Gjaldheimta í ferðaþjónustu eins og í Villta vestrinu Heimir Már Pétursson skrifar 19. mars 2014 20:00 Þingmenn töluðu um að Villta vestrið og gullgrafaraæði ríkti varðandi gjaldttöku af ferðamönnum á Alþingi í dag. Umhverfisráðherra segir mikilvægt að almannaréttur fari ekki í uppnám vegna þessara gjaldtöku. Formaður Vinstri grænna hóf sérstakar umræður um þetta flókna úrlausnarefni á Alþingi í dag og brýndi fyrir umhverfisráðherra að huga þyrfti að almannarétti þegar kæmi að gjaldtöku á ferðamannastöðum og við náttúruperlur landsins. Hún fór allt aftur til Rómverja og Jónsbókar máli sínu til stuðnings. Þar vísaði Katrín Jakobsdóttir til þess að réttur almennings til að fara um og njóta náttúrunar og víðerna hefði verið tryggður öldum saman í ríkjum heims hvort sem land væri í eigu einkaaðila eða ríkis. Þetta hefði endurspeglast í íslenskum lögum um langa hríð. „Nú hins vegar erum við að horfa upp á aðgerðir sem má kalla einhvers konar Vilta vestur þar sem landeigendur eru farnir að hefja hér gjaldtöku. Jafnvel á landi sem er ekki alfarið í þeirra eigu. Þar má nefna auvitað geysissvæðið þar sem ríkið er auðvitað líka einn af landeigendum og það hafa staðið þar deilur yfir,“ sagði Katrín. Þá séu sveitarstjórnarmenn víða farnir að tala um gjaldtöku t.d. Seljalandsfoss Skógarfoss og fleiri staði. Allir væru sammála um að tryggja þurfti fé til uppbyggingar en hún hefði fyrirvara við náttúrupassa sem stjórnvöld væri að skoða út frá almannarétti. „Og væntanlega þarf maður þá að vita hvenær maður þarf að hafa passann þegar maður stoppar á þjóðveginum og hversu langt mðaur má vera frá náttúru,“ segir formaður Vinstri grænna.Sigurður Ingi Jóhannsson umhverfisráðherra sagði menn nú leita leiða í þessum efnum og gjæta þyrfti þess að ekki myndaðist gjá milli ferðaþjónustunnar og almennings í landinu. „Ég legg til að við reynum saman að finna sem fyrst sanngjarna leið til að afla þeirra fjármuna sem að þarf og hefjast handa við það verkefni. Þar má almannaréttur ekki verða settur í uppnám og framkvæmdaáætlun um uppbygginguna er þar miðlægt plagg í þeirri vinnu,“ sagði umhverfisráðherra. Katrín Júlíusdóttir varaformaður Samfylkingarinnar lagði áherslu á að samkomulag tækist um form gjaldtökunnar án þess að gengið yrði á almannaréttinn. „Og það er ekkert hlaupið að því. Ekki síst í ljósi þessa ástands sem er upi núna. En það ríkir bara hálfgert gullgrafaraæði í þessum bransa, ef svo má að orði komast,“ sagði Katrín Júlíusdóttir. Mest lesið Sjá rukkun og „sirka tilboð“ gjörólíku ljósi Neytendur Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Viðskipti erlent Getur verið vandræðalegt að byrja allt í einu að syngja í Krónunni Atvinnulíf Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Viðskipti innlent Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Sjá meira
Þingmenn töluðu um að Villta vestrið og gullgrafaraæði ríkti varðandi gjaldttöku af ferðamönnum á Alþingi í dag. Umhverfisráðherra segir mikilvægt að almannaréttur fari ekki í uppnám vegna þessara gjaldtöku. Formaður Vinstri grænna hóf sérstakar umræður um þetta flókna úrlausnarefni á Alþingi í dag og brýndi fyrir umhverfisráðherra að huga þyrfti að almannarétti þegar kæmi að gjaldtöku á ferðamannastöðum og við náttúruperlur landsins. Hún fór allt aftur til Rómverja og Jónsbókar máli sínu til stuðnings. Þar vísaði Katrín Jakobsdóttir til þess að réttur almennings til að fara um og njóta náttúrunar og víðerna hefði verið tryggður öldum saman í ríkjum heims hvort sem land væri í eigu einkaaðila eða ríkis. Þetta hefði endurspeglast í íslenskum lögum um langa hríð. „Nú hins vegar erum við að horfa upp á aðgerðir sem má kalla einhvers konar Vilta vestur þar sem landeigendur eru farnir að hefja hér gjaldtöku. Jafnvel á landi sem er ekki alfarið í þeirra eigu. Þar má nefna auvitað geysissvæðið þar sem ríkið er auðvitað líka einn af landeigendum og það hafa staðið þar deilur yfir,“ sagði Katrín. Þá séu sveitarstjórnarmenn víða farnir að tala um gjaldtöku t.d. Seljalandsfoss Skógarfoss og fleiri staði. Allir væru sammála um að tryggja þurfti fé til uppbyggingar en hún hefði fyrirvara við náttúrupassa sem stjórnvöld væri að skoða út frá almannarétti. „Og væntanlega þarf maður þá að vita hvenær maður þarf að hafa passann þegar maður stoppar á þjóðveginum og hversu langt mðaur má vera frá náttúru,“ segir formaður Vinstri grænna.Sigurður Ingi Jóhannsson umhverfisráðherra sagði menn nú leita leiða í þessum efnum og gjæta þyrfti þess að ekki myndaðist gjá milli ferðaþjónustunnar og almennings í landinu. „Ég legg til að við reynum saman að finna sem fyrst sanngjarna leið til að afla þeirra fjármuna sem að þarf og hefjast handa við það verkefni. Þar má almannaréttur ekki verða settur í uppnám og framkvæmdaáætlun um uppbygginguna er þar miðlægt plagg í þeirri vinnu,“ sagði umhverfisráðherra. Katrín Júlíusdóttir varaformaður Samfylkingarinnar lagði áherslu á að samkomulag tækist um form gjaldtökunnar án þess að gengið yrði á almannaréttinn. „Og það er ekkert hlaupið að því. Ekki síst í ljósi þessa ástands sem er upi núna. En það ríkir bara hálfgert gullgrafaraæði í þessum bransa, ef svo má að orði komast,“ sagði Katrín Júlíusdóttir.
Mest lesið Sjá rukkun og „sirka tilboð“ gjörólíku ljósi Neytendur Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Viðskipti erlent Getur verið vandræðalegt að byrja allt í einu að syngja í Krónunni Atvinnulíf Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Viðskipti innlent Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Sjá meira