti deildarinnar. Aðalsteinn Eyjólfsson er þjálfari liðsins. Minden er einu stigi á undan Eisenach en liðið vann Emsdetten í dag, 34-27. Vignir Svavarsson var ekki á meðal markaskorara Minden en Ólafur Bjarki Ragnarsson skoraði fimm mörk fyrir Emsdetten, Oddur Gretarsson fjögur og Ernir Arnarson eitt. Emsdetten er sem fyrr í neðsta sæti deildarinnar með fjögur stig. Riðlakeppni EHF-bikarkeppninnar hófst í dag en þar að auki var spilað í Meistaradeild Evrópu í handbolta. Nokkur Íslendingalið voru í eldlínunni.Ólafur Guðmundsson og félagar hans í sænska liðinu Kristianstad máttu þola tap, 37-30, fyrir Tatran Presov í Slóvakíu í C-riðli. Ólafur skoraði þrjú mörk fyrir Svíana. Flensburg vann öruggan sigur á sænska liðinu Drott í D-riðli Meistaradeildarinnar, 33-25, en Þjóðverjarnir voru með tólf marka forystu í hálfleik, 20-8.Ólafur Gústafsson var á skýrslu í dag en skoraði ekki fyrir Flensburg sem er í öðru sæti riðilsins með þrettán stig, einu á eftir Evrópumeisturum Hamburg. Í C-riðli hafði Paris Handball, lið Róberts Gunnarssonar og Ásgeirs Arnar Hallgrímssonar, betur gegn Metalurg Skopje, 32-29, í baráttu um annað sæti riðilsins en liðin voru jöfn með níu stig hvort fyrir leikinn. Róbert skoraði eitt mark fyrir Parísarliðið og Ásgeir Örn eitt. Barcelona er þó með væna forystu á toppnum með fimmtán stig af sextán mögulegum eftir stórsigur á Wacker Thun í dag, 39-23. Handbolti Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Víti í blálokin dugði Liverpool Enski boltinn Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Í beinni: FH - Fram | Allt undir í Krikanum Íslenski boltinn Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Sport Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Enski boltinn Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Enski boltinn Vandræðalegt víti frá Messi Fótbolti Guðrún Karítas fjarri nýja metinu á sínu fyrsta HM Sport Í beinni: KA - Vestri | Efri hlutinn heillar Íslenski boltinn Fleiri fréttir Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Sjá meira
Bjarki Már Elísson var í stóru hlutverki þegar að lið hans, Eisenach, vann mikilvægan sigur á Bergischer HC í þýsku úrvalsdeildinni í dag, 30-25. Hann skoraði átta mörk í leiknum.Björgvin Páll Gústavsson stóð í marki Bergischer en Arnór Gunnarsson var ekki á meðal markaskorara liðsins. Eisenach komst upp í ellefu stig með sigrinum en liðið er enn í sextánda og þriðja neðsta sæti deildarinnar. Aðalsteinn Eyjólfsson er þjálfari liðsins. Minden er einu stigi á undan Eisenach en liðið vann Emsdetten í dag, 34-27. Vignir Svavarsson var ekki á meðal markaskorara Minden en Ólafur Bjarki Ragnarsson skoraði fimm mörk fyrir Emsdetten, Oddur Gretarsson fjögur og Ernir Arnarson eitt. Emsdetten er sem fyrr í neðsta sæti deildarinnar með fjögur stig. Riðlakeppni EHF-bikarkeppninnar hófst í dag en þar að auki var spilað í Meistaradeild Evrópu í handbolta. Nokkur Íslendingalið voru í eldlínunni.Ólafur Guðmundsson og félagar hans í sænska liðinu Kristianstad máttu þola tap, 37-30, fyrir Tatran Presov í Slóvakíu í C-riðli. Ólafur skoraði þrjú mörk fyrir Svíana. Flensburg vann öruggan sigur á sænska liðinu Drott í D-riðli Meistaradeildarinnar, 33-25, en Þjóðverjarnir voru með tólf marka forystu í hálfleik, 20-8.Ólafur Gústafsson var á skýrslu í dag en skoraði ekki fyrir Flensburg sem er í öðru sæti riðilsins með þrettán stig, einu á eftir Evrópumeisturum Hamburg. Í C-riðli hafði Paris Handball, lið Róberts Gunnarssonar og Ásgeirs Arnar Hallgrímssonar, betur gegn Metalurg Skopje, 32-29, í baráttu um annað sæti riðilsins en liðin voru jöfn með níu stig hvort fyrir leikinn. Róbert skoraði eitt mark fyrir Parísarliðið og Ásgeir Örn eitt. Barcelona er þó með væna forystu á toppnum með fimmtán stig af sextán mögulegum eftir stórsigur á Wacker Thun í dag, 39-23.
Handbolti Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Víti í blálokin dugði Liverpool Enski boltinn Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Í beinni: FH - Fram | Allt undir í Krikanum Íslenski boltinn Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Sport Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Enski boltinn Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Enski boltinn Vandræðalegt víti frá Messi Fótbolti Guðrún Karítas fjarri nýja metinu á sínu fyrsta HM Sport Í beinni: KA - Vestri | Efri hlutinn heillar Íslenski boltinn Fleiri fréttir Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Sjá meira