Sigurður Ingi: „Misstum af sögulegu tækifæri“ Jón Júlíus Karlsson skrifar 6. mars 2014 20:00 Útséð er um að samningar náist í makríldeilunni eftir að fundi strandríkja lauk án samkomulags í Edinborg í gærkvöldi. Sjávarútvegsráðherra segir sögulegt tækifæri á sáttum hafa farið forgörðum vegna ósveigjanleika Norðmanna. Makrílkvóti íslenskra skipa fyrir þetta ár verður gefinn út á næstu vikum. Reynt var til þrautar að ná samkomulagi í makríldeilunni á þeim grundvelli sem lá fyrir á milli Íslands og Evrópusambandsins. ESB hafði fallist á kröfur Íslands og Færeyja um að hvor þjóð fengi 12% makrílkvótans á komandi fiskveiðiári sem kom ekki til greina að mati Norðmanna. „Við misstum af sögulegu tækifæri til að ná samkomulagi. Ástæðan fyrir því að það náðist ekki samkomulag er kannski aðallega ósveigjanleiki Norðmanna og órökstudd krafa þeirra um veiðar langt umfram ráðgjöf Alþjóða hafrannsóknaráðsins,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegsráðherra.Óljóst með makrílkvóta ársins Alþjóða hafrannsóknaráðið gaf út í dag að heildarmakrílkvótinn verði um 890 þúsund tonn á þessu ári. Norðmenn vildu að kvótinn yrði talsvert meiri en því höfnuðu önnur ríki og ESB vegna hættu á offramboði og verðhruni á helstu mörkuðum. Íslensk stjórnvöld munu einhliða ákvarða sér makrílkvóta fyrir næsta fiskveiðitímabil. Ráðherra segir óljóst hvort kvótinn verði meiri eða minni á þessu ári. „Við höfum verið að veiða u.þ.b. 130 þúsund tonn á síðustu tveimur árum og ef að við hefðum náð samkomulagi á grundvelli þeirrar ráðgjafar þá hefðum við veitt svipað á þessu ári. Við eigum eftir að fara betur yfir hvernig úthlutun heildaraflans til íslenskra skipa verður háttað,“ segir Sigurður Ingi.„Þjóðir eiga enga vini - bara hagsmuni“ Makríldeila milli Íslendinga og Norðmanna hefur verið nokkuð hörð. Norðmenn hafa sýnt makrílveiðum Íslendinga lítinn skilning. „Það hefur komið skýrt fram að þeir telja okkar hluteild eigi að vera mun lægri heldur en við sækjumst eftir,“ segir Sigurður Ingi. „Það hefur stundum verið sagt að þjóðir eigi enga vini - bara hagsmuni. Við höfum sannarlega tekist á en auðvitað eru þetta frændþjóðir og ég trúi því að við náum niðurstöðu.“ Mest lesið Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Icelandair ræður þrjá nýja stjórnendur til starfa Viðskipti innlent Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Fleiri fréttir Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Sjá meira
Útséð er um að samningar náist í makríldeilunni eftir að fundi strandríkja lauk án samkomulags í Edinborg í gærkvöldi. Sjávarútvegsráðherra segir sögulegt tækifæri á sáttum hafa farið forgörðum vegna ósveigjanleika Norðmanna. Makrílkvóti íslenskra skipa fyrir þetta ár verður gefinn út á næstu vikum. Reynt var til þrautar að ná samkomulagi í makríldeilunni á þeim grundvelli sem lá fyrir á milli Íslands og Evrópusambandsins. ESB hafði fallist á kröfur Íslands og Færeyja um að hvor þjóð fengi 12% makrílkvótans á komandi fiskveiðiári sem kom ekki til greina að mati Norðmanna. „Við misstum af sögulegu tækifæri til að ná samkomulagi. Ástæðan fyrir því að það náðist ekki samkomulag er kannski aðallega ósveigjanleiki Norðmanna og órökstudd krafa þeirra um veiðar langt umfram ráðgjöf Alþjóða hafrannsóknaráðsins,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegsráðherra.Óljóst með makrílkvóta ársins Alþjóða hafrannsóknaráðið gaf út í dag að heildarmakrílkvótinn verði um 890 þúsund tonn á þessu ári. Norðmenn vildu að kvótinn yrði talsvert meiri en því höfnuðu önnur ríki og ESB vegna hættu á offramboði og verðhruni á helstu mörkuðum. Íslensk stjórnvöld munu einhliða ákvarða sér makrílkvóta fyrir næsta fiskveiðitímabil. Ráðherra segir óljóst hvort kvótinn verði meiri eða minni á þessu ári. „Við höfum verið að veiða u.þ.b. 130 þúsund tonn á síðustu tveimur árum og ef að við hefðum náð samkomulagi á grundvelli þeirrar ráðgjafar þá hefðum við veitt svipað á þessu ári. Við eigum eftir að fara betur yfir hvernig úthlutun heildaraflans til íslenskra skipa verður háttað,“ segir Sigurður Ingi.„Þjóðir eiga enga vini - bara hagsmuni“ Makríldeila milli Íslendinga og Norðmanna hefur verið nokkuð hörð. Norðmenn hafa sýnt makrílveiðum Íslendinga lítinn skilning. „Það hefur komið skýrt fram að þeir telja okkar hluteild eigi að vera mun lægri heldur en við sækjumst eftir,“ segir Sigurður Ingi. „Það hefur stundum verið sagt að þjóðir eigi enga vini - bara hagsmuni. Við höfum sannarlega tekist á en auðvitað eru þetta frændþjóðir og ég trúi því að við náum niðurstöðu.“
Mest lesið Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Icelandair ræður þrjá nýja stjórnendur til starfa Viðskipti innlent Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Fleiri fréttir Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Sjá meira