Innlent

Forsetinn leggur áherslu á samstöðu þjóðarinnar

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
mynd/Vilhelm Gunnarsson
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, lagði mikla áherslu á samtöðu meðal þjóðarinnar í nýárávarpi sínu sem var útvarpað og sjónvarpað í dag.

Á örlagastundum hefði samstaðan ráðið úrslitum og nú í vetur hefðum við enn á ný verið minnt á sigrana sem samstaðan skóp. Þar átti hann við hátíðarhöldin sem voru í tilefni af 350 ára afmæli Árna Magnússonar. Heimkoma handritanna hafi verið ávöxtur af órofa samstöðu þjóðarinnar, krafti sem gaf kjörnum fulltrúum og fræðasveit styrk til að sannfæra Dani.

Sigurinn í baráttunni fyrir heimkomu handritanna væri meðal margra dæma um að samstaðan hafi reynst Íslendingum farsælli leið en deilur og átök.

Brýnt að hafa samstöðu að leiðarljósi

Hann sagði það brýnt að hafa samstöðu að leiðarljósi við lausn sem flestra mála. Leita ætti sátta frekar en að kasta æ fleiri sprekum á ófriðarbál.

Fjölmiðlun samtímans væru því miður þess eðlis að ágreiningur vær talinn meiri frétt en sáttargjörði, niðurstaða sem fékkst með friði. Þetta segir forsetinn verklags sjónvarpsins og fleiri fjölmiðla, bæði hér og annars staðar.

Eyjan í útnorðri komin í þjóðbraut

Forsetinn segir það fagnaðarefni að Alþingi hafi samþykkt einhuga stefnu Íslands í málefnum Norðurslóða en slíkt muni skapa traustar undirstöður að nýju burðarvirki í alþjóðatengslum Íslendinga. Rúmur helmingur hinna svokölluðu G-20 ríkja, samtaka forystulanda í efnahagskerfi veraldar, verði á einn eða annan hátt með okkur við ákvarðanaborð Norðursins.

Þáttaskilin skapi Íslendingum fjölda nýrra tækifæra, í vísindum, viðskiptum, atvinnulífi og menningu. Eyjan í útnorðri sé nú komin í þjóðbraut þvera, lykilstöðu á svæði sem ráða mun miklu um þróun hinnar nýju aldar.

Gæfa lítillar þjóðar

„Það er gæfa lítillar þjóðar, sem nú er á tímamótum eftir glímuna við bankahrunið, að eiga kost á slíkri vegferð og geta nýtt hana í þágu allra; gæfa efld af samstöðunni um Norðurslóðir sem tókst að skaða á Alþingi og stud er eindregnum vilja allra flokka, víðtækum áhuga háskóla, fræðasamfélags, atvinnulífs, fyrirtækja, samtaka á mörgum sviðum.“

Hann rifjaði upp að samstaða hefði reynst mörgum örðum vel eins og heimsbyggðin hefði rifjað upp við útför leiðtogans Nelson Mandela.

Íslendingar ættu lærdóma og leiðarljós, reynslu úr hirslum sögunnar sem gæti nýst okkar á nýrri braut.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×