Tekjur ríkissjóðs af Iceland Airwaves er hálfur milljarður Jakob Bjarnar skrifar 28. október 2014 11:03 Grímur Atlason hefur verið framkvæmdastjóri Iceland Airwaves frá 2010. Vísir/Arnþór Grímur Atlason, framkvæmdastjóri Iceland Airwaves Music Festival (IA), segir að tónlistarhátíðin sem hefst í næstu viku skili þjóðarbúinu tveimur milljörðum í formi gjaldeyristekna og hálfur milljarður renni beint í ríkissjóð. Hátíðin, sem hefst miðvikudaginn 5. nóvember, stendur í fimm daga eða til sunnudags Meðal þeirra sem koma fram á IA í ár eru: FM Belfast, Kaleo, Hozier, Flaming Lips. The Knife, Ásgeir, War on Drugs, Anna Calvi, Jungle og 209 önnur atriði. „Þar koma fram 219 tónlistaratriði sem koma víða að en þó er uppistaðan íslensk. Það að þessi flokkur tónlistarmanna komi saman og haldi nokkra tónleika í Reykjavík um hávetur skilar ríkissjóði hálfum milljarði. Að auki renna í þjóðarbúið 2 milljarðar í gjaldeyristekjum. Starfsmennirnir sem skipuleggja þennan viðburð eru tveir og hálfur á ársgrundvelli. Landkynningin sem þessi gjörningur skilar verður vart mældur í krónum og aurum. Hingað koma tugir fréttamiðla frá öllum heimshornum til að gera viðburðinum skil. Ég segi nú bara takk fyrir þetta tónlistarmenn!“ Grímur vekur athygli á þessu ekki síst vegna þess að honum þykir skjóta skökku við að tónlistarkennarar hafa nú verið í verkfalli í tæpa viku án þess að það þyki neitt tiltökumál. „Verkfall lækna veldur meiri áhyggjum almennt enda meira aðkallandi mál svona í hér og núinu. En mig langar að ítreka að samfélög eru ekkert ef þar þrífst ekki menning. Ég hef á netinu rekist á háðsglósur í garð tónlistarkennara og listamanna. Listamannalaunin og Vestmannaeyjar eru auðvitað hin endalausa vitleysa. Það er með ólíkindum hvað sumt fólk er skammsýnt þegar kemur að menningu og listum. Fussað og sveiað yfir afætunum sem gera ekkert annað en að strjúka nótnaborð, plokka strengi svo ekki sé talað um lyklaborðspikkarana,“ segir Grímur sem telur að þeir sem ekki átti sig á mikilvægi lista og menningar séu skammsýnir. „Ég er endalaust þakklátur fyrir það fólk sem helgar sig menningu og listum. Án þess biði mín og án efa flestra annarra andleg eyðimörk,“ segir Grímur. En, jafnvel þó þetta sé bara hugsað í krónum og aurum, þá sé þessi nú staðreyndin, að skapandi listir séu skapi áþreifanleg verðmæti. Um það á ekki að þurfa að deila. Airwaves Mest lesið Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Neytendur Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Viðskipti innlent Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Sjá meira
Grímur Atlason, framkvæmdastjóri Iceland Airwaves Music Festival (IA), segir að tónlistarhátíðin sem hefst í næstu viku skili þjóðarbúinu tveimur milljörðum í formi gjaldeyristekna og hálfur milljarður renni beint í ríkissjóð. Hátíðin, sem hefst miðvikudaginn 5. nóvember, stendur í fimm daga eða til sunnudags Meðal þeirra sem koma fram á IA í ár eru: FM Belfast, Kaleo, Hozier, Flaming Lips. The Knife, Ásgeir, War on Drugs, Anna Calvi, Jungle og 209 önnur atriði. „Þar koma fram 219 tónlistaratriði sem koma víða að en þó er uppistaðan íslensk. Það að þessi flokkur tónlistarmanna komi saman og haldi nokkra tónleika í Reykjavík um hávetur skilar ríkissjóði hálfum milljarði. Að auki renna í þjóðarbúið 2 milljarðar í gjaldeyristekjum. Starfsmennirnir sem skipuleggja þennan viðburð eru tveir og hálfur á ársgrundvelli. Landkynningin sem þessi gjörningur skilar verður vart mældur í krónum og aurum. Hingað koma tugir fréttamiðla frá öllum heimshornum til að gera viðburðinum skil. Ég segi nú bara takk fyrir þetta tónlistarmenn!“ Grímur vekur athygli á þessu ekki síst vegna þess að honum þykir skjóta skökku við að tónlistarkennarar hafa nú verið í verkfalli í tæpa viku án þess að það þyki neitt tiltökumál. „Verkfall lækna veldur meiri áhyggjum almennt enda meira aðkallandi mál svona í hér og núinu. En mig langar að ítreka að samfélög eru ekkert ef þar þrífst ekki menning. Ég hef á netinu rekist á háðsglósur í garð tónlistarkennara og listamanna. Listamannalaunin og Vestmannaeyjar eru auðvitað hin endalausa vitleysa. Það er með ólíkindum hvað sumt fólk er skammsýnt þegar kemur að menningu og listum. Fussað og sveiað yfir afætunum sem gera ekkert annað en að strjúka nótnaborð, plokka strengi svo ekki sé talað um lyklaborðspikkarana,“ segir Grímur sem telur að þeir sem ekki átti sig á mikilvægi lista og menningar séu skammsýnir. „Ég er endalaust þakklátur fyrir það fólk sem helgar sig menningu og listum. Án þess biði mín og án efa flestra annarra andleg eyðimörk,“ segir Grímur. En, jafnvel þó þetta sé bara hugsað í krónum og aurum, þá sé þessi nú staðreyndin, að skapandi listir séu skapi áþreifanleg verðmæti. Um það á ekki að þurfa að deila.
Airwaves Mest lesið Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Neytendur Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Viðskipti innlent Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Sjá meira