Þúsundir viðskiptavina fastir með lán sín Þorbjörn Þórðarson skrifar 11. desember 2014 20:23 Þúsundir viðskiptavina Íbúðalánasjóðs geta ekki greitt upp lán sín eða endurfjármagnað þau vegna uppgreiðslugjalds sem sjóðurinn gerir kröfu um sem hleypur á milljónum króna. Rætt hefur verið um að bankarnir taki yfir lánasafn sjóðsins. Alls eru 138 milljarðar af útlánasafni Íbúðalánasjóðs með uppgreiðslugjaldi og því eru ljóst að þúsundir viðskiptavina sjóðsins eru með slík lán. Fréttastofan hefur undir höndum tölvupóstsamskipti viðskiptavinar Íbúðalánasjóðs við forstjóra sjóðsins en þessi viðskiptavinur er fastur, getur ekki endurfjármagnað lán sitt eða stækkað við sig þar sem Íbúðalánasjóður gerir kröfu um hátt í 5 milljóna króna uppgreiðslugjald á láninu, sem er næstum allt eigið fé hans í íbúðinni. Umræddur viðskiptavinur segir að sér líði eins og í skuldafangelsi með þetta hangandi yfir sér. Í tölvupósti sem Sigurður Erlingsson, forstjóri Íbúðalánasjóðs, sendi manninum í mars, áður en verkefnisstjórn um framtíðarskipan húsnæðismála kynnti tillögur sínar segir: „Þetta uppgreiðslugjald er hið versta mál og mikil vinna er búin að eiga sér stað við að koma þessu uppgreiðslugjaldi úr heiminum. Sú undirbúningsvinna hefur verið sett á bið sökum þess að nú stendur yfir vinna við mat á framtíðarhlutverki sjóðsins."Bankarnir með áhuga á lánasafni ÍLS Í öðrum pósti segir Sigurður: „Ef sjóðurinn starfar áfram að mestu í óbreyttri mynd finnst mér líklegt að þetta verði komið til betri vegar á næsta ári. Ef bankarnir yfirtaka lánasafnið er líka líklegt að það gæti gerst þó það sé aðeins meiri óvissa um hvernig samningum um yfirtöku lánasafns væri háttað.“Þess ber að geta að Arion banki hefur lýst yfir áhuga á að kaupa lánasafn Íbúðalánasjóðs. Í pósti sem Sigurður sendi í september sl., þar sem hann er að svara fyrirspurn um uppgreiðslugjaldið, segir: „Staðan í málinu er óbreytt og verkefni sem var ætlað að taka á þessu atriði hefur því miður verið sett í ótímabundna biðstöðu.“ Og í öðrum tölvupósti segir Sigurður aðö verkefnisstjórn um framtíðarskipan húsnæðismála hafi engar tillögur komið með vegna uppgreiðslugjaldsins. „Ég vakti í vor athygli ráðherra á því að uppgreiðslugjald, sem er afleiðing af kerfisbreytingunni 2004, hefur ekki verið leyst með þessum framtíðartillögum húsnæðismála og kallað eftir því að ráðuneytið útskýri með hvaða hætti það á að gerast með þessum tillögum verkefnastjórnar.“Engin lausn á uppgreiðslugjaldi Sigurður er í raun að segja tillögur verkefnistjórnar um framtíðarskipan húsnæðismála sem starfaði á vettvangi félagsmálaráðuneytisins hafi ekki komið neinar lausnir á uppgreiðslugjaldinu. Það má því segja uppgreiðslugjaldið sé viðvarandi vandamál á meðan lánasöfn Íbúðalánasjóðs hafa ekki verið tekin yfir eða rekstrarfyrirkomulagi sjóðsins breytt. Sigurður baðst undan viðtali í dag vegna málsins. Rætt var við Eygló Harðardóttur félags- og húsnæðismálaráðherra í beinni útsendingu frá Alþingi vegna málsins og það má nálgast viðtalið í meðfylgjandi myndskeiði. Mest lesið Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Opið fyrir innsendingar í Lúðurinn 2025 Samstarf Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Sjá meira
Þúsundir viðskiptavina Íbúðalánasjóðs geta ekki greitt upp lán sín eða endurfjármagnað þau vegna uppgreiðslugjalds sem sjóðurinn gerir kröfu um sem hleypur á milljónum króna. Rætt hefur verið um að bankarnir taki yfir lánasafn sjóðsins. Alls eru 138 milljarðar af útlánasafni Íbúðalánasjóðs með uppgreiðslugjaldi og því eru ljóst að þúsundir viðskiptavina sjóðsins eru með slík lán. Fréttastofan hefur undir höndum tölvupóstsamskipti viðskiptavinar Íbúðalánasjóðs við forstjóra sjóðsins en þessi viðskiptavinur er fastur, getur ekki endurfjármagnað lán sitt eða stækkað við sig þar sem Íbúðalánasjóður gerir kröfu um hátt í 5 milljóna króna uppgreiðslugjald á láninu, sem er næstum allt eigið fé hans í íbúðinni. Umræddur viðskiptavinur segir að sér líði eins og í skuldafangelsi með þetta hangandi yfir sér. Í tölvupósti sem Sigurður Erlingsson, forstjóri Íbúðalánasjóðs, sendi manninum í mars, áður en verkefnisstjórn um framtíðarskipan húsnæðismála kynnti tillögur sínar segir: „Þetta uppgreiðslugjald er hið versta mál og mikil vinna er búin að eiga sér stað við að koma þessu uppgreiðslugjaldi úr heiminum. Sú undirbúningsvinna hefur verið sett á bið sökum þess að nú stendur yfir vinna við mat á framtíðarhlutverki sjóðsins."Bankarnir með áhuga á lánasafni ÍLS Í öðrum pósti segir Sigurður: „Ef sjóðurinn starfar áfram að mestu í óbreyttri mynd finnst mér líklegt að þetta verði komið til betri vegar á næsta ári. Ef bankarnir yfirtaka lánasafnið er líka líklegt að það gæti gerst þó það sé aðeins meiri óvissa um hvernig samningum um yfirtöku lánasafns væri háttað.“Þess ber að geta að Arion banki hefur lýst yfir áhuga á að kaupa lánasafn Íbúðalánasjóðs. Í pósti sem Sigurður sendi í september sl., þar sem hann er að svara fyrirspurn um uppgreiðslugjaldið, segir: „Staðan í málinu er óbreytt og verkefni sem var ætlað að taka á þessu atriði hefur því miður verið sett í ótímabundna biðstöðu.“ Og í öðrum tölvupósti segir Sigurður aðö verkefnisstjórn um framtíðarskipan húsnæðismála hafi engar tillögur komið með vegna uppgreiðslugjaldsins. „Ég vakti í vor athygli ráðherra á því að uppgreiðslugjald, sem er afleiðing af kerfisbreytingunni 2004, hefur ekki verið leyst með þessum framtíðartillögum húsnæðismála og kallað eftir því að ráðuneytið útskýri með hvaða hætti það á að gerast með þessum tillögum verkefnastjórnar.“Engin lausn á uppgreiðslugjaldi Sigurður er í raun að segja tillögur verkefnistjórnar um framtíðarskipan húsnæðismála sem starfaði á vettvangi félagsmálaráðuneytisins hafi ekki komið neinar lausnir á uppgreiðslugjaldinu. Það má því segja uppgreiðslugjaldið sé viðvarandi vandamál á meðan lánasöfn Íbúðalánasjóðs hafa ekki verið tekin yfir eða rekstrarfyrirkomulagi sjóðsins breytt. Sigurður baðst undan viðtali í dag vegna málsins. Rætt var við Eygló Harðardóttur félags- og húsnæðismálaráðherra í beinni útsendingu frá Alþingi vegna málsins og það má nálgast viðtalið í meðfylgjandi myndskeiði.
Mest lesið Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Opið fyrir innsendingar í Lúðurinn 2025 Samstarf Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Sjá meira