Fyrrverandi fjármálaráðherra styður breytingar á VSK kerfinu Heimir Már Pétursson skrifar 22. ágúst 2014 14:07 Fyrrverandi fjármálaráðherra telur skynsamlegt að minnka bilið milli lægra þreps virðisaukaskatts og efra þrepsins. Það þýddi hækkun á verði matvæla en á móti þyrfti að grípa til víðtækra mótvægisaðgerða. Vigdís Hauksdóttir formaður fjárlaganefndar og Karl Garðarsson þingmaður Framsóknarflokksins hafa bæði lýst andstöðu við hækkun á virðisaukaskatti á matvæli sem nú er 7 prósent, eins og gert er ráð fyrir í drögum að fjárlagafrumvarpi. En fjármálaráðherra vill hækka neðra þrepið og lækka efra þrepið sem nú er 25,5 prósent og fækka mjög undanþágum frá skattinum. Oddný G. Harðardóttir þingmaður Samfylkingarinnar og fyrrverandi fjármálaráðherra líst þokkalega vel á hugmyndir fjármálaráðherra. „Það er mikilvægt að fækka undanþágum og bilið milli 7 prósenta og 25,5 prósenta er of mikið og veldur ýmsum vandræðum, bæði fyrir ríkið og fyrirtækin,“ segir Oddný. Tæknilega sé hún því sammála markmiðum Bjarna Benediktssonar en aðgerð sem þessari fylgdi að verð á matvælum, bókum og fleiri nauðsynjavörum hækkaði. „Það verða að vera sterkar mótvægisaðgerðir til að taka á þeim málum. Mér finnst líka mikilvægt að skoða samsetningu matarverðs í heildina tekið. Líka ofurtolla á landbúnaðarvörum,“ segir Oddný. Grípa þyrfti til mótvægisaðgerða t.d. með hækkun barnabóta og persónuafslætti. „En þær verða að vera traustar. Ég skil mjög vel tortryggni manna gagnvart því að nú eigi að hækka matarverð. Því þeir sem hafa minnst á milli handanna þola ekki að matarverð verði hærra hlutfall af útgjöldum,“ segir fjármálaráðherrann fyrrverandi. Vigdís Hauksdóttir sagði í fréttum okkar í gær að aðgerðir sem þessar flæktu málin af óþörfu og hækkun matarverðs myndi sömuleiðis hækka vísitölu neysluverðs og þar með húsnæðislán fólks. Oddný bendir á að t.d. í Danmörku sé eitt skattþrep en barnafólki bætt það upp með góðum barnabótum. En nú þurfa barnlausir og einstæðingar einnig að borða. Þeir sætu þá óbættir hjá garði? „Þess vegna duga barnabæturnar ekki einar og sér. Það þarf líka að koma í gegnum persónuafslátt tildæmis,“ segir Oddný. En þessi aðgerð myndi hafa áhrif á vísitölu verðlags og þar með húsnæðislán fólks. „Þetta er stór aðgerð og það þarf að fara yfir alla þessa hluti. Hvaða áhrif þetta myndi hafa á okkar samfélag, hag og kjör fólksins í landinu,“ segir Oddný G. Harðardóttir. Mest lesið Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Neytendur Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Viðskipti innlent Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Viðskipti erlent „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Viðskipti innlent „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Viðskipti innlent Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Neytendur Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Vesturbæingar sólgnir í ís en Hafnfirðingar fara oftast í bíó Neytendur Trendin 2026: Gervigreindin mikilvæg og laun mögulega auglýst Atvinnulíf Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Fleiri fréttir „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Sjá meira
Fyrrverandi fjármálaráðherra telur skynsamlegt að minnka bilið milli lægra þreps virðisaukaskatts og efra þrepsins. Það þýddi hækkun á verði matvæla en á móti þyrfti að grípa til víðtækra mótvægisaðgerða. Vigdís Hauksdóttir formaður fjárlaganefndar og Karl Garðarsson þingmaður Framsóknarflokksins hafa bæði lýst andstöðu við hækkun á virðisaukaskatti á matvæli sem nú er 7 prósent, eins og gert er ráð fyrir í drögum að fjárlagafrumvarpi. En fjármálaráðherra vill hækka neðra þrepið og lækka efra þrepið sem nú er 25,5 prósent og fækka mjög undanþágum frá skattinum. Oddný G. Harðardóttir þingmaður Samfylkingarinnar og fyrrverandi fjármálaráðherra líst þokkalega vel á hugmyndir fjármálaráðherra. „Það er mikilvægt að fækka undanþágum og bilið milli 7 prósenta og 25,5 prósenta er of mikið og veldur ýmsum vandræðum, bæði fyrir ríkið og fyrirtækin,“ segir Oddný. Tæknilega sé hún því sammála markmiðum Bjarna Benediktssonar en aðgerð sem þessari fylgdi að verð á matvælum, bókum og fleiri nauðsynjavörum hækkaði. „Það verða að vera sterkar mótvægisaðgerðir til að taka á þeim málum. Mér finnst líka mikilvægt að skoða samsetningu matarverðs í heildina tekið. Líka ofurtolla á landbúnaðarvörum,“ segir Oddný. Grípa þyrfti til mótvægisaðgerða t.d. með hækkun barnabóta og persónuafslætti. „En þær verða að vera traustar. Ég skil mjög vel tortryggni manna gagnvart því að nú eigi að hækka matarverð. Því þeir sem hafa minnst á milli handanna þola ekki að matarverð verði hærra hlutfall af útgjöldum,“ segir fjármálaráðherrann fyrrverandi. Vigdís Hauksdóttir sagði í fréttum okkar í gær að aðgerðir sem þessar flæktu málin af óþörfu og hækkun matarverðs myndi sömuleiðis hækka vísitölu neysluverðs og þar með húsnæðislán fólks. Oddný bendir á að t.d. í Danmörku sé eitt skattþrep en barnafólki bætt það upp með góðum barnabótum. En nú þurfa barnlausir og einstæðingar einnig að borða. Þeir sætu þá óbættir hjá garði? „Þess vegna duga barnabæturnar ekki einar og sér. Það þarf líka að koma í gegnum persónuafslátt tildæmis,“ segir Oddný. En þessi aðgerð myndi hafa áhrif á vísitölu verðlags og þar með húsnæðislán fólks. „Þetta er stór aðgerð og það þarf að fara yfir alla þessa hluti. Hvaða áhrif þetta myndi hafa á okkar samfélag, hag og kjör fólksins í landinu,“ segir Oddný G. Harðardóttir.
Mest lesið Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Neytendur Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Viðskipti innlent Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Viðskipti erlent „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Viðskipti innlent „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Viðskipti innlent Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Neytendur Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Vesturbæingar sólgnir í ís en Hafnfirðingar fara oftast í bíó Neytendur Trendin 2026: Gervigreindin mikilvæg og laun mögulega auglýst Atvinnulíf Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Fleiri fréttir „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Sjá meira
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent