Tveir raforkusölusamningar í byrjun viku Svavar Hávarðsson skrifar 20. mars 2014 08:46 Helguvík Það liggur endanlega fyrir í lok maí hvort United Silicon byggir kísilver í Helguvík. Fréttablaðið/GVA Landsvirkjun hefur á þremur fyrstu dögum vikunnar tilkynnt um undirritun raforkusölusamninga við tvö ótengd fyrirtæki sem hyggjast byggja upp kísilmálmverksmiðjur hér á landi; á Bakka við Húsavík og í Helguvík. „Við erum mjög ánægð með að ná auknum fjölbreytileika í viðskiptavinahóp okkar og bjóðum PCC Bakki Silicon og kísilmálmiðnaðinn velkomin í viðskipti til okkar. Við erum viss um að kísilmálmiðnaður muni dafna á Íslandi til langs tíma,“ sagði Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, eftir undirritun raforkusölusamnings við PCC á mánudaginn. Nær samhljóma fréttatilkynning var send út í gær eftir undirritun við United Silicon. Það er engin tilviljun að undirritun tveggja samninga við fyrirtæki í kísilmálmiðnaði fellur saman, eins og nú. Það munu vera aðstæður, og horfur, á mörkuðum með kísilmálm sem ráða öllu um hraða atburðarás. Hafa hagsmunaaðilar verið að bíða þess að „glugginn opnist“, eins og það er orðað, og þá ekki síst að þeir sem kaupa kísilmálm séu tilbúnir að gera langtímasamninga. Nú hafa skapast þær aðstæður á heimsmarkaði. Uppbygging á kísilmálmverksmiðjum einskorðast þessa dagana heldur ekki við Ísland; tilkynnt hefur verið um verkefni í Bandaríkjunum, Kanada og víðar. Þá hefur United Silicon síðastliðið ár metið nokkrar mögulegar staðsetningar um heiminn fyrir uppsetningu og rekstur verksmiðju, meðal annars í Miðausturlöndum og Malasíu. Raforkusölusamningarnir eru undirritaðir með vissum fyrirvörum sem skal uppfylla síðar á árinu, þ.m.t. um tilheyrandi leyfisveitingar, fjármögnun og tækjakaup. Auðun Helgason, stjórnarmaður í United Silicon, segir stór skref hafa verið stigin, en fjármögnun verkefnisins er enn ólokið þó hún sé langt komin. Hann segir ótímabært að gefa upplýsingar um þá tvo erlendu fjárfesta úr evrópska kísilmálmiðnaðinum sem að baki íslenska félaginu standa, en það verði gert fyrir lok maí. Auðun játar því að markaðsaðstæður ráði miklu um þróun mála og eftirspurn eykst. „Menn eru að taka við sér, og það hefur verið kreppa víðar en á Íslandi,“ segir Auðun en bætir við að hér heima sé kannski meira svigrúm fyrir minni fyrirtæki í iðnaðaruppbyggingu, eins og kísilmálmverksmiðjur sem ekki eru eins umdeildar og stærri og orkufrekari verksmiðjur.Annasöm vika hjá LandsvirkjunÁ mánudag tilkynnti Landsvirkjun um undirritun raforkusölusamnings við PCC Bakki Silicon hf., og mun útvega rafmagn fyrir kísilmálmverksmiðju sem PCC Bakki Silicon áformar að reisa við Bakka við Húsavík. Gert er ráð fyrir að verksmiðjan hefji starfsemi snemma á árinu 2017 og muni framleiða allt að 36 þúsund tonn af kísilmálmi og nota 58MW af afli. Á þriðjudag tilkynnti Landsvirkjun að tilboða verði leitað í 45 MW vélasamstæðu og tilheyrandi búnað fyrir jarðvarmavirkjun á Þeistareykjum með valrétti um kaup á viðbótarvélbúnaði fyrir allt að 90 MW virkjun. Á miðvikudag [í gær] tilkynnti Landsvirkjun um undirritun raforkusölusamnings við United Silicon hf. Samkvæmt samningnum mun Landsvirkjun útvega rafmagn fyrir kísilmálmverksmiðju sem United Silicon áformar að reisa í Helguvík. Gert er ráð fyrir að verksmiðjan hefji starfsemi á fyrri helmingi ársins 2016 og noti 35 MW af afli. Mest lesið Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Virði gulls í methæðum Viðskipti erlent Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Viðskipti innlent Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Viðskipti erlent Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Viðskipti innlent Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Viðskipti innlent Gamalt ráðuneyti verður hótel Viðskipti innlent Strava stefnir Garmin Viðskipti erlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Sjá meira
Landsvirkjun hefur á þremur fyrstu dögum vikunnar tilkynnt um undirritun raforkusölusamninga við tvö ótengd fyrirtæki sem hyggjast byggja upp kísilmálmverksmiðjur hér á landi; á Bakka við Húsavík og í Helguvík. „Við erum mjög ánægð með að ná auknum fjölbreytileika í viðskiptavinahóp okkar og bjóðum PCC Bakki Silicon og kísilmálmiðnaðinn velkomin í viðskipti til okkar. Við erum viss um að kísilmálmiðnaður muni dafna á Íslandi til langs tíma,“ sagði Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, eftir undirritun raforkusölusamnings við PCC á mánudaginn. Nær samhljóma fréttatilkynning var send út í gær eftir undirritun við United Silicon. Það er engin tilviljun að undirritun tveggja samninga við fyrirtæki í kísilmálmiðnaði fellur saman, eins og nú. Það munu vera aðstæður, og horfur, á mörkuðum með kísilmálm sem ráða öllu um hraða atburðarás. Hafa hagsmunaaðilar verið að bíða þess að „glugginn opnist“, eins og það er orðað, og þá ekki síst að þeir sem kaupa kísilmálm séu tilbúnir að gera langtímasamninga. Nú hafa skapast þær aðstæður á heimsmarkaði. Uppbygging á kísilmálmverksmiðjum einskorðast þessa dagana heldur ekki við Ísland; tilkynnt hefur verið um verkefni í Bandaríkjunum, Kanada og víðar. Þá hefur United Silicon síðastliðið ár metið nokkrar mögulegar staðsetningar um heiminn fyrir uppsetningu og rekstur verksmiðju, meðal annars í Miðausturlöndum og Malasíu. Raforkusölusamningarnir eru undirritaðir með vissum fyrirvörum sem skal uppfylla síðar á árinu, þ.m.t. um tilheyrandi leyfisveitingar, fjármögnun og tækjakaup. Auðun Helgason, stjórnarmaður í United Silicon, segir stór skref hafa verið stigin, en fjármögnun verkefnisins er enn ólokið þó hún sé langt komin. Hann segir ótímabært að gefa upplýsingar um þá tvo erlendu fjárfesta úr evrópska kísilmálmiðnaðinum sem að baki íslenska félaginu standa, en það verði gert fyrir lok maí. Auðun játar því að markaðsaðstæður ráði miklu um þróun mála og eftirspurn eykst. „Menn eru að taka við sér, og það hefur verið kreppa víðar en á Íslandi,“ segir Auðun en bætir við að hér heima sé kannski meira svigrúm fyrir minni fyrirtæki í iðnaðaruppbyggingu, eins og kísilmálmverksmiðjur sem ekki eru eins umdeildar og stærri og orkufrekari verksmiðjur.Annasöm vika hjá LandsvirkjunÁ mánudag tilkynnti Landsvirkjun um undirritun raforkusölusamnings við PCC Bakki Silicon hf., og mun útvega rafmagn fyrir kísilmálmverksmiðju sem PCC Bakki Silicon áformar að reisa við Bakka við Húsavík. Gert er ráð fyrir að verksmiðjan hefji starfsemi snemma á árinu 2017 og muni framleiða allt að 36 þúsund tonn af kísilmálmi og nota 58MW af afli. Á þriðjudag tilkynnti Landsvirkjun að tilboða verði leitað í 45 MW vélasamstæðu og tilheyrandi búnað fyrir jarðvarmavirkjun á Þeistareykjum með valrétti um kaup á viðbótarvélbúnaði fyrir allt að 90 MW virkjun. Á miðvikudag [í gær] tilkynnti Landsvirkjun um undirritun raforkusölusamnings við United Silicon hf. Samkvæmt samningnum mun Landsvirkjun útvega rafmagn fyrir kísilmálmverksmiðju sem United Silicon áformar að reisa í Helguvík. Gert er ráð fyrir að verksmiðjan hefji starfsemi á fyrri helmingi ársins 2016 og noti 35 MW af afli.
Mest lesið Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Virði gulls í methæðum Viðskipti erlent Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Viðskipti innlent Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Viðskipti erlent Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Viðskipti innlent Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Viðskipti innlent Gamalt ráðuneyti verður hótel Viðskipti innlent Strava stefnir Garmin Viðskipti erlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Sjá meira