Er skólakerfið á niðurleið? Jóhann Björnsson skrifar 10. október 2014 15:44 Gagnrýnin umræða um skólamál er nauðsynleg ef við viljum metnaðarfullt menntakerfi. Því miður hefur skort á gagnrýna umfjöllun sem dregur fram það sem vel er gert og það sem bæta má. Fjölmiðlaumræðan er of einsleit. Henni er stýrt af fólki sem oft skortir gagnrýna hugsun og heldur því fram að skólakerfið sé á niðurleið. Fjölmiðlar virðast leita að viðmælendum sem tala í frösum og sjá hag sinn í því að alhæfa um aðra burtséð frá sannleiksgildi alhæfinganna. Í Morgunblaðinu 14. september ræddi Kolbrún Bergþórsdóttir við Margréti Pálu Ólafsdóttur. Hvergi vottaði fyrir gagnrýninni spurningu um sjónarmið viðmælandans né var gerð tilraun til að dýpka skilning lesandans á viðfangsefninu. Margrét Pála fullyrti um aðra kennara og störf þeirra án fullnægjandi rökstuðnings, þannig að ætla mætti að þeir væru allir eins, jafn óskiljanlegir nemendum og geimverur en ekki manneskjur af holdi og blóði. Að kennsla þeirra fælist í 40 mínútna lotum uppi við töflu eingöngu, þar sem ætlast væri til að nemendur tileinkuðu sér visku þeirra og þekkingu sem þeir svo hefðu litlar eða engar forsendur til að skilja. Þannig væru börnin eyðilögð í stað þess að auka þroska þeirra og þau sem ekki næðu tökum á „visku“ kennaranna yrðu fyrir enn frekara niðurbroti með því að vera send í aukatíma gagngert til að upplifa tilgangsleysi lífsins. Börnin eru brotin niður til að vilji kennaranna fái að njóta sín. Þetta ástand verður síðan til þess að foreldrar þessara ólánsömu barna senda þau í annað skólakerfi þar sem kærleikur, jákvæðni og gleði ræður ríkjum og kennararnir taka á móti börnunum af innilegri hjartagæsku.Mikil einföldun Mikil einföldun á sér stað í greininni og því er eftirfarandi áréttað: -Skólar eru misjafnir. Sumir binda sig við 40 mínútna lotur og aðrir ekki. Eru 40 mínútna vinnulotur endilega verri en önnur tímalengd vinnulotu? Um það eru skiptar skoðanir. -Kennsluhættir í skólum eru fjölmargir. Töflukennsla er bara einn af þeim en ekki sá eini. Sumir kenna í blönduðum hópum, aðrir í getuskiptum eða kynjaskiptum, sumir kenna úti og aðrir inni o.s.frv. Það er heldur ekkert nýtt að börn með einbeitingarörðugleika skipti um viðfangsefni eða fari út í stutta stund. -Skólar hafa allnokkuð frelsi þegar kemur að starfsháttum og námsframboði, eins og framboð af valgreinum ber víða vitni um. -Það er mannkostur í fari kennara að gefast ekki upp á nemendum sínum, að alhæfa ekki um að þeir muni aldrei getað náð tökum á ákveðinni færni eða námsefni. Hverjum kennara er hollt að rata meðalhófið á milli tvennra öfga í anda Aristótelesar, annars vegar að þrjóskast við að kenna án þess að forsendur séu fyrir árangri eða hins vegar að gefast of auðveldlega upp á að kenna einstaka nemendum eins og mælt er með í umræddu viðtali. -Enginn veit sína ævi fyrr en öll er. Fyrrverandi landsliðsmaður í sundi átti sem barn mjög erfitt með sund. Í höndum góðs sundkennara varð hann landsliðsmaður 12 árum síðar. Túlka hefði mátt starf sundkennarans þannig að hann væri að eyðileggja barnið með því að troða í það námsefni sem það myndi aldrei tileinka sér. Höfum í huga orð heimspekingsins JP Sartre: manneskjan er ekki neitt eitt ákveðið, fast og óumbreytanlegt, heldur verðandi, síbreytileg með endalausa möguleika. Dæmum ekki né stimplum börn þó tímabundnir erfiðleikar í námi eigi sér stað. -Kennarar eru ólíkir og misjafnlega kærleiksríkir, glaðir og þolinmóðir. Þeir eru misfærir í sínu fagi. Þó skólakerfi skipi öllum gleði eða aðrar dyggðir þá breytir kerfi ekki karakter fólks. Í skólunum starfar fólk sem „kennir sjálft“ sig meira en nokkuð annað og fólk er misjafnt. Þannig er nú einu sinni lífið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 05.07.2025 Jón Ísak Ragnarsson Halldór Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Sjá meira
Gagnrýnin umræða um skólamál er nauðsynleg ef við viljum metnaðarfullt menntakerfi. Því miður hefur skort á gagnrýna umfjöllun sem dregur fram það sem vel er gert og það sem bæta má. Fjölmiðlaumræðan er of einsleit. Henni er stýrt af fólki sem oft skortir gagnrýna hugsun og heldur því fram að skólakerfið sé á niðurleið. Fjölmiðlar virðast leita að viðmælendum sem tala í frösum og sjá hag sinn í því að alhæfa um aðra burtséð frá sannleiksgildi alhæfinganna. Í Morgunblaðinu 14. september ræddi Kolbrún Bergþórsdóttir við Margréti Pálu Ólafsdóttur. Hvergi vottaði fyrir gagnrýninni spurningu um sjónarmið viðmælandans né var gerð tilraun til að dýpka skilning lesandans á viðfangsefninu. Margrét Pála fullyrti um aðra kennara og störf þeirra án fullnægjandi rökstuðnings, þannig að ætla mætti að þeir væru allir eins, jafn óskiljanlegir nemendum og geimverur en ekki manneskjur af holdi og blóði. Að kennsla þeirra fælist í 40 mínútna lotum uppi við töflu eingöngu, þar sem ætlast væri til að nemendur tileinkuðu sér visku þeirra og þekkingu sem þeir svo hefðu litlar eða engar forsendur til að skilja. Þannig væru börnin eyðilögð í stað þess að auka þroska þeirra og þau sem ekki næðu tökum á „visku“ kennaranna yrðu fyrir enn frekara niðurbroti með því að vera send í aukatíma gagngert til að upplifa tilgangsleysi lífsins. Börnin eru brotin niður til að vilji kennaranna fái að njóta sín. Þetta ástand verður síðan til þess að foreldrar þessara ólánsömu barna senda þau í annað skólakerfi þar sem kærleikur, jákvæðni og gleði ræður ríkjum og kennararnir taka á móti börnunum af innilegri hjartagæsku.Mikil einföldun Mikil einföldun á sér stað í greininni og því er eftirfarandi áréttað: -Skólar eru misjafnir. Sumir binda sig við 40 mínútna lotur og aðrir ekki. Eru 40 mínútna vinnulotur endilega verri en önnur tímalengd vinnulotu? Um það eru skiptar skoðanir. -Kennsluhættir í skólum eru fjölmargir. Töflukennsla er bara einn af þeim en ekki sá eini. Sumir kenna í blönduðum hópum, aðrir í getuskiptum eða kynjaskiptum, sumir kenna úti og aðrir inni o.s.frv. Það er heldur ekkert nýtt að börn með einbeitingarörðugleika skipti um viðfangsefni eða fari út í stutta stund. -Skólar hafa allnokkuð frelsi þegar kemur að starfsháttum og námsframboði, eins og framboð af valgreinum ber víða vitni um. -Það er mannkostur í fari kennara að gefast ekki upp á nemendum sínum, að alhæfa ekki um að þeir muni aldrei getað náð tökum á ákveðinni færni eða námsefni. Hverjum kennara er hollt að rata meðalhófið á milli tvennra öfga í anda Aristótelesar, annars vegar að þrjóskast við að kenna án þess að forsendur séu fyrir árangri eða hins vegar að gefast of auðveldlega upp á að kenna einstaka nemendum eins og mælt er með í umræddu viðtali. -Enginn veit sína ævi fyrr en öll er. Fyrrverandi landsliðsmaður í sundi átti sem barn mjög erfitt með sund. Í höndum góðs sundkennara varð hann landsliðsmaður 12 árum síðar. Túlka hefði mátt starf sundkennarans þannig að hann væri að eyðileggja barnið með því að troða í það námsefni sem það myndi aldrei tileinka sér. Höfum í huga orð heimspekingsins JP Sartre: manneskjan er ekki neitt eitt ákveðið, fast og óumbreytanlegt, heldur verðandi, síbreytileg með endalausa möguleika. Dæmum ekki né stimplum börn þó tímabundnir erfiðleikar í námi eigi sér stað. -Kennarar eru ólíkir og misjafnlega kærleiksríkir, glaðir og þolinmóðir. Þeir eru misfærir í sínu fagi. Þó skólakerfi skipi öllum gleði eða aðrar dyggðir þá breytir kerfi ekki karakter fólks. Í skólunum starfar fólk sem „kennir sjálft“ sig meira en nokkuð annað og fólk er misjafnt. Þannig er nú einu sinni lífið.
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun