Uber bannað á Spáni Aðalsteinn Kjartansson skrifar 9. desember 2014 15:32 Mynd tengist frétt ekki beint. Vísir / Getty Images Spænsk stjórnvöld hafa ákveðið að banna starfsemi Uber þar í landi. Vísir sagði frá því í dag að stjórnvöld á Taílandi hefðu tekið samskonar ákvörðun og í gær var sagt frá því að Uber mætti ekki lengur starfa í Nýju Delí á Indlandi. Bandaríska síðan The Verge greinir frá. Hollendingar bönnuðu einnig starfsemi Uber í gær. Dómari í Madríd á Spáni kvað upp úrskurð í dag um að Uber starfaði ekki eftir settum reglum þar sem ökumenn væru ekki skráðir. Samtök leigubílstjóra í borginni skutu málinu til dómstóla en Uber hefur mætt harðri gagnrýni leigubílstjóra víða þar sem fyrirtækið hefur hafið störf. Stjórnvöld á Taílandi tóku ákvörðun á sambærilegum forsendum í dag en þar var líka fundið að greiðslufyrirkomulagi fyrirtækisins, sem fram fer í gegnum app. Indverk stjórnvöld bönnuðu starfsemi Uber í kjölfar þess að bílstjóri á vegum fyrirtækisins var sakaður um að nauðga farþega. Stjórnvöld þar hafa nú lagt bann á leigubílaþjónustur sem hægt er að bóka í gegnum öpp og internetið.Vísir fjallaði í gær um að Uber væri byrjað að undirbúa starfsemi hér á landi. Uber starfar að mörgu leiti á svipaðan hátt og hefðbundnar leigubílaþjónustur. Fyrirtækið bíður hinsvegar upp á mismunandi möguleika, þar á meðal einskonar lággjaldaþjónustu þar sem ökumenn skutla viðskiptavinum á venjulegum, ómerktum bílum fyrir lága þóknun. Mismunandi kröfur eru gerðar til ökumanna Uber en samkvæmt upplýsingum á heimasíðu fyrirtækisins er sú krafa gerð að þeir hafi leyfi til fólksflutninga í atvinnuskyni. Tengdar fréttir Uber bannað í Taílandi Ökumenn fyrirtækisins ekki með leyfi til að stunda akstur í atvinnuskyni. 9. desember 2014 11:45 Uber vinnur að því að hefja starfsemi í Reykjavík Hafa verið bannaðir í Indlandi eftir að bílstjóri var sakaður um nauðgun. 8. desember 2014 14:06 Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Slúbbertar og enn verri sögur, afreksfólk og ástin Atvinnulíf „Algjört siðleysi“ Neytendur Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Spænsk stjórnvöld hafa ákveðið að banna starfsemi Uber þar í landi. Vísir sagði frá því í dag að stjórnvöld á Taílandi hefðu tekið samskonar ákvörðun og í gær var sagt frá því að Uber mætti ekki lengur starfa í Nýju Delí á Indlandi. Bandaríska síðan The Verge greinir frá. Hollendingar bönnuðu einnig starfsemi Uber í gær. Dómari í Madríd á Spáni kvað upp úrskurð í dag um að Uber starfaði ekki eftir settum reglum þar sem ökumenn væru ekki skráðir. Samtök leigubílstjóra í borginni skutu málinu til dómstóla en Uber hefur mætt harðri gagnrýni leigubílstjóra víða þar sem fyrirtækið hefur hafið störf. Stjórnvöld á Taílandi tóku ákvörðun á sambærilegum forsendum í dag en þar var líka fundið að greiðslufyrirkomulagi fyrirtækisins, sem fram fer í gegnum app. Indverk stjórnvöld bönnuðu starfsemi Uber í kjölfar þess að bílstjóri á vegum fyrirtækisins var sakaður um að nauðga farþega. Stjórnvöld þar hafa nú lagt bann á leigubílaþjónustur sem hægt er að bóka í gegnum öpp og internetið.Vísir fjallaði í gær um að Uber væri byrjað að undirbúa starfsemi hér á landi. Uber starfar að mörgu leiti á svipaðan hátt og hefðbundnar leigubílaþjónustur. Fyrirtækið bíður hinsvegar upp á mismunandi möguleika, þar á meðal einskonar lággjaldaþjónustu þar sem ökumenn skutla viðskiptavinum á venjulegum, ómerktum bílum fyrir lága þóknun. Mismunandi kröfur eru gerðar til ökumanna Uber en samkvæmt upplýsingum á heimasíðu fyrirtækisins er sú krafa gerð að þeir hafi leyfi til fólksflutninga í atvinnuskyni.
Tengdar fréttir Uber bannað í Taílandi Ökumenn fyrirtækisins ekki með leyfi til að stunda akstur í atvinnuskyni. 9. desember 2014 11:45 Uber vinnur að því að hefja starfsemi í Reykjavík Hafa verið bannaðir í Indlandi eftir að bílstjóri var sakaður um nauðgun. 8. desember 2014 14:06 Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Slúbbertar og enn verri sögur, afreksfólk og ástin Atvinnulíf „Algjört siðleysi“ Neytendur Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Uber bannað í Taílandi Ökumenn fyrirtækisins ekki með leyfi til að stunda akstur í atvinnuskyni. 9. desember 2014 11:45
Uber vinnur að því að hefja starfsemi í Reykjavík Hafa verið bannaðir í Indlandi eftir að bílstjóri var sakaður um nauðgun. 8. desember 2014 14:06