Sjá merki um nýja bólu á hlutabréfamarkaði Haraldur Guðmundsson skrifar 9. janúar 2014 07:00 Heildarviðskipti með hlutabréf námu á síðasta ári 1.018 milljónum á dag. Fréttablaðið/Stefán „Það eru merki um að eignabóla geti farið að myndast á íslenskum hlutabréfamarkaði. Þegar mikið fjármagn er að leita að fáum fjárfestingarkostum er alltaf hætta á því að bóla myndist og það er svolítið það sem við gætum farið að upplifa hér á Íslandi,“ segir Stefán Broddi Guðjónsson hjá Greiningardeild Arion Banka, spurður hvort líkur á eignabólu á innlendum hlutabréfamarkaði hafi aukist að undanförnu. Heildarviðskipti með hlutabréf í Kauphöll Íslands námu 251 milljarði króna á síðasta ári samanborið við 89 milljarða veltu árið 2012. Þrjú félög, N1, TM og VÍS, voru skráð á Aðalmarkað Kauphallarinnar árið 2013 og fagfjárfestar jafnt sem almennir sýndu hlutafjárútboðum þeirra mikinn áhuga. „Hlutabréfamarkaðir hafa yfirhöfuð, bæði hér á landi og annars staðar, hækkað töluvert mikið á undanförnum tveimur árum. Fjárfestar hafa verið heldur bjartsýnir og þeir hafa verið tilbúnir í aðeins meiri áhættu. Ísland hefur því ekkert verið að þróast neitt öðru vísi en önnur lönd og íslenskar hlutabréfavísitölur hafa þróast á sambærilegan hátt og annars staðar,“ segir Stefán. Hann segir mikla þátttöku í hlutafjárútboðum eiga sér augljósa skýringu í því að fagfjárfestar og almenningur horfa í auknum mæli á þau sem auðvelda leið til að hagnast á stuttum tíma. „Það er samt ekki alltaf þannig. Það er heilmikil áhætta fólgin í því að taka þátt í hlutafjárútboðum og ég tala ekki um þegar fólk tekur lán til að taka þátt í þeim.“Jóhann Viðar Ívarsson, greinandi hjá IFS Greiningu, tekur í sama streng og Stefán varðandi möguleikann á eignabólu. Hann segir fjárfesta þurfa að vera varkára varðandi verðlagningu hlutabréfa. „Helstu verðkennitölur á íslenska markaðnum eru í frekar háum gildum í samanburði við verðkennitölur á öðrum mörkuðum, án þess að vera komnar út fyrir þessi mörk sem mætti kalla bóluástand. Sögulega hefur íslenski markaðurinn ekki verið feiminn við að verðleggja sig við hliðina á stærstu mörkuðum heims en að minnsta kosti án gjaldeyrishafta má færa góð rök fyrir því að lægri kennitölur hæfi honum, meðal annars vegna hærra vaxtastigs, smæðar og grunnleika,“ segir Jóhann. Spurður hvort það sé næg innistæða fyrir þessum hækkunum á verði hlutabréfa bendir Stefán á að breytingar á verði félaganna hafi oftast tekið mið af afkomu þeirra og öðrum tíðindum. „Það er stærsti mælikvarðinn. Hins vegar má það ekki gleymast að sum félög voru ekkert að hækka. Það er ákveðið heilbrigðismerki að í fyrra voru félög sem stóðu ekki undir væntingum og þeim var refsað þannig að þau lækkuðu á markaði,“ segir Stefán og nefnir fyrirtækin Marel og Vodafone sem dæmi. „Ég vona svo sannarlega að þetta haldi áfram því það er auðvitað óhollt og skaðlegt til lengri tíma litið ef markaðurinn fer að hegða sér þannig að öll félög fari að hækka óháð frammistöðu og afkomu.“ Mest lesið Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Viðskipti innlent Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Viðskipti innlent Myndaveisla: Afreksfólk atvinnulífsins fjölmennti í höllina Framúrskarandi fyrirtæki Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Sterk heild og skýr gildi gera Afltak að fyrirmynd í byggingariðnaði Framúrskarandi kynning Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Bauhaus styrkir góð málefni fyrir jólin Samstarf Fleiri fréttir Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Sjá meira
„Það eru merki um að eignabóla geti farið að myndast á íslenskum hlutabréfamarkaði. Þegar mikið fjármagn er að leita að fáum fjárfestingarkostum er alltaf hætta á því að bóla myndist og það er svolítið það sem við gætum farið að upplifa hér á Íslandi,“ segir Stefán Broddi Guðjónsson hjá Greiningardeild Arion Banka, spurður hvort líkur á eignabólu á innlendum hlutabréfamarkaði hafi aukist að undanförnu. Heildarviðskipti með hlutabréf í Kauphöll Íslands námu 251 milljarði króna á síðasta ári samanborið við 89 milljarða veltu árið 2012. Þrjú félög, N1, TM og VÍS, voru skráð á Aðalmarkað Kauphallarinnar árið 2013 og fagfjárfestar jafnt sem almennir sýndu hlutafjárútboðum þeirra mikinn áhuga. „Hlutabréfamarkaðir hafa yfirhöfuð, bæði hér á landi og annars staðar, hækkað töluvert mikið á undanförnum tveimur árum. Fjárfestar hafa verið heldur bjartsýnir og þeir hafa verið tilbúnir í aðeins meiri áhættu. Ísland hefur því ekkert verið að þróast neitt öðru vísi en önnur lönd og íslenskar hlutabréfavísitölur hafa þróast á sambærilegan hátt og annars staðar,“ segir Stefán. Hann segir mikla þátttöku í hlutafjárútboðum eiga sér augljósa skýringu í því að fagfjárfestar og almenningur horfa í auknum mæli á þau sem auðvelda leið til að hagnast á stuttum tíma. „Það er samt ekki alltaf þannig. Það er heilmikil áhætta fólgin í því að taka þátt í hlutafjárútboðum og ég tala ekki um þegar fólk tekur lán til að taka þátt í þeim.“Jóhann Viðar Ívarsson, greinandi hjá IFS Greiningu, tekur í sama streng og Stefán varðandi möguleikann á eignabólu. Hann segir fjárfesta þurfa að vera varkára varðandi verðlagningu hlutabréfa. „Helstu verðkennitölur á íslenska markaðnum eru í frekar háum gildum í samanburði við verðkennitölur á öðrum mörkuðum, án þess að vera komnar út fyrir þessi mörk sem mætti kalla bóluástand. Sögulega hefur íslenski markaðurinn ekki verið feiminn við að verðleggja sig við hliðina á stærstu mörkuðum heims en að minnsta kosti án gjaldeyrishafta má færa góð rök fyrir því að lægri kennitölur hæfi honum, meðal annars vegna hærra vaxtastigs, smæðar og grunnleika,“ segir Jóhann. Spurður hvort það sé næg innistæða fyrir þessum hækkunum á verði hlutabréfa bendir Stefán á að breytingar á verði félaganna hafi oftast tekið mið af afkomu þeirra og öðrum tíðindum. „Það er stærsti mælikvarðinn. Hins vegar má það ekki gleymast að sum félög voru ekkert að hækka. Það er ákveðið heilbrigðismerki að í fyrra voru félög sem stóðu ekki undir væntingum og þeim var refsað þannig að þau lækkuðu á markaði,“ segir Stefán og nefnir fyrirtækin Marel og Vodafone sem dæmi. „Ég vona svo sannarlega að þetta haldi áfram því það er auðvitað óhollt og skaðlegt til lengri tíma litið ef markaðurinn fer að hegða sér þannig að öll félög fari að hækka óháð frammistöðu og afkomu.“
Mest lesið Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Viðskipti innlent Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Viðskipti innlent Myndaveisla: Afreksfólk atvinnulífsins fjölmennti í höllina Framúrskarandi fyrirtæki Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Sterk heild og skýr gildi gera Afltak að fyrirmynd í byggingariðnaði Framúrskarandi kynning Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Bauhaus styrkir góð málefni fyrir jólin Samstarf Fleiri fréttir Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Sjá meira