„Að öllum líkindum spretta upp nýjar síður“ Stefán Árni Pálsson skrifar 14. október 2014 15:26 Guðrún Björk Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri STEF. visir/aðsend/getty „Þetta hefur verið löng og ströng barátta hjá okkur,“ segir Guðrún Björk Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri STEF. Héraðsdómur Reykjavíkur hefur kveðið upp úrskurð í máli Sambands tónskálda og eigenda flutningsréttar, STEF, gegn fjarskiptafyrirtækjunum Vodafone og Hringdu. Þar kemur fram að lagt sé fyrir Sýslumanninn í Reykjavík að leggja lögbann á að umrædd fjarskiptafyrirtæki geti veitt viðskiptamönnum sínum aðgang að vefsíðunum www.deildu.net, www.deildu.com, www.thepiratebay.se, www. thepiratebay.sx og www.thepiratebay.org. „Vonandi mun þessi úrskurður gera það að verkum að aðgangi að tveimur stærstu deilisíðum sem Íslendingar sækja verði lokað. Ekki bara hjá þeim fyrirtækjum sem úrskurðurinn beinist að heldur einnig hjá öðrum íslenskum fjarskiptafyrirtækjum. Við teljum þennan úrskurð vera fordæmisgefandi sem þýðir að önnur fjarskiptafyrirtæki þurfa að fylgja í kjölfarið.“ Guðrún gerir sér fyllilega grein fyrir því að samtökin munu aldrei ná alfarið að stöðva ólöglegt niðurhal hér á landi. „Við náum aldrei endanlegum sigri í baráttunni og við erum það skynsamt fólk að við gerum okkur grein fyrir því að það munu að öllum líkindum spretta upp nýjar síður. Það hefur samt sýnt sig erlendis að þegar farið hefur verið í sambærilegar aðgerðir að aðsókn inn á svona síður hefur dregist verulega saman. Það verður því aðeins erfiðara fyrir fólk að nálgast efnið og brotaviljinn því meiri.“ Guðrún vonast til þess að svona mál verði auðveldari í dómskerfinu með þessu fordæmi. „Vonandi þurfum við ekki að standa í dómsmáli sem tekur eins langan tíma og þetta,“ segir Guðrún en upphaflega lagði STEF, ásamt öðrum rétthafasamtökum, fram lögbannskröfuna 6. september árið 2013. Tengdar fréttir Kröfu um lokun á Deildu.net og Piratebay vísað frá dómi „Málunum var vísað frá vegna formsatriða,“ segir lögmaður samtakanna. 19. mars 2014 16:30 STEF getur gert lögbannskröfur á fjarskiptafyrirtæki Hæstiréttur felldi í dag úr gildi hluta úrskurðar Héraðsdóms Reykjavíkur um að vísa frá dómi lögbannskröfu fjögurra réttahafasamtaka gegn fimm fjarskiptafyrirtækjum. 29. apríl 2014 17:44 Lokað á Deildu.net Héraðsdómur Reykjavíkur hefur kveðið upp úrskurðar Sambands tónskálda og eigenda flutningsréttar, STEF, gegn fjarskiptafyrirtækjunum Vodafone og Hringdu. 14. október 2014 14:31 Mest lesið „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Ráðin markaðsstjóri Prís Viðskipti innlent Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Viðskipti erlent Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Viðskipti innlent Stefna á gervigreindarver við Húsavík Viðskipti innlent Arnar og Eiríkur til Fossa Viðskipti innlent Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Viðskipti innlent Að púsla saman vinnu, aukavinnu og lífinu Atvinnulíf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Viðskipti innlent Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Sjá meira
„Þetta hefur verið löng og ströng barátta hjá okkur,“ segir Guðrún Björk Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri STEF. Héraðsdómur Reykjavíkur hefur kveðið upp úrskurð í máli Sambands tónskálda og eigenda flutningsréttar, STEF, gegn fjarskiptafyrirtækjunum Vodafone og Hringdu. Þar kemur fram að lagt sé fyrir Sýslumanninn í Reykjavík að leggja lögbann á að umrædd fjarskiptafyrirtæki geti veitt viðskiptamönnum sínum aðgang að vefsíðunum www.deildu.net, www.deildu.com, www.thepiratebay.se, www. thepiratebay.sx og www.thepiratebay.org. „Vonandi mun þessi úrskurður gera það að verkum að aðgangi að tveimur stærstu deilisíðum sem Íslendingar sækja verði lokað. Ekki bara hjá þeim fyrirtækjum sem úrskurðurinn beinist að heldur einnig hjá öðrum íslenskum fjarskiptafyrirtækjum. Við teljum þennan úrskurð vera fordæmisgefandi sem þýðir að önnur fjarskiptafyrirtæki þurfa að fylgja í kjölfarið.“ Guðrún gerir sér fyllilega grein fyrir því að samtökin munu aldrei ná alfarið að stöðva ólöglegt niðurhal hér á landi. „Við náum aldrei endanlegum sigri í baráttunni og við erum það skynsamt fólk að við gerum okkur grein fyrir því að það munu að öllum líkindum spretta upp nýjar síður. Það hefur samt sýnt sig erlendis að þegar farið hefur verið í sambærilegar aðgerðir að aðsókn inn á svona síður hefur dregist verulega saman. Það verður því aðeins erfiðara fyrir fólk að nálgast efnið og brotaviljinn því meiri.“ Guðrún vonast til þess að svona mál verði auðveldari í dómskerfinu með þessu fordæmi. „Vonandi þurfum við ekki að standa í dómsmáli sem tekur eins langan tíma og þetta,“ segir Guðrún en upphaflega lagði STEF, ásamt öðrum rétthafasamtökum, fram lögbannskröfuna 6. september árið 2013.
Tengdar fréttir Kröfu um lokun á Deildu.net og Piratebay vísað frá dómi „Málunum var vísað frá vegna formsatriða,“ segir lögmaður samtakanna. 19. mars 2014 16:30 STEF getur gert lögbannskröfur á fjarskiptafyrirtæki Hæstiréttur felldi í dag úr gildi hluta úrskurðar Héraðsdóms Reykjavíkur um að vísa frá dómi lögbannskröfu fjögurra réttahafasamtaka gegn fimm fjarskiptafyrirtækjum. 29. apríl 2014 17:44 Lokað á Deildu.net Héraðsdómur Reykjavíkur hefur kveðið upp úrskurðar Sambands tónskálda og eigenda flutningsréttar, STEF, gegn fjarskiptafyrirtækjunum Vodafone og Hringdu. 14. október 2014 14:31 Mest lesið „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Ráðin markaðsstjóri Prís Viðskipti innlent Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Viðskipti erlent Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Viðskipti innlent Stefna á gervigreindarver við Húsavík Viðskipti innlent Arnar og Eiríkur til Fossa Viðskipti innlent Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Viðskipti innlent Að púsla saman vinnu, aukavinnu og lífinu Atvinnulíf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Viðskipti innlent Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Sjá meira
Kröfu um lokun á Deildu.net og Piratebay vísað frá dómi „Málunum var vísað frá vegna formsatriða,“ segir lögmaður samtakanna. 19. mars 2014 16:30
STEF getur gert lögbannskröfur á fjarskiptafyrirtæki Hæstiréttur felldi í dag úr gildi hluta úrskurðar Héraðsdóms Reykjavíkur um að vísa frá dómi lögbannskröfu fjögurra réttahafasamtaka gegn fimm fjarskiptafyrirtækjum. 29. apríl 2014 17:44
Lokað á Deildu.net Héraðsdómur Reykjavíkur hefur kveðið upp úrskurðar Sambands tónskálda og eigenda flutningsréttar, STEF, gegn fjarskiptafyrirtækjunum Vodafone og Hringdu. 14. október 2014 14:31