Handbolti

Tandri Már bara tveimur mörkum frá þriðja sætinu á markalistanum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Tandri Már Konráðsson.
Tandri Már Konráðsson. Vísir/Daníel
Tandri Már Konráðsson hefur spilað vel með Ricoh HK í sænsku úrvalsdeildinni í handbolta á þessu tímabili en þessi skytta úr Garðabænum fór fyrir sigri sinna manna í gær.

Tandri Már hefur skorað 67 mörk í 14 leikjum í sænsku deildinni í vetur sem gera 4,8 mörk að meðaltali í leik en ekkert af mörkum kappans hafa komið af vítalínunni.

Tandri Már er nú í sjötta sæti yfir markahæstu leikmenn deildarinnar en hann er bara tveimur mörkum frá þriðja sætinu og það er bara markahæsti leikmaður deildarinnar, Josef Pujol, sem hefur skorað fleiri mörk utan af velli en íslenska skyttan.

Tandri Már hefur reyndar tekið eitt víti en náði ekki að skora úr því. Hann hefur nýtt 44 prósent skota sinn utan af velli.

Josef Pujol (88 mörk) og Pontus Zetterman (86 mörk) eru í nokkrum sérflokki á toppi listans en Tandri Már keppir um þriðja sætið við nokkra aðra öfluga leikmenn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×