Fólk kemur frekar með föt í viðgerð eftir hrun Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 20. mars 2014 09:16 Þessa dagana eru dimissjónbúningar saumaðir af miklum móð á saumastofunni þótt nokkrar pantanir séu í bið vegna óvissunnar sem fylgir kennaraverkfallinu. vísir/stefán Fyrir tíu árum rak Stefanía M. Aradóttir verslun og flutti hún allar vörur inn. Eftir hrun breyttist landslagið og hefur hún nóg að gera við að taka við flíkum í viðgerðir á Saumastofu Íslands og sauma ullarflíkur fyrir túristabúðir. „Fólk lét ekkert gera við flíkur fyrir hrun enda var hlutfallslega ódýrara að kaupa sér nýja flík þá en núna,“ segir Stefanía. „Fólk henti bara fötunum ef þau rifnuðu eða það vantaði rennilás. Í dag margborgar sig að láta gera við flíkina.“ Mjög margir leita til saumastofunnar með vörur sem þeir hefur pantað sér í gegnum erlendu sölusíðuna Aliexpress. „Þá þarf að stytta kjóla, breyta hlýrum eða þrengja og víkka. Við finnum sérstaklega fyrir þessu fyrir jólin, ætli fólk sé ekki að koma með jólafötin sem það hefur pantað sér.“ Síðustu ár hefur einnig orðið mikil aukning á sölu ullarvarnings til ferðamannaverslana. „Nýframleiðslan hefur aukist mikið með auknum túrisma á landinu. Við saumum til dæmis húfur, grifflur og hettukjóla úr ull sem eru mjög vinsælir hjá ferðamönnum.“ Nýtni landans er greinilega orðin mun meiri eftir hrun því fyrir utan fataviðgerðir er nóg að gera við viðgerðir á alls kyns tjöldum. „Það eru margir sem koma með tjöldin sín, fortjöld á fellihýsum og annað slíkt til að láta gera við. Enda eru þetta rándýrar vörur og því töluverð útgjöld að endurnýja ef óhapp gerist. Þessa dagana er vertíð á saumastofunni vegna dimissjón-búninga framhaldsskólanema. Stefanía segir þó margar pantanir vera í bið vegna kennaraverkfallsins. „Já, það er smá bið núna því við vitum ekki hvernig verkfallið fer. Fyrstu hóparnir eiga að dimittera 11. apríl og þeir búningar eru tilbúnir. Vonandi leysist fljótt úr verkfallinu svo krakkarnir fá tækifæri til að nota búningana. Við erum bara í startholunum með að byrja á næstu búningum um leið og staðfesting fæst frá krökkunum um að þau ætli að dimittera.“ Mest lesið Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Viðskipti erlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
Fyrir tíu árum rak Stefanía M. Aradóttir verslun og flutti hún allar vörur inn. Eftir hrun breyttist landslagið og hefur hún nóg að gera við að taka við flíkum í viðgerðir á Saumastofu Íslands og sauma ullarflíkur fyrir túristabúðir. „Fólk lét ekkert gera við flíkur fyrir hrun enda var hlutfallslega ódýrara að kaupa sér nýja flík þá en núna,“ segir Stefanía. „Fólk henti bara fötunum ef þau rifnuðu eða það vantaði rennilás. Í dag margborgar sig að láta gera við flíkina.“ Mjög margir leita til saumastofunnar með vörur sem þeir hefur pantað sér í gegnum erlendu sölusíðuna Aliexpress. „Þá þarf að stytta kjóla, breyta hlýrum eða þrengja og víkka. Við finnum sérstaklega fyrir þessu fyrir jólin, ætli fólk sé ekki að koma með jólafötin sem það hefur pantað sér.“ Síðustu ár hefur einnig orðið mikil aukning á sölu ullarvarnings til ferðamannaverslana. „Nýframleiðslan hefur aukist mikið með auknum túrisma á landinu. Við saumum til dæmis húfur, grifflur og hettukjóla úr ull sem eru mjög vinsælir hjá ferðamönnum.“ Nýtni landans er greinilega orðin mun meiri eftir hrun því fyrir utan fataviðgerðir er nóg að gera við viðgerðir á alls kyns tjöldum. „Það eru margir sem koma með tjöldin sín, fortjöld á fellihýsum og annað slíkt til að láta gera við. Enda eru þetta rándýrar vörur og því töluverð útgjöld að endurnýja ef óhapp gerist. Þessa dagana er vertíð á saumastofunni vegna dimissjón-búninga framhaldsskólanema. Stefanía segir þó margar pantanir vera í bið vegna kennaraverkfallsins. „Já, það er smá bið núna því við vitum ekki hvernig verkfallið fer. Fyrstu hóparnir eiga að dimittera 11. apríl og þeir búningar eru tilbúnir. Vonandi leysist fljótt úr verkfallinu svo krakkarnir fá tækifæri til að nota búningana. Við erum bara í startholunum með að byrja á næstu búningum um leið og staðfesting fæst frá krökkunum um að þau ætli að dimittera.“
Mest lesið Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Viðskipti erlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira