„Bankarnir auka vaxtamun og heimilin verða af hundruðum milljóna“ Stefán Árni Pálsson skrifar 11. desember 2014 10:57 Seðlabankinn lækkaði stýrivexti úr 6% í 5,75% þann 5. nóvember sl. en þeir höfðu verið óbreyttir í um tvö ár. vísir Stóru viðskiptabankarnir þrír hafa nú allir lækkað vexti sína í kjölfar ákvörðunar Seðlabankans um að lækka stýrivexti í byrjun nóvember en þetta kemur fram í fréttabréfi VR. „Það er gott og blessað. En bankarnir gripu hins vegar tækifærið og juku vaxtamuninn - innlán skila nú minni ávinningi og útlán lækka ekki eins mikið og efni standa til. Afleiðingarnar eru þær að heimilin í landinu verða af hundruðum milljóna króna,“ segir í bréfinu. Seðlabankinn lækkaði stýrivexti úr 6% í 5,75% þann 5. nóvember sl. en þeir höfðu verið óbreyttir í um tvö ár. „Í kjölfar breytinga á stýrivöxtum Seðlabankans má ætíð vænta þess að vaxtatöflur viðskiptabankanna taki breytingum - sem reyndist líka raunin í þetta skipti. Þegar líða tók á nóvember lækkuðu bæði innláns- og útlánsvextir allra stóru bankanna þriggja.“ Ólafía B. Rafnsdóttir, formaður VR og höfundur bréfsins, telur það hins vegar vekja athygli að innláns- og útlánsvextir hafi ekki takið sömu breytingum.Ólafía B. Rafnsdóttir.„Þannig lækkuðu innlánsvextir um 0,3% stig hjá Arion banka en útlánsvextir aðeins um 0,2% stig. Hið sama er uppá teningnum hjá Landsbankanum, þar lækkuðu innlánsvextir um 0,25% stig en útlánsvextir aðeins um 0,15% stig. Íslandsbanki lækkaði vexti á innlánum sínum um 0,3% stig og útlánsvexti um 0,25% stig.“Vaxtamunur eykst um: Arion banki 0,10% Landsbankinn 0,10% Íslandsbanki 0,05% Hagfræðingur VR hefur reiknað út áhrifin af þessum breytingum. „Tekjur bankanna aukast um tæplega milljarð króna vegna þessara breytinga, gróflega áætlað. Seðlabankinn áætlar að um þriðjungur inn- og útlána bankanna séu til heimilanna í landinu sem verða því af hundruðum milljóna króna.“ Vextir bankanna hafa tekið breytingum þó stýrivextir Seðlabankans hafi haldist óbreyttir. „Vaxtamunur Arion banka hefur til að mynda aukist um 0,20% bara á árinu 2014, hjá Landsbankanum og Íslandsbanka hefur hann aukist um 0,15%. Sjá hér töflu sem sýnir breytingar á vöxtum bankanna á þessu ári.“ Í fréttabréfi VR segir því næst að bankarnir hafi þannig allir breytt vaxtatöflum sínum án þess að stýrivextir Seðlabankans hafi tekið breytingum. „Þegar stýrivextir lækkuðu hins vegar nú í byrjun nóvember nýttu bankarnir tækifærið og juku enn mun á útláns- og innlánsvöxtum. Við hljótum að spyrja á hvaða forsendum bankarnir tóku þessa ákvörðun? Það er erfitt að sjá að það hafi verið í þágu okkar viðskiptavinanna. Fyrirheit um aukinn kaupmátt launafólks verða að engu þegar bankarnir geta með einu pennastriki tekið ávinning vaxtalækkana til sín á þennan hátt.“ Mest lesið Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Sýn tilnefnt sem Besta íslenska vörumerkið 2025 Samstarf Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskipti innlent Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Neytendur Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Sjá meira
Stóru viðskiptabankarnir þrír hafa nú allir lækkað vexti sína í kjölfar ákvörðunar Seðlabankans um að lækka stýrivexti í byrjun nóvember en þetta kemur fram í fréttabréfi VR. „Það er gott og blessað. En bankarnir gripu hins vegar tækifærið og juku vaxtamuninn - innlán skila nú minni ávinningi og útlán lækka ekki eins mikið og efni standa til. Afleiðingarnar eru þær að heimilin í landinu verða af hundruðum milljóna króna,“ segir í bréfinu. Seðlabankinn lækkaði stýrivexti úr 6% í 5,75% þann 5. nóvember sl. en þeir höfðu verið óbreyttir í um tvö ár. „Í kjölfar breytinga á stýrivöxtum Seðlabankans má ætíð vænta þess að vaxtatöflur viðskiptabankanna taki breytingum - sem reyndist líka raunin í þetta skipti. Þegar líða tók á nóvember lækkuðu bæði innláns- og útlánsvextir allra stóru bankanna þriggja.“ Ólafía B. Rafnsdóttir, formaður VR og höfundur bréfsins, telur það hins vegar vekja athygli að innláns- og útlánsvextir hafi ekki takið sömu breytingum.Ólafía B. Rafnsdóttir.„Þannig lækkuðu innlánsvextir um 0,3% stig hjá Arion banka en útlánsvextir aðeins um 0,2% stig. Hið sama er uppá teningnum hjá Landsbankanum, þar lækkuðu innlánsvextir um 0,25% stig en útlánsvextir aðeins um 0,15% stig. Íslandsbanki lækkaði vexti á innlánum sínum um 0,3% stig og útlánsvexti um 0,25% stig.“Vaxtamunur eykst um: Arion banki 0,10% Landsbankinn 0,10% Íslandsbanki 0,05% Hagfræðingur VR hefur reiknað út áhrifin af þessum breytingum. „Tekjur bankanna aukast um tæplega milljarð króna vegna þessara breytinga, gróflega áætlað. Seðlabankinn áætlar að um þriðjungur inn- og útlána bankanna séu til heimilanna í landinu sem verða því af hundruðum milljóna króna.“ Vextir bankanna hafa tekið breytingum þó stýrivextir Seðlabankans hafi haldist óbreyttir. „Vaxtamunur Arion banka hefur til að mynda aukist um 0,20% bara á árinu 2014, hjá Landsbankanum og Íslandsbanka hefur hann aukist um 0,15%. Sjá hér töflu sem sýnir breytingar á vöxtum bankanna á þessu ári.“ Í fréttabréfi VR segir því næst að bankarnir hafi þannig allir breytt vaxtatöflum sínum án þess að stýrivextir Seðlabankans hafi tekið breytingum. „Þegar stýrivextir lækkuðu hins vegar nú í byrjun nóvember nýttu bankarnir tækifærið og juku enn mun á útláns- og innlánsvöxtum. Við hljótum að spyrja á hvaða forsendum bankarnir tóku þessa ákvörðun? Það er erfitt að sjá að það hafi verið í þágu okkar viðskiptavinanna. Fyrirheit um aukinn kaupmátt launafólks verða að engu þegar bankarnir geta með einu pennastriki tekið ávinning vaxtalækkana til sín á þennan hátt.“
Mest lesið Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Sýn tilnefnt sem Besta íslenska vörumerkið 2025 Samstarf Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskipti innlent Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Neytendur Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Sjá meira
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent