Setja sextíu milljónir í Startup Energy Reykjavík Haraldur Guðmundsson skrifar 19. desember 2013 08:27 Um hundrað manns mættu á félagsfund Íslenska jarðvarmaklasans þar sem tilkynnt var um stofnun Startup Energy Reykjavík. Fréttablaðið/Valli „Það fara um sextíu milljónir króna í þessa viðskiptasmiðju en sú upphæð fer bæði í rekstur hennar og fjármögnun verkefna,“ segir Hákon Gunnarsson, framkvæmdastjóri Íslenska jarðvarmaklasans. Viðskiptasmiðjan Startup Energy Reykjavík (SER) var formlega stofnuð á félagsfundi klasasamstarfsins síðastliðinn þriðjudag. Henni er ætlað að fjármagna og styðja við verkefni og fyrirtæki í orkutengdum iðnaði og þjónustu. Landsvirkjun, Arion Banki, klasasamstarfið GEORG og Nýsköpunarmiðstöð Íslands koma að fjármögnun verkefnisins en framkvæmd þess verður í höndum Íslenska jarðvarmaklasans og Klak Innovit. „Auglýst verður eftir verkefnum og á endanum fjárfest í sjö þeirra. Eftir það verða haldnar tíu vikna æfingabúðir í Háskólanum í Reykjavík í mars þar sem þátttakendur munu vinna að sínum nýsköpunarverkefnum,“ segir Hákon. Að þeim tíma loknum verður að hans sögn haldinn fjárfestadagur þar sem fyrirtækin kynna hugmyndir sínar fyrir fjárfestum. „Þá mun reyna töluvert á það hversu vel hefur gengið. En reynslan með Startup Reykjavík hefur sýnt að fyrirkomulagið hentar vel til þess að efla og undirbúa fyrirtæki sem eru að taka sín fyrstu skref í mótun og framkvæmd viðskiptahugmynda.“ Hákon segist binda miklar vonir við að mörg spennandi verkefni verði að veruleika í gegnum smiðjuna og nefnir sérstaklega verkefni í tengslum við nýtingu jarðvarma. „Þar liggja gríðarlegir möguleikar, annars vegar í að ná betri nýtingu á orkunni og hins vegar í fjölnýtingunni. Margir hafa sýnt þessu áhuga og orkufyrirtækin eiga til dæmis verkefni á vinnslustigi sem þau hafa verið að vinna að í samvinnu við marga aðila. Þarna er hugsanlega kominn farvegur fyrir slík verkefni. Smiðjan er því tæki til að leysa úr læðingi möguleika sem hafa ekki verið í forgangi en gætu skilað miklum framtíðarverðmætum,“ segir Hákon og bætir því við að opnað verði fyrir umsóknir á kynningarfundi um SER hinn 16. janúar næstkomandi. Mest lesið Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Sjá meira
„Það fara um sextíu milljónir króna í þessa viðskiptasmiðju en sú upphæð fer bæði í rekstur hennar og fjármögnun verkefna,“ segir Hákon Gunnarsson, framkvæmdastjóri Íslenska jarðvarmaklasans. Viðskiptasmiðjan Startup Energy Reykjavík (SER) var formlega stofnuð á félagsfundi klasasamstarfsins síðastliðinn þriðjudag. Henni er ætlað að fjármagna og styðja við verkefni og fyrirtæki í orkutengdum iðnaði og þjónustu. Landsvirkjun, Arion Banki, klasasamstarfið GEORG og Nýsköpunarmiðstöð Íslands koma að fjármögnun verkefnisins en framkvæmd þess verður í höndum Íslenska jarðvarmaklasans og Klak Innovit. „Auglýst verður eftir verkefnum og á endanum fjárfest í sjö þeirra. Eftir það verða haldnar tíu vikna æfingabúðir í Háskólanum í Reykjavík í mars þar sem þátttakendur munu vinna að sínum nýsköpunarverkefnum,“ segir Hákon. Að þeim tíma loknum verður að hans sögn haldinn fjárfestadagur þar sem fyrirtækin kynna hugmyndir sínar fyrir fjárfestum. „Þá mun reyna töluvert á það hversu vel hefur gengið. En reynslan með Startup Reykjavík hefur sýnt að fyrirkomulagið hentar vel til þess að efla og undirbúa fyrirtæki sem eru að taka sín fyrstu skref í mótun og framkvæmd viðskiptahugmynda.“ Hákon segist binda miklar vonir við að mörg spennandi verkefni verði að veruleika í gegnum smiðjuna og nefnir sérstaklega verkefni í tengslum við nýtingu jarðvarma. „Þar liggja gríðarlegir möguleikar, annars vegar í að ná betri nýtingu á orkunni og hins vegar í fjölnýtingunni. Margir hafa sýnt þessu áhuga og orkufyrirtækin eiga til dæmis verkefni á vinnslustigi sem þau hafa verið að vinna að í samvinnu við marga aðila. Þarna er hugsanlega kominn farvegur fyrir slík verkefni. Smiðjan er því tæki til að leysa úr læðingi möguleika sem hafa ekki verið í forgangi en gætu skilað miklum framtíðarverðmætum,“ segir Hákon og bætir því við að opnað verði fyrir umsóknir á kynningarfundi um SER hinn 16. janúar næstkomandi.
Mest lesið Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Sjá meira