NBA í nótt: 48 stig hjá Durant dugðu ekki til Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 8. janúar 2014 09:02 Tólf leikir fóru fram í NBA-deildinni í nótt en þar bar meðal annars hæst að Golden State Warriors vann sinn tíunda leik í röð. Þá tapaði Oklahoma City, efsta lið Vesturdeildarinnar, fyrir Utah á útivelli, 112-101, þrátt fyrir magnaða frammistöðu Kevin Durant. Hann skoraði 48 stig fyrir gestina en mátti sætta sig við tap.Gordon Hayward átti ekki síður góðan leik en hann bætti persónulegt met með því að skora 37 stig, þar af síðustu sautján stig Utah í leiknum. Hayward nýtti þrettán af sextán skotum sínum utan af velli og var þar að auki með ellefu fráköst og sjö stoðsendingar. Oklahoma City hafði unnið átta útileiki í röð og náði að minnka muninn í fimm stig, 99-94. En þá komu fimm körfur í röð frá Hayward sem gerði þar með út um leikinn.San Antonio vann Memphis, 110-108, í framlengdum leik og jafnaði þar með árangur Oklahoma City. Liðin deila því efsta sæti vesturdeildarinnar.Manu Ginobili tryggði San Antonio sigurinn með því að skora þegar 1,8 sekúnda var eftir af framlengingunni. Tim Duncan skoraði 24 stig fyrir San Antonio en Mike Conley 30 stig fyrir Memphis.Golden State vann Milwaukee, 101-80. David Lee var með 22 stig og átján fráköst í sigri sinna manna en Golden State hefur ekki átt svo langa sigurgöngu síðan 1975.Stephen Curry var með fimmtán stig en hitti illa - hann nýtti aðeins fimm af átján skotum sínum. Klay Thompson var einnig með fimmtán stig í leiknum.Cleveland vann Philadelphia, 111-93, þar sem CJ Miles bætti félagsmet með því að setja niður tíu þrista í leiknum. Hann skoraði alls 34 stig og fór fyrir sínum mönnum.Sacramento vann Portland, 123-119. DeMarcus Cousins var með 35 stig og þrettán fráköst og Rudy Gay bætti við 32 stigum. Tvö efstu lið Austurdeildarinnar, Indiana og Miami, unnu bæði sína leiki í nótt og eru þau með væna forystu á næstu lið.Úrslit næturinnar: Charlotte - Washington 83-97 Cleveland - Philadelphia 111-93 Indiana - Toronto 86-79 Miami - New Orleans 107-88 New York - Detroit 89-85 Phoenix - Chicago 92-87 Memphis - San Antonio 108-110 Milwaukee - Golden State 80-101 Dallas - LA Lakers 110-97 Denver - Boston 129-98 Utah - Oklahoma City 112-101 Sacramento - Portland 123-119 NBA Mest lesið Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Formúla 1 Vildi ekki að börnin sín myndu alast upp í Englandi Enski boltinn Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Handbolti Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Körfubolti Sigurbjörn hættur: „Árangurinn hefur verið stórkostlegur“ Sport Eina árið sem KR féll: Stjörnustríð, Elvis kvaddi og SÁÁ komið á fót Íslenski boltinn Vann Littler og keppir á HM í fyrsta sinn Sport Sjáðu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Man. Utd Enski boltinn Í beinni: Keflavík - Stjarnan | Meistararnir í Sláturhúsinu Körfubolti Zaha segir ásakanir Mateta ógeðslegar Enski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Í beinni: Keflavík - Stjarnan | Meistararnir í Sláturhúsinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Sjá meira
Tólf leikir fóru fram í NBA-deildinni í nótt en þar bar meðal annars hæst að Golden State Warriors vann sinn tíunda leik í röð. Þá tapaði Oklahoma City, efsta lið Vesturdeildarinnar, fyrir Utah á útivelli, 112-101, þrátt fyrir magnaða frammistöðu Kevin Durant. Hann skoraði 48 stig fyrir gestina en mátti sætta sig við tap.Gordon Hayward átti ekki síður góðan leik en hann bætti persónulegt met með því að skora 37 stig, þar af síðustu sautján stig Utah í leiknum. Hayward nýtti þrettán af sextán skotum sínum utan af velli og var þar að auki með ellefu fráköst og sjö stoðsendingar. Oklahoma City hafði unnið átta útileiki í röð og náði að minnka muninn í fimm stig, 99-94. En þá komu fimm körfur í röð frá Hayward sem gerði þar með út um leikinn.San Antonio vann Memphis, 110-108, í framlengdum leik og jafnaði þar með árangur Oklahoma City. Liðin deila því efsta sæti vesturdeildarinnar.Manu Ginobili tryggði San Antonio sigurinn með því að skora þegar 1,8 sekúnda var eftir af framlengingunni. Tim Duncan skoraði 24 stig fyrir San Antonio en Mike Conley 30 stig fyrir Memphis.Golden State vann Milwaukee, 101-80. David Lee var með 22 stig og átján fráköst í sigri sinna manna en Golden State hefur ekki átt svo langa sigurgöngu síðan 1975.Stephen Curry var með fimmtán stig en hitti illa - hann nýtti aðeins fimm af átján skotum sínum. Klay Thompson var einnig með fimmtán stig í leiknum.Cleveland vann Philadelphia, 111-93, þar sem CJ Miles bætti félagsmet með því að setja niður tíu þrista í leiknum. Hann skoraði alls 34 stig og fór fyrir sínum mönnum.Sacramento vann Portland, 123-119. DeMarcus Cousins var með 35 stig og þrettán fráköst og Rudy Gay bætti við 32 stigum. Tvö efstu lið Austurdeildarinnar, Indiana og Miami, unnu bæði sína leiki í nótt og eru þau með væna forystu á næstu lið.Úrslit næturinnar: Charlotte - Washington 83-97 Cleveland - Philadelphia 111-93 Indiana - Toronto 86-79 Miami - New Orleans 107-88 New York - Detroit 89-85 Phoenix - Chicago 92-87 Memphis - San Antonio 108-110 Milwaukee - Golden State 80-101 Dallas - LA Lakers 110-97 Denver - Boston 129-98 Utah - Oklahoma City 112-101 Sacramento - Portland 123-119
NBA Mest lesið Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Formúla 1 Vildi ekki að börnin sín myndu alast upp í Englandi Enski boltinn Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Handbolti Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Körfubolti Sigurbjörn hættur: „Árangurinn hefur verið stórkostlegur“ Sport Eina árið sem KR féll: Stjörnustríð, Elvis kvaddi og SÁÁ komið á fót Íslenski boltinn Vann Littler og keppir á HM í fyrsta sinn Sport Sjáðu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Man. Utd Enski boltinn Í beinni: Keflavík - Stjarnan | Meistararnir í Sláturhúsinu Körfubolti Zaha segir ásakanir Mateta ógeðslegar Enski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Í beinni: Keflavík - Stjarnan | Meistararnir í Sláturhúsinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Sjá meira