Höfuðáhersla lögð á félagslega húsnæðiskerfið Heimir Már Pétursson skrifar 19. mars 2014 20:00 Félagsmálaráðherra reiknar með að leggja fram frumvarp um nýtt húsnæðiskerfi í lok apríl. Hún leggi mikla áherslu á félagslega hluta húsnæðiskerfisins en forseti ASÍ vill að í þeim efnum verði gengið lengra en ný skýrsla til ráðherra leggur til. KPMG og Analytca skiluðu verkefnisstjórn á vegum félagsmálaráðherra skýrslu í dag þar sem mælt með með dönsku leiðinni svo kölluðu í húsnæðismálum, sem ASÍ vakti fyrst athygli á í fyrra haust. Stofnuð verði húsnæðislánafélög á vegum banka og fjármálastofnana sem eingöngu láni til húsnæðiskaupa og Íbúðalánasjóði verði skipt í tvennt. Annars vegar í stofnun sem sjái um innheimtu þegar veittra lána og hins vegar stjórnsýsluhluta sem sjái um að framfylgja stefnu stjórnvalda í félagslegum húsnæðismálum.Gylfi Arnbjörnsson forseti Alþýðusambandsins sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar ekkert að því að eitt þessara húsnæðislánafélaga yrði Íbúðalánasjóður og að rétt væri að ganga lengra með dönsku leiðina varðandi félagslegt húsnæði. Þá yrðu vextir félagslegra húsnæðisfélaga greiddir niður um t.d 35 prósent í stað þess að greiða fjórðung af byggingarkostnaði. „Það er það sem Danir hafa gert. Svo þegar búið er að borga lánið halda íbúarnir áfram að borga leigu en þá er sú leiga til ráðstöfunar til að standa að frekari byggingu. Þannig að Danir hafa í rúmlega mannsaldur byggt upp mikinn félagsauð þannig að kerfið stendur undir sjálfu sér,“ segir Gylfi.Eygló Harðardóttir félagsmálaráðherra segir þessar hugmyndir allar sem og fleiri sem borist hafi verkefnisstjórninni allar þess virði að skoða þær. „Ég hef lagt áherslu á mikilvægi félagslega hlutans í húsnæðiskerfinu. Að við viljum byggja húsnæðiskerfi sem er fyrir öll heimili en ekki bara sum og við tryggjum öllum heimilum val og öryggi,“ segir félagsmálaráðherra. Það væru hennar áherslur gagnvart verkefnisstjórninni. Hún voni að að frumvarp komi fyrir Alþingi fyrir lok aprílmánaðar. „En ég hef lagt mjög mikla áherslu á að reyna að ná sem mestri sátt um húsnæðiskerfið. Þess vegna þarf að fara fram mjög víðtækt samráð og verkefnisstjórnin er að vinna að því. Þegar næst sátt um hlutina geta þeir oft unnist mjög hratt hér í gegnum þingið,“ segir Eygló Harðardóttir félagsmálaráðherra. Mest lesið Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Vera sem varð til eftir gott vinkonuspjall á sunnudegi Atvinnulíf Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Viðskipti innlent Gjöfult samstarf Arion banka og íslenska karlalandsliðsins í yfir tuttugu ár Samstarf Fleiri fréttir Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Sjá meira
Félagsmálaráðherra reiknar með að leggja fram frumvarp um nýtt húsnæðiskerfi í lok apríl. Hún leggi mikla áherslu á félagslega hluta húsnæðiskerfisins en forseti ASÍ vill að í þeim efnum verði gengið lengra en ný skýrsla til ráðherra leggur til. KPMG og Analytca skiluðu verkefnisstjórn á vegum félagsmálaráðherra skýrslu í dag þar sem mælt með með dönsku leiðinni svo kölluðu í húsnæðismálum, sem ASÍ vakti fyrst athygli á í fyrra haust. Stofnuð verði húsnæðislánafélög á vegum banka og fjármálastofnana sem eingöngu láni til húsnæðiskaupa og Íbúðalánasjóði verði skipt í tvennt. Annars vegar í stofnun sem sjái um innheimtu þegar veittra lána og hins vegar stjórnsýsluhluta sem sjái um að framfylgja stefnu stjórnvalda í félagslegum húsnæðismálum.Gylfi Arnbjörnsson forseti Alþýðusambandsins sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar ekkert að því að eitt þessara húsnæðislánafélaga yrði Íbúðalánasjóður og að rétt væri að ganga lengra með dönsku leiðina varðandi félagslegt húsnæði. Þá yrðu vextir félagslegra húsnæðisfélaga greiddir niður um t.d 35 prósent í stað þess að greiða fjórðung af byggingarkostnaði. „Það er það sem Danir hafa gert. Svo þegar búið er að borga lánið halda íbúarnir áfram að borga leigu en þá er sú leiga til ráðstöfunar til að standa að frekari byggingu. Þannig að Danir hafa í rúmlega mannsaldur byggt upp mikinn félagsauð þannig að kerfið stendur undir sjálfu sér,“ segir Gylfi.Eygló Harðardóttir félagsmálaráðherra segir þessar hugmyndir allar sem og fleiri sem borist hafi verkefnisstjórninni allar þess virði að skoða þær. „Ég hef lagt áherslu á mikilvægi félagslega hlutans í húsnæðiskerfinu. Að við viljum byggja húsnæðiskerfi sem er fyrir öll heimili en ekki bara sum og við tryggjum öllum heimilum val og öryggi,“ segir félagsmálaráðherra. Það væru hennar áherslur gagnvart verkefnisstjórninni. Hún voni að að frumvarp komi fyrir Alþingi fyrir lok aprílmánaðar. „En ég hef lagt mjög mikla áherslu á að reyna að ná sem mestri sátt um húsnæðiskerfið. Þess vegna þarf að fara fram mjög víðtækt samráð og verkefnisstjórnin er að vinna að því. Þegar næst sátt um hlutina geta þeir oft unnist mjög hratt hér í gegnum þingið,“ segir Eygló Harðardóttir félagsmálaráðherra.
Mest lesið Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Vera sem varð til eftir gott vinkonuspjall á sunnudegi Atvinnulíf Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Viðskipti innlent Gjöfult samstarf Arion banka og íslenska karlalandsliðsins í yfir tuttugu ár Samstarf Fleiri fréttir Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Sjá meira