Vill hvetja félagsmenn VR til að hafna kjarasamningum Stefán Árni Pálsson skrifar 8. janúar 2014 15:59 Ragnar Þór Ingólfsson, stjórnarmaður í VR. mynd/aðsend Ragnar Þór Ingólfsson, stjórnarmaður í VR, vill meina að forsendur fyrir nýjum kjarasamningum séu brostnar. Ragnar tjáir sig um málið á fésbókarsíðu sinni en hann mun ekki vera sáttur við orðræðu Gylfa Arnbjörnssonar, forseta ASÍ, í Kastljósinu í gær þegar hann átti í kappræðum við Vilhjálmur Birgisson, formaður verkalýðsfélags Akraness. Vilhjálmur vildi meina í Kastljósinu í gær að umræddir kjarasamningar sé til marks um kjarkleysi og aumingjadóm verkalýðsforystunnar. „Mín skoðun er sú að við höfum verið illilega tekin í bólinu. Mun væntanlega leggja fram tillögu á stjórnarfundi VR í kvöld um að stjórnin hvetji félagsmenn sína til að hafna nýgerðum kjarasamningi. Ástæðan er ekki endilega sú að Gylfi Arnbjörns hefur sungið sitt síðasta í eyru launafólks með framkomu sinni síðustu vikur sem hann toppaði með eftirminnilegum hætti í gærkvöldi,“ segir á fésbókarsíðu Ragnars. Ragnar vill meina að ástæðan sé aðallega sú að allar forsendur fyrir aðfararsamningnum hafi nú þegar við brostnar eða við það að bresta. „Samanber framkomu stórfyrirtækja með kaupaukakerfi og ofurlaunum lykilstjórnenda með stjórnir lífeyrissjóða á bakvið sig, hækkanir byrgja sem nú liggja fyrir, hækkanir á rafmagni, sykurskatti og öðrum neysluskatti. Það stendur ekki steinn yfir steini og blekið ekki þornað.“ „Ég hef verið að fara yfir verðskrár erlendra byrgja og eru hækkanir á erlendum innkaupsverðum fyrir þetta ár frá bilinu 6-10% og hærra. Framkvæmdastjóri Hagkaupa benti á eftirfarandi hækkanir, Emmess ís 4,5% - Hámark orkudrykkur 5% - Freyju nammi 7% - Brúnegg 4,2% - Lýsi 4%. Rafmagnið 4,5% og svo mætti því miður lengi telja. Þetta er dapur vitnisburður um enn eitt bullið sem launafólk er alið á þegar kemur að loforðum ASÍ/SA um að allir taki nú þátt í að verja stöðugleika og kaupmátt. Algjörlega innihaldslaus loforð eins og venjulega.“ Mest lesið Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Sýn tilnefnt sem Besta íslenska vörumerkið 2025 Samstarf Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Neytendur Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Fleiri fréttir Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Sjá meira
Ragnar Þór Ingólfsson, stjórnarmaður í VR, vill meina að forsendur fyrir nýjum kjarasamningum séu brostnar. Ragnar tjáir sig um málið á fésbókarsíðu sinni en hann mun ekki vera sáttur við orðræðu Gylfa Arnbjörnssonar, forseta ASÍ, í Kastljósinu í gær þegar hann átti í kappræðum við Vilhjálmur Birgisson, formaður verkalýðsfélags Akraness. Vilhjálmur vildi meina í Kastljósinu í gær að umræddir kjarasamningar sé til marks um kjarkleysi og aumingjadóm verkalýðsforystunnar. „Mín skoðun er sú að við höfum verið illilega tekin í bólinu. Mun væntanlega leggja fram tillögu á stjórnarfundi VR í kvöld um að stjórnin hvetji félagsmenn sína til að hafna nýgerðum kjarasamningi. Ástæðan er ekki endilega sú að Gylfi Arnbjörns hefur sungið sitt síðasta í eyru launafólks með framkomu sinni síðustu vikur sem hann toppaði með eftirminnilegum hætti í gærkvöldi,“ segir á fésbókarsíðu Ragnars. Ragnar vill meina að ástæðan sé aðallega sú að allar forsendur fyrir aðfararsamningnum hafi nú þegar við brostnar eða við það að bresta. „Samanber framkomu stórfyrirtækja með kaupaukakerfi og ofurlaunum lykilstjórnenda með stjórnir lífeyrissjóða á bakvið sig, hækkanir byrgja sem nú liggja fyrir, hækkanir á rafmagni, sykurskatti og öðrum neysluskatti. Það stendur ekki steinn yfir steini og blekið ekki þornað.“ „Ég hef verið að fara yfir verðskrár erlendra byrgja og eru hækkanir á erlendum innkaupsverðum fyrir þetta ár frá bilinu 6-10% og hærra. Framkvæmdastjóri Hagkaupa benti á eftirfarandi hækkanir, Emmess ís 4,5% - Hámark orkudrykkur 5% - Freyju nammi 7% - Brúnegg 4,2% - Lýsi 4%. Rafmagnið 4,5% og svo mætti því miður lengi telja. Þetta er dapur vitnisburður um enn eitt bullið sem launafólk er alið á þegar kemur að loforðum ASÍ/SA um að allir taki nú þátt í að verja stöðugleika og kaupmátt. Algjörlega innihaldslaus loforð eins og venjulega.“
Mest lesið Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Sýn tilnefnt sem Besta íslenska vörumerkið 2025 Samstarf Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Neytendur Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Fleiri fréttir Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Sjá meira
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent