Stjarnan og Valur eru brothætt Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 27. febrúar 2014 07:30 Þjálfarar í Olísdeild kvenna völdu Haukastúlkuna Mariju Gedroit bestu skyttu deildarinnar í úttekt Fréttablaðsins. Hún verður í lykilhlutverki gegn Val í kvöld. fréttablaðið/valli Undanúrslitin í Coca-Cola-bikarkeppni kvenna fara fram í Laugardalshöllinni í kvöld. Tvö efstu lið Olísdeildar kvenna, Stjarnan og Valur, ættu samkvæmt „bókinni“ að eiga greiða leið í úrslitin en fleiri óvænt úrslit hafa verið á tímabilinu í vetur en oft áður í efstu deild kvenna undanfarin ár. Topplið Stjörnunnar hefur leik gegn Gróttu klukkan 17.15 í dag en í síðari leiknum eigast við ríkjandi bikarmeistarar Vals og Haukar. Sá leikur hefst klukkan 20.00. „Stjarnan og Valur eru tvö bestu lið landsins í dag og því auðvitað líklegast að þau mætist í úrslitaleiknum á laugardag. Bæði þessi lið hafa hins vegar sýnt í vetur að þau geta líka verið brothætt,“ segir Jón Gunnlaugur Viggósson, þjálfari ÍBV, en Fréttablaðið fékk hann til að gefa álit sitt á leikjunum. Jón Gunnlaugur bendir á að stutt sé síðan Haukar unnu óvæntan en góðan sigur á Val á útivelli og því sé allt opið fyrir leik liðanna í kvöld. „Valur hefur tapað þremur leikjum í vetur – naumlega fyrir Gróttu og ÍBV en sigur Hauka var hins vegar nokkuð sannfærandi. Ég held því að Hafnfirðingar muni mæta til leiks í kvöld með sjálfstraustið í botni,“ segir Jón Gunnlaugur.Skytturnar þurfa að vera heitar Þess ber þó að geta að Valur vann sannfærandi sigur á Stjörnunni, 29-21, um helgina en fyrr í mánuðinum misstigu Garðbæingar sig óvænt með því að gera jafntefli við HK, sem situr í áttunda sæti Olísdeildarinnar. En þrátt fyrir að Grótta hafi náð ágætum úrslitum í sínum leikjum að undanförnu telur Jón Gunnlaugur að róður liðsins gegn Stjörnunni í dag verði þungur. „Stjarnan er með besta leikmannahópinn í deildinni og marga þaulreynda leikmenn sem þekkja svona stórleiki mjög vel,“ segir hann og bendir á Florentinu Stanciu, Hönnu G. Stefánsdóttur, Jónu M. Ragnarsdóttur og Sólveigu Láru Kjærnested í því sambandi. Jón Gunnlaugur segir að eins og alltaf muni vörn og markvarsla skipta sköpum í leikjum kvöldsins en það verði sérstaklega mikilvægt í tilfelli Stjörnunnar. „Anett Köbli og Laufey Ásta Guðmundsdóttir [skyttur Gróttu] þurfa að eiga stórleik og geta sett hann að utan gegn þessari sterku 6-0 vörn Stjörnunnar og Florentinu í markinu. Unnur [Ómarsdóttir] mun fá sín hraðaupphlaupsmörk í leiknum en ef skotin að utan ganga illa verður þetta mjög erfitt fyrir Gróttu,“ bætir hann við.Haukar með besta leikmanninn Marija Getroit verður í lykilhlutverki hjá Haukum gegn bikarmeisturum Vals í kvöld. Hún var valin besta skytta deildarinnar í úttekt sem Fréttablaðið gerði meðal þjálfara liða í deildinni en hún skoraði samtals 23 mörk í tveimur deildarleikjum Hauka og Vals í vetur. „Hún er einn besti alhliðaleikmaður deildarinnar því hún er líka góður varnarmaður. Ég tel að hún sé besti leikmaðurinn af þeim sem spila í bikarnum um helgina og ef hún nær sér ekki á strik í kvöld verður þetta erfitt fyrir Hauka,“ segir Jón Gunnlaugur. Hann segir að Gedroit sé dugleg að búa til færi fyrir samherja sína og að Karen Helga Sigurjónsdóttir og Viktoría Valdimarsdóttir hafi notið góðs af því. „Þá má ekki gleyma því að Áróra [Eir Pálsdóttir] hefur vaxið mikið á línunni í vetur.“ Valskonur hafa náð frábærum árangri síðustu ár en Jón Gunnlaugur segir að þær verði að passa sig í kvöld þótt þær séu sigurstranglegri aðilinn. „Það hefur verið meira álag á leikmönnum Vals – þær eru eldri og mikilvægir leikmenn hafa verið að glíma við meiðsli. Ég tel því líklegra að það verði meiri spenna í síðari leik kvöldsins en reikna þó með því að það verði þrátt fyrir allt Valur og Stjarnan sem mætist í úrslitunum.“* Undanúrslitin í karlaflokki fara fram á morgun en báðir úrslitaleikirnir á laugardaginn. Olís-deild kvenna Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn Handbolti Fleiri fréttir Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Sjá meira
Undanúrslitin í Coca-Cola-bikarkeppni kvenna fara fram í Laugardalshöllinni í kvöld. Tvö efstu lið Olísdeildar kvenna, Stjarnan og Valur, ættu samkvæmt „bókinni“ að eiga greiða leið í úrslitin en fleiri óvænt úrslit hafa verið á tímabilinu í vetur en oft áður í efstu deild kvenna undanfarin ár. Topplið Stjörnunnar hefur leik gegn Gróttu klukkan 17.15 í dag en í síðari leiknum eigast við ríkjandi bikarmeistarar Vals og Haukar. Sá leikur hefst klukkan 20.00. „Stjarnan og Valur eru tvö bestu lið landsins í dag og því auðvitað líklegast að þau mætist í úrslitaleiknum á laugardag. Bæði þessi lið hafa hins vegar sýnt í vetur að þau geta líka verið brothætt,“ segir Jón Gunnlaugur Viggósson, þjálfari ÍBV, en Fréttablaðið fékk hann til að gefa álit sitt á leikjunum. Jón Gunnlaugur bendir á að stutt sé síðan Haukar unnu óvæntan en góðan sigur á Val á útivelli og því sé allt opið fyrir leik liðanna í kvöld. „Valur hefur tapað þremur leikjum í vetur – naumlega fyrir Gróttu og ÍBV en sigur Hauka var hins vegar nokkuð sannfærandi. Ég held því að Hafnfirðingar muni mæta til leiks í kvöld með sjálfstraustið í botni,“ segir Jón Gunnlaugur.Skytturnar þurfa að vera heitar Þess ber þó að geta að Valur vann sannfærandi sigur á Stjörnunni, 29-21, um helgina en fyrr í mánuðinum misstigu Garðbæingar sig óvænt með því að gera jafntefli við HK, sem situr í áttunda sæti Olísdeildarinnar. En þrátt fyrir að Grótta hafi náð ágætum úrslitum í sínum leikjum að undanförnu telur Jón Gunnlaugur að róður liðsins gegn Stjörnunni í dag verði þungur. „Stjarnan er með besta leikmannahópinn í deildinni og marga þaulreynda leikmenn sem þekkja svona stórleiki mjög vel,“ segir hann og bendir á Florentinu Stanciu, Hönnu G. Stefánsdóttur, Jónu M. Ragnarsdóttur og Sólveigu Láru Kjærnested í því sambandi. Jón Gunnlaugur segir að eins og alltaf muni vörn og markvarsla skipta sköpum í leikjum kvöldsins en það verði sérstaklega mikilvægt í tilfelli Stjörnunnar. „Anett Köbli og Laufey Ásta Guðmundsdóttir [skyttur Gróttu] þurfa að eiga stórleik og geta sett hann að utan gegn þessari sterku 6-0 vörn Stjörnunnar og Florentinu í markinu. Unnur [Ómarsdóttir] mun fá sín hraðaupphlaupsmörk í leiknum en ef skotin að utan ganga illa verður þetta mjög erfitt fyrir Gróttu,“ bætir hann við.Haukar með besta leikmanninn Marija Getroit verður í lykilhlutverki hjá Haukum gegn bikarmeisturum Vals í kvöld. Hún var valin besta skytta deildarinnar í úttekt sem Fréttablaðið gerði meðal þjálfara liða í deildinni en hún skoraði samtals 23 mörk í tveimur deildarleikjum Hauka og Vals í vetur. „Hún er einn besti alhliðaleikmaður deildarinnar því hún er líka góður varnarmaður. Ég tel að hún sé besti leikmaðurinn af þeim sem spila í bikarnum um helgina og ef hún nær sér ekki á strik í kvöld verður þetta erfitt fyrir Hauka,“ segir Jón Gunnlaugur. Hann segir að Gedroit sé dugleg að búa til færi fyrir samherja sína og að Karen Helga Sigurjónsdóttir og Viktoría Valdimarsdóttir hafi notið góðs af því. „Þá má ekki gleyma því að Áróra [Eir Pálsdóttir] hefur vaxið mikið á línunni í vetur.“ Valskonur hafa náð frábærum árangri síðustu ár en Jón Gunnlaugur segir að þær verði að passa sig í kvöld þótt þær séu sigurstranglegri aðilinn. „Það hefur verið meira álag á leikmönnum Vals – þær eru eldri og mikilvægir leikmenn hafa verið að glíma við meiðsli. Ég tel því líklegra að það verði meiri spenna í síðari leik kvöldsins en reikna þó með því að það verði þrátt fyrir allt Valur og Stjarnan sem mætist í úrslitunum.“* Undanúrslitin í karlaflokki fara fram á morgun en báðir úrslitaleikirnir á laugardaginn.
Olís-deild kvenna Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn Handbolti Fleiri fréttir Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Sjá meira