Stjórnendur Haga fullyrða að álagning fyrirtækisins fyrir fyrsta ársfjórðung sem lauk í lok maímánaðar í samanburði við álagningu á fyrsta ársfjórðungi á síðasta ári hafi verið sú sama. Þetta segir í tilkynningu sem stjórnendur sendu frá sér í ljósi umfjöllunar
undanfarna daga um samspil gengisbreytinga og verðlagsbreytinga á dagvörumarkaði.
Þá segir í tilkynningunni að framlegð Haga á síðasta rekstrarári hafi verið 0,2% hærri en árið á undan, en 0,5% lægri en til að mynda árin 2009 til 2011. „Undanfarin ár hefur álagning félagsins því verið stöðug í samanburði við miklar gengissveiflur íslensku krónunnar,“ segir í tilkynningunni.
Stjórnendur Haga hafna því alfarið fullyrðingum um að styrking krónunnar hafi ekki skilað sér í lægra vöruverði
„Því ef verslanir Haga hefðu haldið eftir, þó ekki væri nema hluta af styrkingu íslensku krónunnar á umræddu tímabili, þá hefði það strax komið fram í hærri framlegð félagsins á fyrsta ársfjórðungi,“ segja þeir.
Segjast hafa lækkað vöruverð
