Umfjöllun: Austurríki - Ísland 27-33 | Patti átti ekkert svar Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 18. janúar 2014 12:19 Vísir/Daníel Ísland vann frábæran sigur á Austurríki í fyrsta leik milliriðlakeppninnar á EM í Danmörku. Strákarnir gerðu út um leikinn með frábærum fyrri hálfleik.Patrekur Jóhannesson, þjálfari austurríska landsliðsins, reyndi hvað hann gat til að bregðast við frábærri frammistöðu Íslands í fyrri hálfleik en íslenska liðið var einfaldlega of sterkt í dag, hvort sem var í vörn eða sókn.Björgvin Páll Gústavsson átti stórleik í íslenska markinu og varði nítján skot. Hann naut góðs af frábærum íslenskum varnarleik, sérstaklega í fyrri hálfleik þegar þeir Bjarki Már Gunnarsson og Sverre Jakobsson virtust einfaldlega ósigrandi.Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari stillti sínu sterkasta liði upp í dag og þrátt fyrir að hvorugt lið náði að skora fyrstu fjórar mínútur leiksins voru strákarnir komnir með þriggja marka forystu eftir tíu mínútna leik. Þá var ljóst í hvað stefndi og Aron gat leyft sér að hvíla nafna sinn Pálmarsson en hann hefur verið að glíma við meiðsli í hné og báðum ökklum. Inn kom Ólafur Andrés Guðmundsson sem átti stórleik og skoraði sex falleg mörk. Strákarnir okkar gengu einfaldlega á lagið. Frábær varnarleikur og frábær vörn lagði grunninn en auk þess var sóknarleikurinn gríðarlegur öflugur. Forystan varð mest níu mörk í fyrri hálfleik en staðan að honum loknum var 17-9, Íslandi í vil. Okkar menn gáfu ef til vill aðeins eftir í síðari hálfleik enda erfitt að halda einbeitingunni þegar staðan var orðin jafn góð og raun bar vitni auk þess sem að þetta var fjórði leikur liðsins á einni viku. Þeir gerðu þó það sem til þurfti og var sigurinn aldrei í hættu. Patrekur og lærisveinar hans náðu aðeins að laga stöðuna í síðari hálfleik en niðurstaðan engu að síður sex marka sigur sem gæti reynst mikilvægur að milliriðlakeppninni lokinni. Óhætt er að segja að allir leikmenn íslenska landsliðsins hafi spilað vel í dag. Guðjón Valur Sigurðsson nýtti sem fyrr hvert einasta skot sitt í leiknum og skoraði sjö mörk. Það gerði Þórir Ólafsson einnig en hann skoraði fimm mörk úr hinu horninu. Róbert Gunnarsson átti mjög góðan dag á línunni og skytturnar Ásgeir Örn Hallgrímsson og Rúnar Kárason náðu sér vel á strik, sem og Snorri Steinn Guðjónsson. Ísland mætir næst Makedóníu á mánudaginn en Ungverjar unnu fyrr í dag sannfærandi sigur á Makedóníu. EM 2014 karla Mest lesið Maðurinn sem stal derhúfu af barni biðst afsökunar Sport Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Fótbolti Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Fótbolti Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins Enski boltinn Þegar átján ára Doncic fíflaði Hlyn Körfubolti Biturðin lak af tilkynningu um Isak Enski boltinn Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Enski boltinn „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Enski boltinn „Gulrótin að vinna og henda Slóveníu úr mótinu“ Körfubolti „Við getum ekki þagað yfir þessu“ Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Haukur Þrastar byrjar mjög vel með Ljónunum Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Strákarnir hans Guðjóns Vals byrja tímabilið vel Ágúst strax kominn með titil hjá Álaborg Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Stjarnan er meistari meistaranna „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Sjá meira
Ísland vann frábæran sigur á Austurríki í fyrsta leik milliriðlakeppninnar á EM í Danmörku. Strákarnir gerðu út um leikinn með frábærum fyrri hálfleik.Patrekur Jóhannesson, þjálfari austurríska landsliðsins, reyndi hvað hann gat til að bregðast við frábærri frammistöðu Íslands í fyrri hálfleik en íslenska liðið var einfaldlega of sterkt í dag, hvort sem var í vörn eða sókn.Björgvin Páll Gústavsson átti stórleik í íslenska markinu og varði nítján skot. Hann naut góðs af frábærum íslenskum varnarleik, sérstaklega í fyrri hálfleik þegar þeir Bjarki Már Gunnarsson og Sverre Jakobsson virtust einfaldlega ósigrandi.Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari stillti sínu sterkasta liði upp í dag og þrátt fyrir að hvorugt lið náði að skora fyrstu fjórar mínútur leiksins voru strákarnir komnir með þriggja marka forystu eftir tíu mínútna leik. Þá var ljóst í hvað stefndi og Aron gat leyft sér að hvíla nafna sinn Pálmarsson en hann hefur verið að glíma við meiðsli í hné og báðum ökklum. Inn kom Ólafur Andrés Guðmundsson sem átti stórleik og skoraði sex falleg mörk. Strákarnir okkar gengu einfaldlega á lagið. Frábær varnarleikur og frábær vörn lagði grunninn en auk þess var sóknarleikurinn gríðarlegur öflugur. Forystan varð mest níu mörk í fyrri hálfleik en staðan að honum loknum var 17-9, Íslandi í vil. Okkar menn gáfu ef til vill aðeins eftir í síðari hálfleik enda erfitt að halda einbeitingunni þegar staðan var orðin jafn góð og raun bar vitni auk þess sem að þetta var fjórði leikur liðsins á einni viku. Þeir gerðu þó það sem til þurfti og var sigurinn aldrei í hættu. Patrekur og lærisveinar hans náðu aðeins að laga stöðuna í síðari hálfleik en niðurstaðan engu að síður sex marka sigur sem gæti reynst mikilvægur að milliriðlakeppninni lokinni. Óhætt er að segja að allir leikmenn íslenska landsliðsins hafi spilað vel í dag. Guðjón Valur Sigurðsson nýtti sem fyrr hvert einasta skot sitt í leiknum og skoraði sjö mörk. Það gerði Þórir Ólafsson einnig en hann skoraði fimm mörk úr hinu horninu. Róbert Gunnarsson átti mjög góðan dag á línunni og skytturnar Ásgeir Örn Hallgrímsson og Rúnar Kárason náðu sér vel á strik, sem og Snorri Steinn Guðjónsson. Ísland mætir næst Makedóníu á mánudaginn en Ungverjar unnu fyrr í dag sannfærandi sigur á Makedóníu.
EM 2014 karla Mest lesið Maðurinn sem stal derhúfu af barni biðst afsökunar Sport Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Fótbolti Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Fótbolti Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins Enski boltinn Þegar átján ára Doncic fíflaði Hlyn Körfubolti Biturðin lak af tilkynningu um Isak Enski boltinn Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Enski boltinn „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Enski boltinn „Gulrótin að vinna og henda Slóveníu úr mótinu“ Körfubolti „Við getum ekki þagað yfir þessu“ Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Haukur Þrastar byrjar mjög vel með Ljónunum Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Strákarnir hans Guðjóns Vals byrja tímabilið vel Ágúst strax kominn með titil hjá Álaborg Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Stjarnan er meistari meistaranna „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Sjá meira