Halda stýrivöxtum óbreyttum Stefán Árni Pálsson skrifar 11. júní 2014 09:59 Már Guðmundsson, núverandi Seðlabankastjóri. Vísir/GVA Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að halda vöxtum bankans óbreyttum en þetta kemur fram í yfirlýsingu peningastefnunefndar. Samkvæmt nýbirtum þjóðhagsreikningum Hagstofu Íslands virðist vöxtur innlendrar eftirspurnar hafa verið ívið meiri á fyrsta fjórðungi ársins en spáð hafði verið í maíhefti Peningamála. Fram kemur í tilkynningunni frá Seðlabanka Íslands að hagvöxtur virðist hafa verið töluvert minni en þar var spáð sem skýrist einkum af miklum innflutningi þjónustu. Samkvæmt Seðlabankanum hefur verðbólga verið við markmið síðustu mánuði og samkvæmt maíspá bankans er talið að svo verði fram á næsta ár þegar hún eykst vegna framleiðsluspennu. „Verðbólguvæntingar eitt til tvö ár fram í tímann hafa lækkað að undanförnu í takt við hjöðnun verðbólgu en verðbólguvæntingar til langs tíma eru enn nokkuð yfir markmiði,“ segir í yfirlýsingu frá Seðlabankanum. Gjaldeyrisviðskipti Seðlabankans undanfarið ár hafa stuðlað að auknum stöðugleika krónunnar og hefur bankinn keypt gjaldeyri verulega umfram það sem hann hefur selt á síðustu mánuðum og framundan er það tímabil ársins þar sem gjaldeyrisinnstreymi er jafnan tiltölulega mikið. „Því hefur verið ákveðið að taka upp regluleg gjaldeyriskaup á ný. Umfang þeirra verður endurmetið í haust eða fyrr ef aðstæður breytast umtalsvert. Eftir sem áður mun Seðlabankinn beita óreglulegum inngripum í því skyni að draga úr sveiflum í gengi krónunnar.“ Hjöðnun verðbólgu og verðbólguvæntinga feli í sér að raunvextir bankans hafa hækkað þó nokkuð það sem af er þessu ári. Slakinn í taumhaldi peningastefnunnar er því líklega horfinn. Óvissa er um hverjir séu jafnvægisvextir Seðlabankans, en líklegt er að aukinn vöxtur innlendrar eftirspurnar á komandi misserum muni að öðru óbreyttu krefjast þess að raunvextir Seðlabankans hækki frekar. Mest lesið Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Viðskipti innlent Tekjur jukust um helming milli ára Viðskipti innlent Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Viðskipti erlent Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Viðskipti innlent HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Viðskipti innlent „Þær eru bara of dýrar“ Neytendur Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Sjá meira
Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að halda vöxtum bankans óbreyttum en þetta kemur fram í yfirlýsingu peningastefnunefndar. Samkvæmt nýbirtum þjóðhagsreikningum Hagstofu Íslands virðist vöxtur innlendrar eftirspurnar hafa verið ívið meiri á fyrsta fjórðungi ársins en spáð hafði verið í maíhefti Peningamála. Fram kemur í tilkynningunni frá Seðlabanka Íslands að hagvöxtur virðist hafa verið töluvert minni en þar var spáð sem skýrist einkum af miklum innflutningi þjónustu. Samkvæmt Seðlabankanum hefur verðbólga verið við markmið síðustu mánuði og samkvæmt maíspá bankans er talið að svo verði fram á næsta ár þegar hún eykst vegna framleiðsluspennu. „Verðbólguvæntingar eitt til tvö ár fram í tímann hafa lækkað að undanförnu í takt við hjöðnun verðbólgu en verðbólguvæntingar til langs tíma eru enn nokkuð yfir markmiði,“ segir í yfirlýsingu frá Seðlabankanum. Gjaldeyrisviðskipti Seðlabankans undanfarið ár hafa stuðlað að auknum stöðugleika krónunnar og hefur bankinn keypt gjaldeyri verulega umfram það sem hann hefur selt á síðustu mánuðum og framundan er það tímabil ársins þar sem gjaldeyrisinnstreymi er jafnan tiltölulega mikið. „Því hefur verið ákveðið að taka upp regluleg gjaldeyriskaup á ný. Umfang þeirra verður endurmetið í haust eða fyrr ef aðstæður breytast umtalsvert. Eftir sem áður mun Seðlabankinn beita óreglulegum inngripum í því skyni að draga úr sveiflum í gengi krónunnar.“ Hjöðnun verðbólgu og verðbólguvæntinga feli í sér að raunvextir bankans hafa hækkað þó nokkuð það sem af er þessu ári. Slakinn í taumhaldi peningastefnunnar er því líklega horfinn. Óvissa er um hverjir séu jafnvægisvextir Seðlabankans, en líklegt er að aukinn vöxtur innlendrar eftirspurnar á komandi misserum muni að öðru óbreyttu krefjast þess að raunvextir Seðlabankans hækki frekar.
Mest lesið Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Viðskipti innlent Tekjur jukust um helming milli ára Viðskipti innlent Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Viðskipti erlent Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Viðskipti innlent HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Viðskipti innlent „Þær eru bara of dýrar“ Neytendur Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun