Sparnaður stefnir loðnuvertíðinni í voða Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar 22. ágúst 2014 14:00 Fjársvelti á Hafró gæti gert það að verkum að erfiðara væri að hafa upp á þessum dyntótta fiski. Vísir/Óskar P. Friðriksson Verið er að stofna miklum hagsmunum í voða með því að tryggja ekki fjármuni fyrir loðnuhaustmælingu Hafrannsóknastofnunar, segja aðilar LÍÚ. Jóhann Sigurjónsson, forstjóri Hafró, segir að við óbreyttar aðstæður hafi stofnunin ekki burði til að framkvæma þær. Niðurstöður loðnuhaustmælingar eru forsendan fyrir ákvörðun um byrjunarkvóta næsta hausts á eftir. „Við værum því ekki í stakk búin til að gefa tillögu um byrjunaraflamark fyrir vertíðina á næsta ári,“ segir Jóhann. Hann er þó ekki búinn að gefa upp alla von. „Þetta er afleit staða og við munum fara yfir þetta á næstu dögum með hlutaðeigandi aðilum og ég vil enn vona að úr rætist.“Kolbeinn ÁrnasonKolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri LÍÚ, segir þetta skapa gríðarlega óvissu sem geti stefnt loðnuvertíðinni í voða. Hann bendir á að ef engin er haustmælingin vaxi hættan á því að vetrarmælingin heppnist síður en hún er forsenda þess að hægt sé að gefa út viðbótarkvóta. Upphafskvóti er 225 þúsund tonn, sem skiptist þó ekki eingöngu á íslenskar útgerðir, en almennt er gert ráð fyrir aukningu upp á annað eins í viðbótarkvóta.Jóhann Sigurjónssonfréttablaðið/pjetur„Til að varpa ljósi á hagsmuni málsins má ætla að útflutningsverðmæti 200 þúsund tonna af loðnu sé ekki undir 12 milljörðum króna í gjaldeyristekjum. Til hliðsjónar má ætla að loðnuleiðangur Hafró kosti um 60-70 milljónir króna,“ segir Kolbeinn. „Þetta er engan veginn ásættanlegt,“ segir Gunnþór Ingvason, framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar. „Stjórnvöld hljóta að svara því hvort þau ætli að fjársvelta Hafrannsóknastofnun það mikið að hún geti ekki sinnt grunnrannsóknum þannig að það sé hægt að hámarka nýtingu auðlindarinnar með sjálfbærum hætti.“ Mest lesið Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Sjá meira
Verið er að stofna miklum hagsmunum í voða með því að tryggja ekki fjármuni fyrir loðnuhaustmælingu Hafrannsóknastofnunar, segja aðilar LÍÚ. Jóhann Sigurjónsson, forstjóri Hafró, segir að við óbreyttar aðstæður hafi stofnunin ekki burði til að framkvæma þær. Niðurstöður loðnuhaustmælingar eru forsendan fyrir ákvörðun um byrjunarkvóta næsta hausts á eftir. „Við værum því ekki í stakk búin til að gefa tillögu um byrjunaraflamark fyrir vertíðina á næsta ári,“ segir Jóhann. Hann er þó ekki búinn að gefa upp alla von. „Þetta er afleit staða og við munum fara yfir þetta á næstu dögum með hlutaðeigandi aðilum og ég vil enn vona að úr rætist.“Kolbeinn ÁrnasonKolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri LÍÚ, segir þetta skapa gríðarlega óvissu sem geti stefnt loðnuvertíðinni í voða. Hann bendir á að ef engin er haustmælingin vaxi hættan á því að vetrarmælingin heppnist síður en hún er forsenda þess að hægt sé að gefa út viðbótarkvóta. Upphafskvóti er 225 þúsund tonn, sem skiptist þó ekki eingöngu á íslenskar útgerðir, en almennt er gert ráð fyrir aukningu upp á annað eins í viðbótarkvóta.Jóhann Sigurjónssonfréttablaðið/pjetur„Til að varpa ljósi á hagsmuni málsins má ætla að útflutningsverðmæti 200 þúsund tonna af loðnu sé ekki undir 12 milljörðum króna í gjaldeyristekjum. Til hliðsjónar má ætla að loðnuleiðangur Hafró kosti um 60-70 milljónir króna,“ segir Kolbeinn. „Þetta er engan veginn ásættanlegt,“ segir Gunnþór Ingvason, framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar. „Stjórnvöld hljóta að svara því hvort þau ætli að fjársvelta Hafrannsóknastofnun það mikið að hún geti ekki sinnt grunnrannsóknum þannig að það sé hægt að hámarka nýtingu auðlindarinnar með sjálfbærum hætti.“
Mest lesið Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Sjá meira