Hef aldrei á ævinni verið svona veikur Tómas Þór Þórðarson skrifar 8. febrúar 2014 08:15 Jón Arnór og félagar í Zaragoza mæta stórliði Real Madrid í undanúrslitum spænska Konungsbikarsins í kvöld. Fréttablaðið/Stefán „Þessi vika er búin að vera sykursæt fyrir mig,“ segir Jón Arnór Stefánsson, landsliðsmaður í körfubolta, um síðustu daga í Málaga á Spáni þar sem lið hans CAI Zaragoza keppir í spænska Konungsbikarnum. Zaragoza-liðið gerði sér lítið fyrir og vann flottan sigur á heimamönnum í Málaga fyrir framan um 15.000 áhorfendur og mætir stórliði Real Madrid í undanúrslitum í dag. Jón Arnór var fárveikur í aðdraganda leiksins en spilaði samt í níu mínútur og skoraði þrjú stig.Algjörlega örmagna „Ég hef aldrei á ævinni verið svona veikur. Ég fékk svakalega slæman magavírus á þriðjudaginn og lá inni á spítala með næringu í æð allan miðvikudaginn. Ég hélt engu niðri og gat hvorki borðað né drukkið,“ segir Jón Arnór en allt var gert svo þessi öflugi leikmaður gæti beitt sér að einhverju leyti í leiknum. „Mér var tjaslað saman og ég settur á pillukúr til að stoppa þetta. Þetta er búið að vera rosalega erfitt en það var auðvitað svakalega gaman að vinna leikinn, sérstaklega eftir að vera undir svona lengi og auðvitað fyrir framan þeirra áhorfendur. Stemningin var alveg geðveik.“ Jón Arnór spilaði í níu mínútur í leiknum og það var meira en nóg. „Ég man voðalega lítið eftir seinni hálfleiknum, ég var svo örmagna. Við vorum mest 13 stigum undir en eftir að ég kom inn á fórum við að sigla fram úr. Við spiluðum alveg hörkuvörn. Við vorum komnir 6-7 stigum yfir þegar ég var tekinn út af og guð, hvað ég var feginn. Ég skreið nánast út af ég var svo örmagna. En strákarnir spiluðu frábærlega og kláruðu þetta,“ segir hann.Árshátíð körfuboltans Spænski Konungsbikarinn fer fram þegar deildakeppnin er hálfnuð en þá mæta átta efstu lið ACB-deildarinnar, þeirrar efstu á Spáni sem er sú sterkasta í Evrópu, á einn stað, að þessu sinni til Málaga, og afgreiða bikarinn á langri helgri. Mikil stemning myndast í kringum keppnina sem er ein sú stærsta og virtasta í Evrópu. „Það er ekki bara út af körfuboltanum sjálfum heldur líka því að þetta er hálfgerð árshátíð körfuboltans hérna. Hérna hittast allir umboðsmennirnir og aðrir viðskiptamenn og klára mikið af samningum og ræða körfubolta. Það er gaman að sjá öll þessi stóru andlit í hótelanddyrinu en öll liðin eru saman á hóteli. Svo er bara brjáluð stemning í bænum, auglýsingaskilti úti um allt og troðfull höll á öllum leikjum,“ segir Jón Arnór.Ætlum að njóta leiksins Við ramman reip verður að draga í undanúrslitaleiknum þar sem Zaragoza-menn mæta stórliði Real Madrid. Jón Arnór er mátulega bjartsýnn fyrir leikinn. „Það hefði verið skemmtilegra að mæta öðru liði og eiga séns á að komast í úrslitaleikinn. Við ætlum bara að njóta leiksins og njóta þess að spila við þá bestu. Real Madrid er með besta liðið í Evrópu í dag þannig að þetta verður rosalega erfitt. En við ætlum bara að sýna hvað við getum og halda höfðinu eins hátt og við getum,“ segir Jón Arnór Stefánsson. Körfubolti Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Körfubolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Fótbolti „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ Körfubolti „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ Körfubolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Fleiri fréttir Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Sjá meira
„Þessi vika er búin að vera sykursæt fyrir mig,“ segir Jón Arnór Stefánsson, landsliðsmaður í körfubolta, um síðustu daga í Málaga á Spáni þar sem lið hans CAI Zaragoza keppir í spænska Konungsbikarnum. Zaragoza-liðið gerði sér lítið fyrir og vann flottan sigur á heimamönnum í Málaga fyrir framan um 15.000 áhorfendur og mætir stórliði Real Madrid í undanúrslitum í dag. Jón Arnór var fárveikur í aðdraganda leiksins en spilaði samt í níu mínútur og skoraði þrjú stig.Algjörlega örmagna „Ég hef aldrei á ævinni verið svona veikur. Ég fékk svakalega slæman magavírus á þriðjudaginn og lá inni á spítala með næringu í æð allan miðvikudaginn. Ég hélt engu niðri og gat hvorki borðað né drukkið,“ segir Jón Arnór en allt var gert svo þessi öflugi leikmaður gæti beitt sér að einhverju leyti í leiknum. „Mér var tjaslað saman og ég settur á pillukúr til að stoppa þetta. Þetta er búið að vera rosalega erfitt en það var auðvitað svakalega gaman að vinna leikinn, sérstaklega eftir að vera undir svona lengi og auðvitað fyrir framan þeirra áhorfendur. Stemningin var alveg geðveik.“ Jón Arnór spilaði í níu mínútur í leiknum og það var meira en nóg. „Ég man voðalega lítið eftir seinni hálfleiknum, ég var svo örmagna. Við vorum mest 13 stigum undir en eftir að ég kom inn á fórum við að sigla fram úr. Við spiluðum alveg hörkuvörn. Við vorum komnir 6-7 stigum yfir þegar ég var tekinn út af og guð, hvað ég var feginn. Ég skreið nánast út af ég var svo örmagna. En strákarnir spiluðu frábærlega og kláruðu þetta,“ segir hann.Árshátíð körfuboltans Spænski Konungsbikarinn fer fram þegar deildakeppnin er hálfnuð en þá mæta átta efstu lið ACB-deildarinnar, þeirrar efstu á Spáni sem er sú sterkasta í Evrópu, á einn stað, að þessu sinni til Málaga, og afgreiða bikarinn á langri helgri. Mikil stemning myndast í kringum keppnina sem er ein sú stærsta og virtasta í Evrópu. „Það er ekki bara út af körfuboltanum sjálfum heldur líka því að þetta er hálfgerð árshátíð körfuboltans hérna. Hérna hittast allir umboðsmennirnir og aðrir viðskiptamenn og klára mikið af samningum og ræða körfubolta. Það er gaman að sjá öll þessi stóru andlit í hótelanddyrinu en öll liðin eru saman á hóteli. Svo er bara brjáluð stemning í bænum, auglýsingaskilti úti um allt og troðfull höll á öllum leikjum,“ segir Jón Arnór.Ætlum að njóta leiksins Við ramman reip verður að draga í undanúrslitaleiknum þar sem Zaragoza-menn mæta stórliði Real Madrid. Jón Arnór er mátulega bjartsýnn fyrir leikinn. „Það hefði verið skemmtilegra að mæta öðru liði og eiga séns á að komast í úrslitaleikinn. Við ætlum bara að njóta leiksins og njóta þess að spila við þá bestu. Real Madrid er með besta liðið í Evrópu í dag þannig að þetta verður rosalega erfitt. En við ætlum bara að sýna hvað við getum og halda höfðinu eins hátt og við getum,“ segir Jón Arnór Stefánsson.
Körfubolti Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Körfubolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Fótbolti „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ Körfubolti „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ Körfubolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Fleiri fréttir Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Sjá meira