Stjarnan og Valur eru brothætt Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 27. febrúar 2014 07:30 Þjálfarar í Olísdeild kvenna völdu Haukastúlkuna Mariju Gedroit bestu skyttu deildarinnar í úttekt Fréttablaðsins. Hún verður í lykilhlutverki gegn Val í kvöld. fréttablaðið/valli Undanúrslitin í Coca-Cola-bikarkeppni kvenna fara fram í Laugardalshöllinni í kvöld. Tvö efstu lið Olísdeildar kvenna, Stjarnan og Valur, ættu samkvæmt „bókinni“ að eiga greiða leið í úrslitin en fleiri óvænt úrslit hafa verið á tímabilinu í vetur en oft áður í efstu deild kvenna undanfarin ár. Topplið Stjörnunnar hefur leik gegn Gróttu klukkan 17.15 í dag en í síðari leiknum eigast við ríkjandi bikarmeistarar Vals og Haukar. Sá leikur hefst klukkan 20.00. „Stjarnan og Valur eru tvö bestu lið landsins í dag og því auðvitað líklegast að þau mætist í úrslitaleiknum á laugardag. Bæði þessi lið hafa hins vegar sýnt í vetur að þau geta líka verið brothætt,“ segir Jón Gunnlaugur Viggósson, þjálfari ÍBV, en Fréttablaðið fékk hann til að gefa álit sitt á leikjunum. Jón Gunnlaugur bendir á að stutt sé síðan Haukar unnu óvæntan en góðan sigur á Val á útivelli og því sé allt opið fyrir leik liðanna í kvöld. „Valur hefur tapað þremur leikjum í vetur – naumlega fyrir Gróttu og ÍBV en sigur Hauka var hins vegar nokkuð sannfærandi. Ég held því að Hafnfirðingar muni mæta til leiks í kvöld með sjálfstraustið í botni,“ segir Jón Gunnlaugur.Skytturnar þurfa að vera heitar Þess ber þó að geta að Valur vann sannfærandi sigur á Stjörnunni, 29-21, um helgina en fyrr í mánuðinum misstigu Garðbæingar sig óvænt með því að gera jafntefli við HK, sem situr í áttunda sæti Olísdeildarinnar. En þrátt fyrir að Grótta hafi náð ágætum úrslitum í sínum leikjum að undanförnu telur Jón Gunnlaugur að róður liðsins gegn Stjörnunni í dag verði þungur. „Stjarnan er með besta leikmannahópinn í deildinni og marga þaulreynda leikmenn sem þekkja svona stórleiki mjög vel,“ segir hann og bendir á Florentinu Stanciu, Hönnu G. Stefánsdóttur, Jónu M. Ragnarsdóttur og Sólveigu Láru Kjærnested í því sambandi. Jón Gunnlaugur segir að eins og alltaf muni vörn og markvarsla skipta sköpum í leikjum kvöldsins en það verði sérstaklega mikilvægt í tilfelli Stjörnunnar. „Anett Köbli og Laufey Ásta Guðmundsdóttir [skyttur Gróttu] þurfa að eiga stórleik og geta sett hann að utan gegn þessari sterku 6-0 vörn Stjörnunnar og Florentinu í markinu. Unnur [Ómarsdóttir] mun fá sín hraðaupphlaupsmörk í leiknum en ef skotin að utan ganga illa verður þetta mjög erfitt fyrir Gróttu,“ bætir hann við.Haukar með besta leikmanninn Marija Getroit verður í lykilhlutverki hjá Haukum gegn bikarmeisturum Vals í kvöld. Hún var valin besta skytta deildarinnar í úttekt sem Fréttablaðið gerði meðal þjálfara liða í deildinni en hún skoraði samtals 23 mörk í tveimur deildarleikjum Hauka og Vals í vetur. „Hún er einn besti alhliðaleikmaður deildarinnar því hún er líka góður varnarmaður. Ég tel að hún sé besti leikmaðurinn af þeim sem spila í bikarnum um helgina og ef hún nær sér ekki á strik í kvöld verður þetta erfitt fyrir Hauka,“ segir Jón Gunnlaugur. Hann segir að Gedroit sé dugleg að búa til færi fyrir samherja sína og að Karen Helga Sigurjónsdóttir og Viktoría Valdimarsdóttir hafi notið góðs af því. „Þá má ekki gleyma því að Áróra [Eir Pálsdóttir] hefur vaxið mikið á línunni í vetur.“ Valskonur hafa náð frábærum árangri síðustu ár en Jón Gunnlaugur segir að þær verði að passa sig í kvöld þótt þær séu sigurstranglegri aðilinn. „Það hefur verið meira álag á leikmönnum Vals – þær eru eldri og mikilvægir leikmenn hafa verið að glíma við meiðsli. Ég tel því líklegra að það verði meiri spenna í síðari leik kvöldsins en reikna þó með því að það verði þrátt fyrir allt Valur og Stjarnan sem mætist í úrslitunum.“* Undanúrslitin í karlaflokki fara fram á morgun en báðir úrslitaleikirnir á laugardaginn. Olís-deild kvenna Mest lesið Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni Sport Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Körfubolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Sjá meira
Undanúrslitin í Coca-Cola-bikarkeppni kvenna fara fram í Laugardalshöllinni í kvöld. Tvö efstu lið Olísdeildar kvenna, Stjarnan og Valur, ættu samkvæmt „bókinni“ að eiga greiða leið í úrslitin en fleiri óvænt úrslit hafa verið á tímabilinu í vetur en oft áður í efstu deild kvenna undanfarin ár. Topplið Stjörnunnar hefur leik gegn Gróttu klukkan 17.15 í dag en í síðari leiknum eigast við ríkjandi bikarmeistarar Vals og Haukar. Sá leikur hefst klukkan 20.00. „Stjarnan og Valur eru tvö bestu lið landsins í dag og því auðvitað líklegast að þau mætist í úrslitaleiknum á laugardag. Bæði þessi lið hafa hins vegar sýnt í vetur að þau geta líka verið brothætt,“ segir Jón Gunnlaugur Viggósson, þjálfari ÍBV, en Fréttablaðið fékk hann til að gefa álit sitt á leikjunum. Jón Gunnlaugur bendir á að stutt sé síðan Haukar unnu óvæntan en góðan sigur á Val á útivelli og því sé allt opið fyrir leik liðanna í kvöld. „Valur hefur tapað þremur leikjum í vetur – naumlega fyrir Gróttu og ÍBV en sigur Hauka var hins vegar nokkuð sannfærandi. Ég held því að Hafnfirðingar muni mæta til leiks í kvöld með sjálfstraustið í botni,“ segir Jón Gunnlaugur.Skytturnar þurfa að vera heitar Þess ber þó að geta að Valur vann sannfærandi sigur á Stjörnunni, 29-21, um helgina en fyrr í mánuðinum misstigu Garðbæingar sig óvænt með því að gera jafntefli við HK, sem situr í áttunda sæti Olísdeildarinnar. En þrátt fyrir að Grótta hafi náð ágætum úrslitum í sínum leikjum að undanförnu telur Jón Gunnlaugur að róður liðsins gegn Stjörnunni í dag verði þungur. „Stjarnan er með besta leikmannahópinn í deildinni og marga þaulreynda leikmenn sem þekkja svona stórleiki mjög vel,“ segir hann og bendir á Florentinu Stanciu, Hönnu G. Stefánsdóttur, Jónu M. Ragnarsdóttur og Sólveigu Láru Kjærnested í því sambandi. Jón Gunnlaugur segir að eins og alltaf muni vörn og markvarsla skipta sköpum í leikjum kvöldsins en það verði sérstaklega mikilvægt í tilfelli Stjörnunnar. „Anett Köbli og Laufey Ásta Guðmundsdóttir [skyttur Gróttu] þurfa að eiga stórleik og geta sett hann að utan gegn þessari sterku 6-0 vörn Stjörnunnar og Florentinu í markinu. Unnur [Ómarsdóttir] mun fá sín hraðaupphlaupsmörk í leiknum en ef skotin að utan ganga illa verður þetta mjög erfitt fyrir Gróttu,“ bætir hann við.Haukar með besta leikmanninn Marija Getroit verður í lykilhlutverki hjá Haukum gegn bikarmeisturum Vals í kvöld. Hún var valin besta skytta deildarinnar í úttekt sem Fréttablaðið gerði meðal þjálfara liða í deildinni en hún skoraði samtals 23 mörk í tveimur deildarleikjum Hauka og Vals í vetur. „Hún er einn besti alhliðaleikmaður deildarinnar því hún er líka góður varnarmaður. Ég tel að hún sé besti leikmaðurinn af þeim sem spila í bikarnum um helgina og ef hún nær sér ekki á strik í kvöld verður þetta erfitt fyrir Hauka,“ segir Jón Gunnlaugur. Hann segir að Gedroit sé dugleg að búa til færi fyrir samherja sína og að Karen Helga Sigurjónsdóttir og Viktoría Valdimarsdóttir hafi notið góðs af því. „Þá má ekki gleyma því að Áróra [Eir Pálsdóttir] hefur vaxið mikið á línunni í vetur.“ Valskonur hafa náð frábærum árangri síðustu ár en Jón Gunnlaugur segir að þær verði að passa sig í kvöld þótt þær séu sigurstranglegri aðilinn. „Það hefur verið meira álag á leikmönnum Vals – þær eru eldri og mikilvægir leikmenn hafa verið að glíma við meiðsli. Ég tel því líklegra að það verði meiri spenna í síðari leik kvöldsins en reikna þó með því að það verði þrátt fyrir allt Valur og Stjarnan sem mætist í úrslitunum.“* Undanúrslitin í karlaflokki fara fram á morgun en báðir úrslitaleikirnir á laugardaginn.
Olís-deild kvenna Mest lesið Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni Sport Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Körfubolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Sjá meira