Fólk kemur frekar með föt í viðgerð eftir hrun Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 20. mars 2014 09:16 Þessa dagana eru dimissjónbúningar saumaðir af miklum móð á saumastofunni þótt nokkrar pantanir séu í bið vegna óvissunnar sem fylgir kennaraverkfallinu. vísir/stefán Fyrir tíu árum rak Stefanía M. Aradóttir verslun og flutti hún allar vörur inn. Eftir hrun breyttist landslagið og hefur hún nóg að gera við að taka við flíkum í viðgerðir á Saumastofu Íslands og sauma ullarflíkur fyrir túristabúðir. „Fólk lét ekkert gera við flíkur fyrir hrun enda var hlutfallslega ódýrara að kaupa sér nýja flík þá en núna,“ segir Stefanía. „Fólk henti bara fötunum ef þau rifnuðu eða það vantaði rennilás. Í dag margborgar sig að láta gera við flíkina.“ Mjög margir leita til saumastofunnar með vörur sem þeir hefur pantað sér í gegnum erlendu sölusíðuna Aliexpress. „Þá þarf að stytta kjóla, breyta hlýrum eða þrengja og víkka. Við finnum sérstaklega fyrir þessu fyrir jólin, ætli fólk sé ekki að koma með jólafötin sem það hefur pantað sér.“ Síðustu ár hefur einnig orðið mikil aukning á sölu ullarvarnings til ferðamannaverslana. „Nýframleiðslan hefur aukist mikið með auknum túrisma á landinu. Við saumum til dæmis húfur, grifflur og hettukjóla úr ull sem eru mjög vinsælir hjá ferðamönnum.“ Nýtni landans er greinilega orðin mun meiri eftir hrun því fyrir utan fataviðgerðir er nóg að gera við viðgerðir á alls kyns tjöldum. „Það eru margir sem koma með tjöldin sín, fortjöld á fellihýsum og annað slíkt til að láta gera við. Enda eru þetta rándýrar vörur og því töluverð útgjöld að endurnýja ef óhapp gerist. Þessa dagana er vertíð á saumastofunni vegna dimissjón-búninga framhaldsskólanema. Stefanía segir þó margar pantanir vera í bið vegna kennaraverkfallsins. „Já, það er smá bið núna því við vitum ekki hvernig verkfallið fer. Fyrstu hóparnir eiga að dimittera 11. apríl og þeir búningar eru tilbúnir. Vonandi leysist fljótt úr verkfallinu svo krakkarnir fá tækifæri til að nota búningana. Við erum bara í startholunum með að byrja á næstu búningum um leið og staðfesting fæst frá krökkunum um að þau ætli að dimittera.“ Mest lesið Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
Fyrir tíu árum rak Stefanía M. Aradóttir verslun og flutti hún allar vörur inn. Eftir hrun breyttist landslagið og hefur hún nóg að gera við að taka við flíkum í viðgerðir á Saumastofu Íslands og sauma ullarflíkur fyrir túristabúðir. „Fólk lét ekkert gera við flíkur fyrir hrun enda var hlutfallslega ódýrara að kaupa sér nýja flík þá en núna,“ segir Stefanía. „Fólk henti bara fötunum ef þau rifnuðu eða það vantaði rennilás. Í dag margborgar sig að láta gera við flíkina.“ Mjög margir leita til saumastofunnar með vörur sem þeir hefur pantað sér í gegnum erlendu sölusíðuna Aliexpress. „Þá þarf að stytta kjóla, breyta hlýrum eða þrengja og víkka. Við finnum sérstaklega fyrir þessu fyrir jólin, ætli fólk sé ekki að koma með jólafötin sem það hefur pantað sér.“ Síðustu ár hefur einnig orðið mikil aukning á sölu ullarvarnings til ferðamannaverslana. „Nýframleiðslan hefur aukist mikið með auknum túrisma á landinu. Við saumum til dæmis húfur, grifflur og hettukjóla úr ull sem eru mjög vinsælir hjá ferðamönnum.“ Nýtni landans er greinilega orðin mun meiri eftir hrun því fyrir utan fataviðgerðir er nóg að gera við viðgerðir á alls kyns tjöldum. „Það eru margir sem koma með tjöldin sín, fortjöld á fellihýsum og annað slíkt til að láta gera við. Enda eru þetta rándýrar vörur og því töluverð útgjöld að endurnýja ef óhapp gerist. Þessa dagana er vertíð á saumastofunni vegna dimissjón-búninga framhaldsskólanema. Stefanía segir þó margar pantanir vera í bið vegna kennaraverkfallsins. „Já, það er smá bið núna því við vitum ekki hvernig verkfallið fer. Fyrstu hóparnir eiga að dimittera 11. apríl og þeir búningar eru tilbúnir. Vonandi leysist fljótt úr verkfallinu svo krakkarnir fá tækifæri til að nota búningana. Við erum bara í startholunum með að byrja á næstu búningum um leið og staðfesting fæst frá krökkunum um að þau ætli að dimittera.“
Mest lesið Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira