Setja sextíu milljónir í Startup Energy Reykjavík Haraldur Guðmundsson skrifar 19. desember 2013 08:27 Um hundrað manns mættu á félagsfund Íslenska jarðvarmaklasans þar sem tilkynnt var um stofnun Startup Energy Reykjavík. Fréttablaðið/Valli „Það fara um sextíu milljónir króna í þessa viðskiptasmiðju en sú upphæð fer bæði í rekstur hennar og fjármögnun verkefna,“ segir Hákon Gunnarsson, framkvæmdastjóri Íslenska jarðvarmaklasans. Viðskiptasmiðjan Startup Energy Reykjavík (SER) var formlega stofnuð á félagsfundi klasasamstarfsins síðastliðinn þriðjudag. Henni er ætlað að fjármagna og styðja við verkefni og fyrirtæki í orkutengdum iðnaði og þjónustu. Landsvirkjun, Arion Banki, klasasamstarfið GEORG og Nýsköpunarmiðstöð Íslands koma að fjármögnun verkefnisins en framkvæmd þess verður í höndum Íslenska jarðvarmaklasans og Klak Innovit. „Auglýst verður eftir verkefnum og á endanum fjárfest í sjö þeirra. Eftir það verða haldnar tíu vikna æfingabúðir í Háskólanum í Reykjavík í mars þar sem þátttakendur munu vinna að sínum nýsköpunarverkefnum,“ segir Hákon. Að þeim tíma loknum verður að hans sögn haldinn fjárfestadagur þar sem fyrirtækin kynna hugmyndir sínar fyrir fjárfestum. „Þá mun reyna töluvert á það hversu vel hefur gengið. En reynslan með Startup Reykjavík hefur sýnt að fyrirkomulagið hentar vel til þess að efla og undirbúa fyrirtæki sem eru að taka sín fyrstu skref í mótun og framkvæmd viðskiptahugmynda.“ Hákon segist binda miklar vonir við að mörg spennandi verkefni verði að veruleika í gegnum smiðjuna og nefnir sérstaklega verkefni í tengslum við nýtingu jarðvarma. „Þar liggja gríðarlegir möguleikar, annars vegar í að ná betri nýtingu á orkunni og hins vegar í fjölnýtingunni. Margir hafa sýnt þessu áhuga og orkufyrirtækin eiga til dæmis verkefni á vinnslustigi sem þau hafa verið að vinna að í samvinnu við marga aðila. Þarna er hugsanlega kominn farvegur fyrir slík verkefni. Smiðjan er því tæki til að leysa úr læðingi möguleika sem hafa ekki verið í forgangi en gætu skilað miklum framtíðarverðmætum,“ segir Hákon og bætir því við að opnað verði fyrir umsóknir á kynningarfundi um SER hinn 16. janúar næstkomandi. Mest lesið Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Opið fyrir innsendingar í Lúðurinn 2025 Samstarf Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Viðskipti innlent Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Fleiri fréttir Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Sjá meira
„Það fara um sextíu milljónir króna í þessa viðskiptasmiðju en sú upphæð fer bæði í rekstur hennar og fjármögnun verkefna,“ segir Hákon Gunnarsson, framkvæmdastjóri Íslenska jarðvarmaklasans. Viðskiptasmiðjan Startup Energy Reykjavík (SER) var formlega stofnuð á félagsfundi klasasamstarfsins síðastliðinn þriðjudag. Henni er ætlað að fjármagna og styðja við verkefni og fyrirtæki í orkutengdum iðnaði og þjónustu. Landsvirkjun, Arion Banki, klasasamstarfið GEORG og Nýsköpunarmiðstöð Íslands koma að fjármögnun verkefnisins en framkvæmd þess verður í höndum Íslenska jarðvarmaklasans og Klak Innovit. „Auglýst verður eftir verkefnum og á endanum fjárfest í sjö þeirra. Eftir það verða haldnar tíu vikna æfingabúðir í Háskólanum í Reykjavík í mars þar sem þátttakendur munu vinna að sínum nýsköpunarverkefnum,“ segir Hákon. Að þeim tíma loknum verður að hans sögn haldinn fjárfestadagur þar sem fyrirtækin kynna hugmyndir sínar fyrir fjárfestum. „Þá mun reyna töluvert á það hversu vel hefur gengið. En reynslan með Startup Reykjavík hefur sýnt að fyrirkomulagið hentar vel til þess að efla og undirbúa fyrirtæki sem eru að taka sín fyrstu skref í mótun og framkvæmd viðskiptahugmynda.“ Hákon segist binda miklar vonir við að mörg spennandi verkefni verði að veruleika í gegnum smiðjuna og nefnir sérstaklega verkefni í tengslum við nýtingu jarðvarma. „Þar liggja gríðarlegir möguleikar, annars vegar í að ná betri nýtingu á orkunni og hins vegar í fjölnýtingunni. Margir hafa sýnt þessu áhuga og orkufyrirtækin eiga til dæmis verkefni á vinnslustigi sem þau hafa verið að vinna að í samvinnu við marga aðila. Þarna er hugsanlega kominn farvegur fyrir slík verkefni. Smiðjan er því tæki til að leysa úr læðingi möguleika sem hafa ekki verið í forgangi en gætu skilað miklum framtíðarverðmætum,“ segir Hákon og bætir því við að opnað verði fyrir umsóknir á kynningarfundi um SER hinn 16. janúar næstkomandi.
Mest lesið Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Opið fyrir innsendingar í Lúðurinn 2025 Samstarf Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Viðskipti innlent Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Fleiri fréttir Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Sjá meira