Hef aldrei á ævinni verið svona veikur Tómas Þór Þórðarson skrifar 8. febrúar 2014 08:15 Jón Arnór og félagar í Zaragoza mæta stórliði Real Madrid í undanúrslitum spænska Konungsbikarsins í kvöld. Fréttablaðið/Stefán „Þessi vika er búin að vera sykursæt fyrir mig,“ segir Jón Arnór Stefánsson, landsliðsmaður í körfubolta, um síðustu daga í Málaga á Spáni þar sem lið hans CAI Zaragoza keppir í spænska Konungsbikarnum. Zaragoza-liðið gerði sér lítið fyrir og vann flottan sigur á heimamönnum í Málaga fyrir framan um 15.000 áhorfendur og mætir stórliði Real Madrid í undanúrslitum í dag. Jón Arnór var fárveikur í aðdraganda leiksins en spilaði samt í níu mínútur og skoraði þrjú stig.Algjörlega örmagna „Ég hef aldrei á ævinni verið svona veikur. Ég fékk svakalega slæman magavírus á þriðjudaginn og lá inni á spítala með næringu í æð allan miðvikudaginn. Ég hélt engu niðri og gat hvorki borðað né drukkið,“ segir Jón Arnór en allt var gert svo þessi öflugi leikmaður gæti beitt sér að einhverju leyti í leiknum. „Mér var tjaslað saman og ég settur á pillukúr til að stoppa þetta. Þetta er búið að vera rosalega erfitt en það var auðvitað svakalega gaman að vinna leikinn, sérstaklega eftir að vera undir svona lengi og auðvitað fyrir framan þeirra áhorfendur. Stemningin var alveg geðveik.“ Jón Arnór spilaði í níu mínútur í leiknum og það var meira en nóg. „Ég man voðalega lítið eftir seinni hálfleiknum, ég var svo örmagna. Við vorum mest 13 stigum undir en eftir að ég kom inn á fórum við að sigla fram úr. Við spiluðum alveg hörkuvörn. Við vorum komnir 6-7 stigum yfir þegar ég var tekinn út af og guð, hvað ég var feginn. Ég skreið nánast út af ég var svo örmagna. En strákarnir spiluðu frábærlega og kláruðu þetta,“ segir hann.Árshátíð körfuboltans Spænski Konungsbikarinn fer fram þegar deildakeppnin er hálfnuð en þá mæta átta efstu lið ACB-deildarinnar, þeirrar efstu á Spáni sem er sú sterkasta í Evrópu, á einn stað, að þessu sinni til Málaga, og afgreiða bikarinn á langri helgri. Mikil stemning myndast í kringum keppnina sem er ein sú stærsta og virtasta í Evrópu. „Það er ekki bara út af körfuboltanum sjálfum heldur líka því að þetta er hálfgerð árshátíð körfuboltans hérna. Hérna hittast allir umboðsmennirnir og aðrir viðskiptamenn og klára mikið af samningum og ræða körfubolta. Það er gaman að sjá öll þessi stóru andlit í hótelanddyrinu en öll liðin eru saman á hóteli. Svo er bara brjáluð stemning í bænum, auglýsingaskilti úti um allt og troðfull höll á öllum leikjum,“ segir Jón Arnór.Ætlum að njóta leiksins Við ramman reip verður að draga í undanúrslitaleiknum þar sem Zaragoza-menn mæta stórliði Real Madrid. Jón Arnór er mátulega bjartsýnn fyrir leikinn. „Það hefði verið skemmtilegra að mæta öðru liði og eiga séns á að komast í úrslitaleikinn. Við ætlum bara að njóta leiksins og njóta þess að spila við þá bestu. Real Madrid er með besta liðið í Evrópu í dag þannig að þetta verður rosalega erfitt. En við ætlum bara að sýna hvað við getum og halda höfðinu eins hátt og við getum,“ segir Jón Arnór Stefánsson. Körfubolti Mest lesið Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Handbolti „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Enski boltinn Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga Enski boltinn EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Handbolti „Það trompast allt þarna“ Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Fleiri fréttir Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli Sjá meira
„Þessi vika er búin að vera sykursæt fyrir mig,“ segir Jón Arnór Stefánsson, landsliðsmaður í körfubolta, um síðustu daga í Málaga á Spáni þar sem lið hans CAI Zaragoza keppir í spænska Konungsbikarnum. Zaragoza-liðið gerði sér lítið fyrir og vann flottan sigur á heimamönnum í Málaga fyrir framan um 15.000 áhorfendur og mætir stórliði Real Madrid í undanúrslitum í dag. Jón Arnór var fárveikur í aðdraganda leiksins en spilaði samt í níu mínútur og skoraði þrjú stig.Algjörlega örmagna „Ég hef aldrei á ævinni verið svona veikur. Ég fékk svakalega slæman magavírus á þriðjudaginn og lá inni á spítala með næringu í æð allan miðvikudaginn. Ég hélt engu niðri og gat hvorki borðað né drukkið,“ segir Jón Arnór en allt var gert svo þessi öflugi leikmaður gæti beitt sér að einhverju leyti í leiknum. „Mér var tjaslað saman og ég settur á pillukúr til að stoppa þetta. Þetta er búið að vera rosalega erfitt en það var auðvitað svakalega gaman að vinna leikinn, sérstaklega eftir að vera undir svona lengi og auðvitað fyrir framan þeirra áhorfendur. Stemningin var alveg geðveik.“ Jón Arnór spilaði í níu mínútur í leiknum og það var meira en nóg. „Ég man voðalega lítið eftir seinni hálfleiknum, ég var svo örmagna. Við vorum mest 13 stigum undir en eftir að ég kom inn á fórum við að sigla fram úr. Við spiluðum alveg hörkuvörn. Við vorum komnir 6-7 stigum yfir þegar ég var tekinn út af og guð, hvað ég var feginn. Ég skreið nánast út af ég var svo örmagna. En strákarnir spiluðu frábærlega og kláruðu þetta,“ segir hann.Árshátíð körfuboltans Spænski Konungsbikarinn fer fram þegar deildakeppnin er hálfnuð en þá mæta átta efstu lið ACB-deildarinnar, þeirrar efstu á Spáni sem er sú sterkasta í Evrópu, á einn stað, að þessu sinni til Málaga, og afgreiða bikarinn á langri helgri. Mikil stemning myndast í kringum keppnina sem er ein sú stærsta og virtasta í Evrópu. „Það er ekki bara út af körfuboltanum sjálfum heldur líka því að þetta er hálfgerð árshátíð körfuboltans hérna. Hérna hittast allir umboðsmennirnir og aðrir viðskiptamenn og klára mikið af samningum og ræða körfubolta. Það er gaman að sjá öll þessi stóru andlit í hótelanddyrinu en öll liðin eru saman á hóteli. Svo er bara brjáluð stemning í bænum, auglýsingaskilti úti um allt og troðfull höll á öllum leikjum,“ segir Jón Arnór.Ætlum að njóta leiksins Við ramman reip verður að draga í undanúrslitaleiknum þar sem Zaragoza-menn mæta stórliði Real Madrid. Jón Arnór er mátulega bjartsýnn fyrir leikinn. „Það hefði verið skemmtilegra að mæta öðru liði og eiga séns á að komast í úrslitaleikinn. Við ætlum bara að njóta leiksins og njóta þess að spila við þá bestu. Real Madrid er með besta liðið í Evrópu í dag þannig að þetta verður rosalega erfitt. En við ætlum bara að sýna hvað við getum og halda höfðinu eins hátt og við getum,“ segir Jón Arnór Stefánsson.
Körfubolti Mest lesið Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Handbolti „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Enski boltinn Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga Enski boltinn EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Handbolti „Það trompast allt þarna“ Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Fleiri fréttir Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli Sjá meira