Ofurtollar á innfluttum frönskum Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 20. mars 2014 08:00 Félag atvinnurekenda segir neytendur borga brúsann af ofurtollum á franskar kartöflur. Vísir/Daníel Háir tollar eru lagðir á innfluttar franskar kartöflur, eða 76 prósent, samkvæmt núgildandi tollalögum. Á sama tíma er talið fullnægjandi að leggja 30 prósenta tolla á innfluttar kartöflur, sem ætla má að séu hið eiginlega verndarandlag landbúnaðarins. Aðeins eitt fyrirtæki, Kartöfluverksmiðja Þykkvabæjar, framleiðir franskar kartöflur hér á landi. Samkvæmt tölum frá Capacent selur umrætt fyrirtæki árlega í kringum 200 tonn af frönskum kartöflum, sem er innan við 2 prósent af heildarframleiðslu kartaflna hérlendis ef miðað er við síðastliðin fimm ár. Þá er aðeins hluti af þeim frönsku kartöflum búinn til úr íslensku hráefni, þar sem Þykkvabær flytur einnig inn kartöflur erlendis frá til að mæta vaxandi eftirspurn neytenda, og notar þær í framleiðslu sína.Björg Ásta ÞórðardóttirBjörg Ásta Þórðardóttir, lögfræðingur hjá Félagi atvinnurekenda, telur þessa álagningu ekki réttlætanlega. „Samkvæmt okkar útreikningum nemur framleiðsla Þykkvabæjar á frönskum kartöflum, sem unnin er úr íslensku hráefni, innan við 5 prósent af árlegri innanlandsneyslu á frönskum kartöflum. Það þýðir í raun að 76 prósenta ofurtollur er lagður á rúmlega 95 prósent af neyslu Íslendinga á frönskum kartöflum, undir því yfirskyni að verið sé að vernda þau 5 prósent sem eftir standa“, segir Björg Ásta. Að mati Bjargar Ástu er ekki unnt að halda því fram að verið sé að vernda hagsmuni neytenda með þessu. Bendir hún á að hærri tollar leiði til hærra vöruverðs og að í tilfelli franskra kartaflna sé verðið um það bil 45 prósenta hærra fyrir íslenska neytendur en það væri ella. Þær séu því umtalsvert dýrari. „Við hjá Félagi atvinnurekenda höfum lagt áherslu á að menn rugli ekki saman hagsmunum neytenda og einstakra framleiðenda. Í þessu tilfelli lýtur verndin að starfsemi eins fyrirtækis, sem vinnur vöru sína að stórum hluta úr erlendu hráefni. Íslenskir neytendur njóta ekki góðs af því, það eru þvert á móti þeir sem borga brúsann,“ segir Björg Ásta að lokum. Mest lesið Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör Viðskipti innlent Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Mjög mikilvægt að eiga besta vin í vinnunni Atvinnulíf Fleiri fréttir Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Sjá meira
Háir tollar eru lagðir á innfluttar franskar kartöflur, eða 76 prósent, samkvæmt núgildandi tollalögum. Á sama tíma er talið fullnægjandi að leggja 30 prósenta tolla á innfluttar kartöflur, sem ætla má að séu hið eiginlega verndarandlag landbúnaðarins. Aðeins eitt fyrirtæki, Kartöfluverksmiðja Þykkvabæjar, framleiðir franskar kartöflur hér á landi. Samkvæmt tölum frá Capacent selur umrætt fyrirtæki árlega í kringum 200 tonn af frönskum kartöflum, sem er innan við 2 prósent af heildarframleiðslu kartaflna hérlendis ef miðað er við síðastliðin fimm ár. Þá er aðeins hluti af þeim frönsku kartöflum búinn til úr íslensku hráefni, þar sem Þykkvabær flytur einnig inn kartöflur erlendis frá til að mæta vaxandi eftirspurn neytenda, og notar þær í framleiðslu sína.Björg Ásta ÞórðardóttirBjörg Ásta Þórðardóttir, lögfræðingur hjá Félagi atvinnurekenda, telur þessa álagningu ekki réttlætanlega. „Samkvæmt okkar útreikningum nemur framleiðsla Þykkvabæjar á frönskum kartöflum, sem unnin er úr íslensku hráefni, innan við 5 prósent af árlegri innanlandsneyslu á frönskum kartöflum. Það þýðir í raun að 76 prósenta ofurtollur er lagður á rúmlega 95 prósent af neyslu Íslendinga á frönskum kartöflum, undir því yfirskyni að verið sé að vernda þau 5 prósent sem eftir standa“, segir Björg Ásta. Að mati Bjargar Ástu er ekki unnt að halda því fram að verið sé að vernda hagsmuni neytenda með þessu. Bendir hún á að hærri tollar leiði til hærra vöruverðs og að í tilfelli franskra kartaflna sé verðið um það bil 45 prósenta hærra fyrir íslenska neytendur en það væri ella. Þær séu því umtalsvert dýrari. „Við hjá Félagi atvinnurekenda höfum lagt áherslu á að menn rugli ekki saman hagsmunum neytenda og einstakra framleiðenda. Í þessu tilfelli lýtur verndin að starfsemi eins fyrirtækis, sem vinnur vöru sína að stórum hluta úr erlendu hráefni. Íslenskir neytendur njóta ekki góðs af því, það eru þvert á móti þeir sem borga brúsann,“ segir Björg Ásta að lokum.
Mest lesið Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör Viðskipti innlent Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Mjög mikilvægt að eiga besta vin í vinnunni Atvinnulíf Fleiri fréttir Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent