Þúsundir viðskiptavina fastir með lán sín Þorbjörn Þórðarson skrifar 11. desember 2014 20:23 Þúsundir viðskiptavina Íbúðalánasjóðs geta ekki greitt upp lán sín eða endurfjármagnað þau vegna uppgreiðslugjalds sem sjóðurinn gerir kröfu um sem hleypur á milljónum króna. Rætt hefur verið um að bankarnir taki yfir lánasafn sjóðsins. Alls eru 138 milljarðar af útlánasafni Íbúðalánasjóðs með uppgreiðslugjaldi og því eru ljóst að þúsundir viðskiptavina sjóðsins eru með slík lán. Fréttastofan hefur undir höndum tölvupóstsamskipti viðskiptavinar Íbúðalánasjóðs við forstjóra sjóðsins en þessi viðskiptavinur er fastur, getur ekki endurfjármagnað lán sitt eða stækkað við sig þar sem Íbúðalánasjóður gerir kröfu um hátt í 5 milljóna króna uppgreiðslugjald á láninu, sem er næstum allt eigið fé hans í íbúðinni. Umræddur viðskiptavinur segir að sér líði eins og í skuldafangelsi með þetta hangandi yfir sér. Í tölvupósti sem Sigurður Erlingsson, forstjóri Íbúðalánasjóðs, sendi manninum í mars, áður en verkefnisstjórn um framtíðarskipan húsnæðismála kynnti tillögur sínar segir: „Þetta uppgreiðslugjald er hið versta mál og mikil vinna er búin að eiga sér stað við að koma þessu uppgreiðslugjaldi úr heiminum. Sú undirbúningsvinna hefur verið sett á bið sökum þess að nú stendur yfir vinna við mat á framtíðarhlutverki sjóðsins."Bankarnir með áhuga á lánasafni ÍLS Í öðrum pósti segir Sigurður: „Ef sjóðurinn starfar áfram að mestu í óbreyttri mynd finnst mér líklegt að þetta verði komið til betri vegar á næsta ári. Ef bankarnir yfirtaka lánasafnið er líka líklegt að það gæti gerst þó það sé aðeins meiri óvissa um hvernig samningum um yfirtöku lánasafns væri háttað.“Þess ber að geta að Arion banki hefur lýst yfir áhuga á að kaupa lánasafn Íbúðalánasjóðs. Í pósti sem Sigurður sendi í september sl., þar sem hann er að svara fyrirspurn um uppgreiðslugjaldið, segir: „Staðan í málinu er óbreytt og verkefni sem var ætlað að taka á þessu atriði hefur því miður verið sett í ótímabundna biðstöðu.“ Og í öðrum tölvupósti segir Sigurður aðö verkefnisstjórn um framtíðarskipan húsnæðismála hafi engar tillögur komið með vegna uppgreiðslugjaldsins. „Ég vakti í vor athygli ráðherra á því að uppgreiðslugjald, sem er afleiðing af kerfisbreytingunni 2004, hefur ekki verið leyst með þessum framtíðartillögum húsnæðismála og kallað eftir því að ráðuneytið útskýri með hvaða hætti það á að gerast með þessum tillögum verkefnastjórnar.“Engin lausn á uppgreiðslugjaldi Sigurður er í raun að segja tillögur verkefnistjórnar um framtíðarskipan húsnæðismála sem starfaði á vettvangi félagsmálaráðuneytisins hafi ekki komið neinar lausnir á uppgreiðslugjaldinu. Það má því segja uppgreiðslugjaldið sé viðvarandi vandamál á meðan lánasöfn Íbúðalánasjóðs hafa ekki verið tekin yfir eða rekstrarfyrirkomulagi sjóðsins breytt. Sigurður baðst undan viðtali í dag vegna málsins. Rætt var við Eygló Harðardóttur félags- og húsnæðismálaráðherra í beinni útsendingu frá Alþingi vegna málsins og það má nálgast viðtalið í meðfylgjandi myndskeiði. Mest lesið Play er gjaldþrota Viðskipti innlent Þetta eru réttindi þeirra sem eiga bókað með Play Neytendur Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Viðskipti innlent Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Viðskipti innlent „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ Viðskipti innlent „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Viðskipti innlent Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Viðskipti innlent Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG Viðskipti innlent „Höfum aldrei þurft að hugsa um þetta áður“ Atvinnulíf Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Fleiri fréttir Eiga í viðræðum við stjórnvöld um strandaglópa Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Ráðin sölu- og markaðsstjóri hjá Alfreð Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Play er gjaldþrota Bein útsending: Staða aðfluttra á húsnæðismarkaði Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Sjá meira
Þúsundir viðskiptavina Íbúðalánasjóðs geta ekki greitt upp lán sín eða endurfjármagnað þau vegna uppgreiðslugjalds sem sjóðurinn gerir kröfu um sem hleypur á milljónum króna. Rætt hefur verið um að bankarnir taki yfir lánasafn sjóðsins. Alls eru 138 milljarðar af útlánasafni Íbúðalánasjóðs með uppgreiðslugjaldi og því eru ljóst að þúsundir viðskiptavina sjóðsins eru með slík lán. Fréttastofan hefur undir höndum tölvupóstsamskipti viðskiptavinar Íbúðalánasjóðs við forstjóra sjóðsins en þessi viðskiptavinur er fastur, getur ekki endurfjármagnað lán sitt eða stækkað við sig þar sem Íbúðalánasjóður gerir kröfu um hátt í 5 milljóna króna uppgreiðslugjald á láninu, sem er næstum allt eigið fé hans í íbúðinni. Umræddur viðskiptavinur segir að sér líði eins og í skuldafangelsi með þetta hangandi yfir sér. Í tölvupósti sem Sigurður Erlingsson, forstjóri Íbúðalánasjóðs, sendi manninum í mars, áður en verkefnisstjórn um framtíðarskipan húsnæðismála kynnti tillögur sínar segir: „Þetta uppgreiðslugjald er hið versta mál og mikil vinna er búin að eiga sér stað við að koma þessu uppgreiðslugjaldi úr heiminum. Sú undirbúningsvinna hefur verið sett á bið sökum þess að nú stendur yfir vinna við mat á framtíðarhlutverki sjóðsins."Bankarnir með áhuga á lánasafni ÍLS Í öðrum pósti segir Sigurður: „Ef sjóðurinn starfar áfram að mestu í óbreyttri mynd finnst mér líklegt að þetta verði komið til betri vegar á næsta ári. Ef bankarnir yfirtaka lánasafnið er líka líklegt að það gæti gerst þó það sé aðeins meiri óvissa um hvernig samningum um yfirtöku lánasafns væri háttað.“Þess ber að geta að Arion banki hefur lýst yfir áhuga á að kaupa lánasafn Íbúðalánasjóðs. Í pósti sem Sigurður sendi í september sl., þar sem hann er að svara fyrirspurn um uppgreiðslugjaldið, segir: „Staðan í málinu er óbreytt og verkefni sem var ætlað að taka á þessu atriði hefur því miður verið sett í ótímabundna biðstöðu.“ Og í öðrum tölvupósti segir Sigurður aðö verkefnisstjórn um framtíðarskipan húsnæðismála hafi engar tillögur komið með vegna uppgreiðslugjaldsins. „Ég vakti í vor athygli ráðherra á því að uppgreiðslugjald, sem er afleiðing af kerfisbreytingunni 2004, hefur ekki verið leyst með þessum framtíðartillögum húsnæðismála og kallað eftir því að ráðuneytið útskýri með hvaða hætti það á að gerast með þessum tillögum verkefnastjórnar.“Engin lausn á uppgreiðslugjaldi Sigurður er í raun að segja tillögur verkefnistjórnar um framtíðarskipan húsnæðismála sem starfaði á vettvangi félagsmálaráðuneytisins hafi ekki komið neinar lausnir á uppgreiðslugjaldinu. Það má því segja uppgreiðslugjaldið sé viðvarandi vandamál á meðan lánasöfn Íbúðalánasjóðs hafa ekki verið tekin yfir eða rekstrarfyrirkomulagi sjóðsins breytt. Sigurður baðst undan viðtali í dag vegna málsins. Rætt var við Eygló Harðardóttur félags- og húsnæðismálaráðherra í beinni útsendingu frá Alþingi vegna málsins og það má nálgast viðtalið í meðfylgjandi myndskeiði.
Mest lesið Play er gjaldþrota Viðskipti innlent Þetta eru réttindi þeirra sem eiga bókað með Play Neytendur Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Viðskipti innlent Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Viðskipti innlent „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ Viðskipti innlent „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Viðskipti innlent Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Viðskipti innlent Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG Viðskipti innlent „Höfum aldrei þurft að hugsa um þetta áður“ Atvinnulíf Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Fleiri fréttir Eiga í viðræðum við stjórnvöld um strandaglópa Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Ráðin sölu- og markaðsstjóri hjá Alfreð Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Play er gjaldþrota Bein útsending: Staða aðfluttra á húsnæðismarkaði Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Sjá meira