Íslendingur framleiðir verðlaunabjór í Oregon Haraldur Guðmundsson skrifar 12. janúar 2014 22:17 Félagarnir Charles Porter bruggari, David Logsdon og Auðunn fyrir utan brugghúsið í Oregon. Mynd/Auðunn Sæberg „Við framleiðum sex til átta tegundir af lífrænum bjór að belgískri fyrirmynd og þrjú íslensk fyrirtæki sem vilja flytja þá til Íslands hafa haft samband við mig,“ segir Auðunn Sæberg Einarsson. Hann er einn fjögurra eigenda örbrugghússins Logsdon Farmhouse Ales, sem er í Hood River-sýslu í Oregon í Bandaríkjunum. Brugghúsið hóf framleiðslu árið 2011 og þar er bjórnum tappað á kampavínsflöskur. „Okkar vinsælasta vara, bjórinn Seizoen Bretta, vann til verðlauna árið 2012 á stærstu bjórhátíð Bandaríkjanna, Great American Beer Festival, í flokki svokallaðra sveitabjóra. Þá fór allt af stað bæði hér innanlands og úti um allan heim,“ segir Auðunn. Hann segir að framleiðsla brugghússins verði að öllum líkindum tvöfölduð á árinu. „Við þurfum að auka framleiðsluna því bæði New York og Chicago eru að biðja um bjór og við höfum einnig fengið fyrirspurnir frá Englandi og Danmörku. Annars er bjórinn seldur á vesturströnd Bandaríkjanna, í Vermont-ríki á austurströndinni og svo í Kanada.“ Auðunn flutti til Bandaríkjanna árið 1980 og hefur búið þar síðan fyrir utan þrjú ár á tíunda áratugnum þegar hann bjó hér á landi. Hann starfaði áður í veitingageiranum og kynntist þá David Logsdon, lífefnafræðingi og öðrum eiganda brugghússins.Auðunn Sæberg Einarsson.„David fékk mig út í þetta. Hann er þekktur í bjórheiminum og stofnaði áður og rak þekkt brugghús hér í Oregon. Ég vissi að hann væri sterkur í þessu og hikaði því ekki við að fara með honum út í þetta ævintýri, enda kom í ljós að hann veit nákvæmlega hvað hann er að gera,“ segir Auðunn. Hann og David ætla að koma hingað til lands í lok febrúar og taka þátt í árlegri bjórhátíð Kex Hostels. Auðunn kemur lítið að framleiðslunni sjálfri en hann sér um markaðssetninguna ásamt því að teikna merkimiðana sem fara utan á flöskurnar. „Ég er í brugghúsinu fjóra daga í viku yfir sumartímann. Þá vinn ég við átöppun og annað slíkt. Ég er hins vegar enginn sérfræðingur í því að búa til bjór, ég er vínmaður,“ segir Auðunn og hlær. Mest lesið Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Verðbólga eykst verulega Viðskipti innlent Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Viðskipti innlent Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfa sig í gjafavali Atvinnulíf Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Neytendur Hvetja neytendur til að vera á varðbergi eftir áramót Neytendur Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ Sjá meira
„Við framleiðum sex til átta tegundir af lífrænum bjór að belgískri fyrirmynd og þrjú íslensk fyrirtæki sem vilja flytja þá til Íslands hafa haft samband við mig,“ segir Auðunn Sæberg Einarsson. Hann er einn fjögurra eigenda örbrugghússins Logsdon Farmhouse Ales, sem er í Hood River-sýslu í Oregon í Bandaríkjunum. Brugghúsið hóf framleiðslu árið 2011 og þar er bjórnum tappað á kampavínsflöskur. „Okkar vinsælasta vara, bjórinn Seizoen Bretta, vann til verðlauna árið 2012 á stærstu bjórhátíð Bandaríkjanna, Great American Beer Festival, í flokki svokallaðra sveitabjóra. Þá fór allt af stað bæði hér innanlands og úti um allan heim,“ segir Auðunn. Hann segir að framleiðsla brugghússins verði að öllum líkindum tvöfölduð á árinu. „Við þurfum að auka framleiðsluna því bæði New York og Chicago eru að biðja um bjór og við höfum einnig fengið fyrirspurnir frá Englandi og Danmörku. Annars er bjórinn seldur á vesturströnd Bandaríkjanna, í Vermont-ríki á austurströndinni og svo í Kanada.“ Auðunn flutti til Bandaríkjanna árið 1980 og hefur búið þar síðan fyrir utan þrjú ár á tíunda áratugnum þegar hann bjó hér á landi. Hann starfaði áður í veitingageiranum og kynntist þá David Logsdon, lífefnafræðingi og öðrum eiganda brugghússins.Auðunn Sæberg Einarsson.„David fékk mig út í þetta. Hann er þekktur í bjórheiminum og stofnaði áður og rak þekkt brugghús hér í Oregon. Ég vissi að hann væri sterkur í þessu og hikaði því ekki við að fara með honum út í þetta ævintýri, enda kom í ljós að hann veit nákvæmlega hvað hann er að gera,“ segir Auðunn. Hann og David ætla að koma hingað til lands í lok febrúar og taka þátt í árlegri bjórhátíð Kex Hostels. Auðunn kemur lítið að framleiðslunni sjálfri en hann sér um markaðssetninguna ásamt því að teikna merkimiðana sem fara utan á flöskurnar. „Ég er í brugghúsinu fjóra daga í viku yfir sumartímann. Þá vinn ég við átöppun og annað slíkt. Ég er hins vegar enginn sérfræðingur í því að búa til bjór, ég er vínmaður,“ segir Auðunn og hlær.
Mest lesið Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Verðbólga eykst verulega Viðskipti innlent Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Viðskipti innlent Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfa sig í gjafavali Atvinnulíf Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Neytendur Hvetja neytendur til að vera á varðbergi eftir áramót Neytendur Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ Sjá meira