Schumacher er 45 ára í dag | Enn í lífshættu Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 3. janúar 2014 08:45 Michael Schumacher. Nordic Photos / Getty „Við vitum öll að hann er keppnismaður og mun ekki gefast upp,“ segir í yfirlýsingu fjölskyldu þýska ökuþórsins Michael Schumacher sem liggur enn í dái eftir alvarlegt skíðaslys. Schumacher á afmæli í dag en hann er 45 ára gamall. Síðustu dagar hafa verið erfiðir fyrir fjölskyldu Schumacher eftir að hann hlaut alvarlega höfuðáverka eftir að hann slasaðist á skíðum á sunnudagsmorgun síðastliðinn. Honum er enn haldið sofandi en hann hefur þegar gengist undir tvær aðgerðir til að losa þrýsting á heila eftir miklar blæðingar. Enn er tvísýnt um framhaldið. Fjölskylda Schumacher birti yfirlýsinguna á heimasíðu kappans. „Við viljum þakka öllum þeim sem hafa sýnt hlýhug og sent kveðju hvaðanæva að úr heiminum til að óska Michael bata eftir skíðaslysið hans. Þessar kveðjur hafa veitt okkur mikinn stuðning,“ sagði í yfirlýsingunni. Stuðningsmenn Schumacher hafa safnast saman fyrir utan sjúkrahúsið í Grenoble í Frakklandi þar sem hann dvelst nú. Læknar tjáðu sig síðast opinberlega um stöðu mála á þriðjudag og sögðu þá að Schumacher hafi sýnt örlítil batamerki en væri enn í lífshættu. Enn er ómöulegt að spá nokkru um framhaldið. Schumacher er sigursælasti ökuþór í sögu Formúlu 1 en hann varð sjöfaldur heimsmeistari á sínum tíma. Hann tók þátt í 303 keppnum og vann alls 91 sigur. Hann skilaði sér á verðlaunapall í alls 155 keppnum. Formúla 1 Skíðaslys Michael Schumacher Mest lesið „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Körfubolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti Dagskráin í dag: Sextán beinar útsendingar Sport Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Handbolti Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Körfubolti „Ég hef hluti að gera hér“ Körfubolti Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Handbolti Fleiri fréttir „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira
„Við vitum öll að hann er keppnismaður og mun ekki gefast upp,“ segir í yfirlýsingu fjölskyldu þýska ökuþórsins Michael Schumacher sem liggur enn í dái eftir alvarlegt skíðaslys. Schumacher á afmæli í dag en hann er 45 ára gamall. Síðustu dagar hafa verið erfiðir fyrir fjölskyldu Schumacher eftir að hann hlaut alvarlega höfuðáverka eftir að hann slasaðist á skíðum á sunnudagsmorgun síðastliðinn. Honum er enn haldið sofandi en hann hefur þegar gengist undir tvær aðgerðir til að losa þrýsting á heila eftir miklar blæðingar. Enn er tvísýnt um framhaldið. Fjölskylda Schumacher birti yfirlýsinguna á heimasíðu kappans. „Við viljum þakka öllum þeim sem hafa sýnt hlýhug og sent kveðju hvaðanæva að úr heiminum til að óska Michael bata eftir skíðaslysið hans. Þessar kveðjur hafa veitt okkur mikinn stuðning,“ sagði í yfirlýsingunni. Stuðningsmenn Schumacher hafa safnast saman fyrir utan sjúkrahúsið í Grenoble í Frakklandi þar sem hann dvelst nú. Læknar tjáðu sig síðast opinberlega um stöðu mála á þriðjudag og sögðu þá að Schumacher hafi sýnt örlítil batamerki en væri enn í lífshættu. Enn er ómöulegt að spá nokkru um framhaldið. Schumacher er sigursælasti ökuþór í sögu Formúlu 1 en hann varð sjöfaldur heimsmeistari á sínum tíma. Hann tók þátt í 303 keppnum og vann alls 91 sigur. Hann skilaði sér á verðlaunapall í alls 155 keppnum.
Formúla 1 Skíðaslys Michael Schumacher Mest lesið „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Körfubolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti Dagskráin í dag: Sextán beinar útsendingar Sport Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Handbolti Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Körfubolti „Ég hef hluti að gera hér“ Körfubolti Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Handbolti Fleiri fréttir „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira
Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti
Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti