Viðskipti innlent

Startup Energy Reykjavík opnar fyrir umsóknir

Um hundrað manns mættu á félagsfund Íslenska jarðvarmaklasans þar sem tilkynnt var um stofnun Startup Energy
Um hundrað manns mættu á félagsfund Íslenska jarðvarmaklasans þar sem tilkynnt var um stofnun Startup Energy Fréttablaðið/Valli
Viðskiptasmiðjan Startup Energy Reykjavík (SER) opnaði í dag fyrir umsóknir um fjármögnun og stuðning vegna verkefna í orkutengdum iðnaði og þjónustu.

Landsvirkjun, Arion Banki, klasasamstarfið GEORG og Nýsköpunarmiðstöð Íslands koma að fjármögnun verkefnisins en framkvæmd þess verður í höndum Íslenska jarðvarmaklasans (Iceland Geothermal) og Klak Innovit. 

„Auglýst verður eftir ­verkefnum og á endanum fjárfest í sjö þeirra. Eftir það verða haldnar tíu vikna æfingabúðir í Háskólanum í Reykjavík í mars þar sem þátttakendur munu vinna að sínum nýsköpunarverkefnum,“ sagði Hákon Gunnarsson, framkvæmdastjóri Íslenska jarðvarmaklasans í samtali við fréttastofu 19. desember síðastliðinn.

„Það fara um sextíu milljónir króna í þessa viðskiptasmiðju en sú upphæð fer bæði í rekstur hennar og fjármögnun verkefna,“ sagði Hákon.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×