Mishá söluþóknun fasteignasala villandi Snærós Sindradóttir skrifar 29. júlí 2014 07:15 Íbúðaverð í Þingholtunum er með því hæsta sem gerist á landinu. Seljendur þar ættu að huga að söluþóknun fasteignasala áður en til viðskipta er stofnað. Fréttablaðið/Vilhelm Munurinn á söluþóknun fasteignasala getur hlaupið á hundruðum þúsunda. Söluþóknunin er í flestum tilfellum gefin upp sem prósenta af söluverði fasteignar. Ofan á prósentuna bætist svo virðisaukaskattur en fasteignasalar greina frá því með ólíkum hætti.Tryggvi AxelssonSamkvæmt Tryggva Axelssyni, forstjóra Neytendastofu, er þetta fyrirkomulag villandi. „Það er eðlilegt gagnvart viðskiptamanninum að hann fái tölu fyrir framan sig.“ Tryggvi segir mikilvægt að neytendur kynni sér málin vel áður en þeir velja fasteignasölu. „Það getur verið mikill verðmunur og þá er mikilvægt að neytendur fái endanlegt áætlað verð,“ segir hann. Misjafnt er hvort fasteignasölur taka greiðslu óháð því hvort eignin selst eða ekki. Grétar Jónasson, framkvæmdastjóri Félags fasteignasala, tekur undir að mikilvægt sé að fólk skoði vel hvaða þjónustu fasteignasölur bjóða uppi á. „Þetta sýnir glögglega að það er mikil samkeppni á þessum markaði. Það er talsvert mismunandi hvaða þjónusta er inni í prósentunni.“Grétar JónassonHann segir það vandasamt verk að ætla að setja upp fasta tölu með virðisaukaskatti í upphafi söluferlis. „Vandinn er að það er sett ákveðið verð á eignina en svo er óljóst á hvað eignin mun fara. Það getur valdið vafa ef menn eru að búa sér til einhverjar tölur fyrir fram.“ Grétar segir Félag fasteignasala ekki geta samræmt gjaldskrár eða þá samninga sem fasteignasölur fara eftir. „Félag fasteignasala má ekki, út frá samkeppnislögum, koma nærri neinni vinnu varðandi þóknun fasteignasala. Það er alfarið hver fasteignasala fyrir sig sem ákveður hvernig hún gerir það.“ Samkvæmt verðkönnun Neytendastofu getur kostnaður við sölu á 30 milljóna íbúð verið mjög misjafn: Á fasteignasölu A er söluþóknunin 1,7 prósent sem er algengasta hlutfallið. Með virðisaukaskatti greiðir seljandi íbúðar því 640.050 krónur í söluþóknun til fasteignasölunnar. Á fasteignasölu B er söluþóknunin 2,5 prósent. Með virðisaukaskatti greiðir seljandi íbúðarinnar því 941.250 krónur. Á þriðju fasteignasölunni getur seljandi samið um fasta söluþóknun sem er óháð verði eignarinnar. Með virðisaukaskatti er söluþóknunin 299.900 krónur. Mest lesið Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Neytendur Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Sýn tilnefnt sem Besta íslenska vörumerkið 2025 Samstarf Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskipti innlent Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Neytendur Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Sjá meira
Munurinn á söluþóknun fasteignasala getur hlaupið á hundruðum þúsunda. Söluþóknunin er í flestum tilfellum gefin upp sem prósenta af söluverði fasteignar. Ofan á prósentuna bætist svo virðisaukaskattur en fasteignasalar greina frá því með ólíkum hætti.Tryggvi AxelssonSamkvæmt Tryggva Axelssyni, forstjóra Neytendastofu, er þetta fyrirkomulag villandi. „Það er eðlilegt gagnvart viðskiptamanninum að hann fái tölu fyrir framan sig.“ Tryggvi segir mikilvægt að neytendur kynni sér málin vel áður en þeir velja fasteignasölu. „Það getur verið mikill verðmunur og þá er mikilvægt að neytendur fái endanlegt áætlað verð,“ segir hann. Misjafnt er hvort fasteignasölur taka greiðslu óháð því hvort eignin selst eða ekki. Grétar Jónasson, framkvæmdastjóri Félags fasteignasala, tekur undir að mikilvægt sé að fólk skoði vel hvaða þjónustu fasteignasölur bjóða uppi á. „Þetta sýnir glögglega að það er mikil samkeppni á þessum markaði. Það er talsvert mismunandi hvaða þjónusta er inni í prósentunni.“Grétar JónassonHann segir það vandasamt verk að ætla að setja upp fasta tölu með virðisaukaskatti í upphafi söluferlis. „Vandinn er að það er sett ákveðið verð á eignina en svo er óljóst á hvað eignin mun fara. Það getur valdið vafa ef menn eru að búa sér til einhverjar tölur fyrir fram.“ Grétar segir Félag fasteignasala ekki geta samræmt gjaldskrár eða þá samninga sem fasteignasölur fara eftir. „Félag fasteignasala má ekki, út frá samkeppnislögum, koma nærri neinni vinnu varðandi þóknun fasteignasala. Það er alfarið hver fasteignasala fyrir sig sem ákveður hvernig hún gerir það.“ Samkvæmt verðkönnun Neytendastofu getur kostnaður við sölu á 30 milljóna íbúð verið mjög misjafn: Á fasteignasölu A er söluþóknunin 1,7 prósent sem er algengasta hlutfallið. Með virðisaukaskatti greiðir seljandi íbúðar því 640.050 krónur í söluþóknun til fasteignasölunnar. Á fasteignasölu B er söluþóknunin 2,5 prósent. Með virðisaukaskatti greiðir seljandi íbúðarinnar því 941.250 krónur. Á þriðju fasteignasölunni getur seljandi samið um fasta söluþóknun sem er óháð verði eignarinnar. Með virðisaukaskatti er söluþóknunin 299.900 krónur.
Mest lesið Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Neytendur Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Sýn tilnefnt sem Besta íslenska vörumerkið 2025 Samstarf Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskipti innlent Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Neytendur Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Sjá meira
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent