Fargjöld Icelandair og Wow Air í byrjun sumars hjá Icelandair og Wow air breytast lítð sem ekkert milli ára, ef bókað er með tólf vikna fyrirvara. Þetta kemur fram í samantekt vefsíðunnar Túrista sem bar saman fargjöld ársins við sama tíma árin 2012 og 2013.
Hins vegar lækka verð Easy Jet til London í takt við að félagið fjölgar ferðum sínum hingað.
Í könnunum Túrista eru fundin ódýrustu fargjöldin, báðar leiðir, ef bókað er með fjögurra og tólf vikna fyrirvara og bókunar- og farangursgjaldi er bætt við. Ferðirnar eru innan sömu viku og miðað er við að lágmarksdvöl í útlöndum sé tvær nætur.
Fyrir tveimur árum hóf Túristi að fylgjast mánaðarlega með þróun fargjalda til London og Kaupmannahafnar en Osló var tekin með síðar. Flogið er nokkrum sinnum á dag, allan ársins hring, til þessara þriggja borga og þær eru vinsælustu flugleiðirnar frá Keflavík.
