Forstjóri Landsnets undirritaði í gær samkomulag við United Silicon hf. um raforkuflutninga vegna kísilvers í Helguvík.
Áætluð aflþörf verksmiðjunnar er 35 megavött (MW) og miðast samkomulagið við að starfsemi hennar hefjist í ársbyrjun 2016 en þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Landsneti.
Hátt á þriðja hundrað manns hafa tilkynnt þátttöku á fundinum en meðal þess sem verður í brennidepli má nefna:
• Stefnumótun varðandi jarðstrengi og háspennulínur og mat á umhverfisáhrifum
• Kynning á mismunandi valkostum við hálendislínu – lína eða strengur eða strengur að hluta; sýnileikagreining og kostnaðardæmi
• Kostnaðargreining á mismunandi valkostum við framtíðaruppbyggingu flutningskerfisins og áhrif á gjaldskrá
• Óviðunandi staða flutningskerfisins – tvær þjóðir í landinu með tilliti til orkuafhendingaröryggis.
Einnig verður stefna Dana í jarðstrengjamálum kynnt, en gjarnan er í umræðunni vísað til Danmerkur sem fyrirmyndar í jarðstrengjamálum. Stefna Norðmanna og fyrirkomulag jarðstrengja- og skipulagsmála þar í landi verður einnig kynnt, en Norðmenn gengu fyrir nokkrum árum í gegnum miklar deilur um þessi mál.