Bregðast við einum af stærstu veikleikum fjármálakerfisins Samúel Karl Ólason skrifar 19. mars 2014 12:08 Vísir/GVA Nýtt stjórnarfrumvarp til laga segir til um stofnun fjármálastöðugleikaráðs. Frumvarpið var lagt fram í gær af Bjarna Benediktssyni, fjármálaráðherra og markmið þeirra er að efla og varðveita fjármálastöðugleika í almannaþágu, auka viðnámsþrótt fjármálakerfisins og sporna við uppsöfnun kerfisáhættu. Í fjármálastöðugleikaráði munu sitja fjármálaráðherra, sem einnig verður formaður ráðsins, seðlabankastjóri og forstjóri Fjármálaeftirlitsins. Helstu verkefni ráðsins verða samkvæmt frumvarpinu að móta opinbera stefnu um fjármálastöðugleika. Að meta efnahagslegt ójafnvægi, áhættu í fjármálakerfinu, óæskilega hvata og aðrar aðstæður sem eru líklegar til að ógna fjármálastöðugleika. Frumvarpið felur einnig í sér skipan fimm manna kerfisáhættunefndar sem ætlað er að starfa fyrir ráðið. Í henni eiga að sitja seðlabankastjóri, forstjóri fjármálaeftirlitsins, sá stjórnenda Seðlabanka Íslands sem fer með málefni fjármálastöðugleika, aðstoðarforstjóri Fjármálaeftirlitsins og einn sérfræðingur í málefnum fjármálamarkaðar eða hagfræði sem ráðherra skipar án tilnefningar til fimm ára í senn. Nefndinni er ætlað að leggja mat á aðstæður og horfur í fjármálakerfinu, kerfishættu og fjármálastöðugleika. Í athugasemdahlut frumvarpsins segir að með þessu sé verið að bregðast við einum af stærstu veikleikum fjármálakerfisins sem í ljós komu í kjölfar fjármálakreppunnar.Þrenns konar gallar á regluverki og eftirliti Í athugasemdum við frumvarpið er farið yfir forsögu málsins og þar segir að fjármálakreppan sem skall á hér á landi haustið 2008 hafi leitt í ljós þrenns konar veilur í regluverki og eftirliti með fjármálastarfsemi. Þrjú atriði eru nefnd. Í fyrsta lagi hafi ekki verið nægilegt eftirlit með fjármálakerfinu sem heild. Skort hafi heildar- eða kerfiseftirlit, þjóðhagvarúðareftirlit, sem sagt eftirlit sem ekki einskorðast við hverja einstaka fjármálastofnun heldur lítur eftir kerfinu sem heild. Einnig hafi verið skortur á tengingu einda- og heildareftirlit með ásættanlegum hætti. Í öðru lagi hafi útbreiddum og viðvarandi hagsmunaárekstri ekki verið gefinn nægur gaumur og óæskilegum hvötum í fjármálageiranum sem stafi annars vegar af ósamhverfum aðgangi að upplýsingum og hins vegar af ágalla í meðferð á hagnaði og tapi. Hagnaður af fjármálaviðskiptum hafi fallið í hlut eigenda og stjórnenda fjármálafyrirtækja þegar vel gekk, en tap, þegar á móti blés hafi verið borið af hinu opinbera, það er almenningi. Þá segir að í þriðja lagi hafi viðbúnaður við fjármálaóföllum verið ónógur. Hvorki hafi verið til staðar almennar reglur né stjórnskipulag til að auðvelda skila- og slitameðferða fjármálafyrirtækja, reglur til að girða fyrir þá viðskiptahegðun sem vandanum olli eða þá reglur sem tryggðu órofið framhald bráðnauðsynlegrar fjármálaþjónustu þegar fjármálafyrirtæki riða til falls. Mest lesið Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
Nýtt stjórnarfrumvarp til laga segir til um stofnun fjármálastöðugleikaráðs. Frumvarpið var lagt fram í gær af Bjarna Benediktssyni, fjármálaráðherra og markmið þeirra er að efla og varðveita fjármálastöðugleika í almannaþágu, auka viðnámsþrótt fjármálakerfisins og sporna við uppsöfnun kerfisáhættu. Í fjármálastöðugleikaráði munu sitja fjármálaráðherra, sem einnig verður formaður ráðsins, seðlabankastjóri og forstjóri Fjármálaeftirlitsins. Helstu verkefni ráðsins verða samkvæmt frumvarpinu að móta opinbera stefnu um fjármálastöðugleika. Að meta efnahagslegt ójafnvægi, áhættu í fjármálakerfinu, óæskilega hvata og aðrar aðstæður sem eru líklegar til að ógna fjármálastöðugleika. Frumvarpið felur einnig í sér skipan fimm manna kerfisáhættunefndar sem ætlað er að starfa fyrir ráðið. Í henni eiga að sitja seðlabankastjóri, forstjóri fjármálaeftirlitsins, sá stjórnenda Seðlabanka Íslands sem fer með málefni fjármálastöðugleika, aðstoðarforstjóri Fjármálaeftirlitsins og einn sérfræðingur í málefnum fjármálamarkaðar eða hagfræði sem ráðherra skipar án tilnefningar til fimm ára í senn. Nefndinni er ætlað að leggja mat á aðstæður og horfur í fjármálakerfinu, kerfishættu og fjármálastöðugleika. Í athugasemdahlut frumvarpsins segir að með þessu sé verið að bregðast við einum af stærstu veikleikum fjármálakerfisins sem í ljós komu í kjölfar fjármálakreppunnar.Þrenns konar gallar á regluverki og eftirliti Í athugasemdum við frumvarpið er farið yfir forsögu málsins og þar segir að fjármálakreppan sem skall á hér á landi haustið 2008 hafi leitt í ljós þrenns konar veilur í regluverki og eftirliti með fjármálastarfsemi. Þrjú atriði eru nefnd. Í fyrsta lagi hafi ekki verið nægilegt eftirlit með fjármálakerfinu sem heild. Skort hafi heildar- eða kerfiseftirlit, þjóðhagvarúðareftirlit, sem sagt eftirlit sem ekki einskorðast við hverja einstaka fjármálastofnun heldur lítur eftir kerfinu sem heild. Einnig hafi verið skortur á tengingu einda- og heildareftirlit með ásættanlegum hætti. Í öðru lagi hafi útbreiddum og viðvarandi hagsmunaárekstri ekki verið gefinn nægur gaumur og óæskilegum hvötum í fjármálageiranum sem stafi annars vegar af ósamhverfum aðgangi að upplýsingum og hins vegar af ágalla í meðferð á hagnaði og tapi. Hagnaður af fjármálaviðskiptum hafi fallið í hlut eigenda og stjórnenda fjármálafyrirtækja þegar vel gekk, en tap, þegar á móti blés hafi verið borið af hinu opinbera, það er almenningi. Þá segir að í þriðja lagi hafi viðbúnaður við fjármálaóföllum verið ónógur. Hvorki hafi verið til staðar almennar reglur né stjórnskipulag til að auðvelda skila- og slitameðferða fjármálafyrirtækja, reglur til að girða fyrir þá viðskiptahegðun sem vandanum olli eða þá reglur sem tryggðu órofið framhald bráðnauðsynlegrar fjármálaþjónustu þegar fjármálafyrirtæki riða til falls.
Mest lesið Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira