Á aðalfundi Landsbankans, sem haldinn var í dag, var tillaga bankaráðs samþykkt um að greiddur verði arður til hluthafa vegna ársins í fyrra sem nemur 0.84 krónum á hlut, sem samsvarar um 70% af hagnaði.
Þá fá starfsmenn Landsbankans sem fengu gefins hlutabréf í bankanum um 161 milljón króna í arð. Arðgreiðslan nemur 20 milljörðum króna.
Hagnaður bankans var 28,8 milljarðar króna. Ríkið á 97,9% hlut í bankanum og fær í sinn hlut tæplega 20 milljarða króna. Miðað er við hlutaskrá í lok mars 2014 og að útborgunardagur verði 26.mars 2014.
Þetta er í annað skipti sem starfsmenn bankans fá arðgreiðslu en síðasta haust fengu starfsmenn um 50 milljónir króna.
Starfsmenn Landsbankans fái 161 milljón í arð
Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar

Mest lesið


Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova
Viðskipti innlent

Telur að litlu hafi munað á tilboðum bankanna
Viðskipti innlent

Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum
Viðskipti innlent

„Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“
Viðskipti innlent

Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent
Viðskipti innlent

Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna
Viðskipti innlent

Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út
Viðskipti innlent

Arion og Kvika í samrunaviðræður
Viðskipti innlent
