Skipti tapa 17 milljörðum milli ára Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 14. mars 2014 06:45 Orri Hauksson forstjóri Símans segir félagið hafa viljað sýna varúð vegna hægari afkomu undanfarin ár. Fréttablaðið/Pjetur Skipti hf. birti ársreiknginn fyrir árið 2013 í gær. Þar kemur meðal annars fram að bókfært tap félagsins fyrir árið 2013 nam tæpum 17 milljörðum króna samanborið við 3,4 milljarða tap árið áður. Í tilkynningu er tapið sagt skýrast af alls 19,6 milljarða gjaldfærslu eftirtalinna liða: Rúmlega 14 milljarða virðisrýrnun viðskiptavildar, ríflega 3 milljarða niðurfærslu á kröfu á hendur Glitni hf. og 2,6 milljarða gjaldfærslu í varúðarskyni vegna endurákvörðunar skatta. „Varðandi tapið þá er langstærsti einstaki þátturinn þar niðurskrift á viðskiptavild. Það var búið að skrifa niður viðskiptavild um meira en 19 milljarða á undanförnum árum, en aldrei í svona stórum skrefum eins og núna,“ segir Orri Hauksson forstjóri Símans í samtali við Fréttablaðið. Hann segir ástæðu niðurfærslunnar vera þá að félagið hafi viljað setja fram forsendur sem eru varúðarfyllri en áður miðað við hvernig afkoma þess hafi þróast milli áranna 2012 og 2013. „Það voru mótuð framtíðarplön hérna 2010 og þau hafa gengið ágætlega eftir, það er að segja það er að ganga betur í rekstrinum, en það hægist síðan á því hversu afkomubatinn er mikill. Þess vegna vildum við núna í staðinn fyrir að gera ráð fyrir fyrri áætlunum um afkomubata frekar sýna aðeins meiri varúð,“ segir Orri. Rekstrarhagnaður Skipta á síðasta ári fyrir afskriftir og fjármagnsliði (EBITDA) nam 8,3 milljörðum króna samanborið við 7,4 milljarða árið áður. Eiginfjárhlutfall félagsins er 45,0% og eigið fé er 26,4 milljarðar króna. Eigið fé var 7,9 milljarðar í lok árs 2012 og eiginfjárhlutfall 10,2%. Sala nam 29,9 milljörðum króna samanborið við 28,9 milljarða árið áður og er aukningin 3,6%. Rekstrarkostnaður lækkar um 79 milljónir króna milli ára og er 9.467 milljónir króna. Mikið hefur verið rætt um skráningu Símans á Aðalmarkað Kauphallarinnar. Orri segir að ekki þurfi að uppfæra margt til að hægt verði að demba sér í þá vinnu, en það liggi fyrir hjá bæði eigendum og stjórn að stefnt sé að því að fara á markað. „Það er ekki búið að ákveða tímasetningu, það er að koma aðalfundur núna og það bíður stjórnar að ákveða hvernig þessu verður háttað,“ segir Orri en telur að það muni gerast á næstu tólf til þrettán mánuðum. Mest lesið Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
Skipti hf. birti ársreiknginn fyrir árið 2013 í gær. Þar kemur meðal annars fram að bókfært tap félagsins fyrir árið 2013 nam tæpum 17 milljörðum króna samanborið við 3,4 milljarða tap árið áður. Í tilkynningu er tapið sagt skýrast af alls 19,6 milljarða gjaldfærslu eftirtalinna liða: Rúmlega 14 milljarða virðisrýrnun viðskiptavildar, ríflega 3 milljarða niðurfærslu á kröfu á hendur Glitni hf. og 2,6 milljarða gjaldfærslu í varúðarskyni vegna endurákvörðunar skatta. „Varðandi tapið þá er langstærsti einstaki þátturinn þar niðurskrift á viðskiptavild. Það var búið að skrifa niður viðskiptavild um meira en 19 milljarða á undanförnum árum, en aldrei í svona stórum skrefum eins og núna,“ segir Orri Hauksson forstjóri Símans í samtali við Fréttablaðið. Hann segir ástæðu niðurfærslunnar vera þá að félagið hafi viljað setja fram forsendur sem eru varúðarfyllri en áður miðað við hvernig afkoma þess hafi þróast milli áranna 2012 og 2013. „Það voru mótuð framtíðarplön hérna 2010 og þau hafa gengið ágætlega eftir, það er að segja það er að ganga betur í rekstrinum, en það hægist síðan á því hversu afkomubatinn er mikill. Þess vegna vildum við núna í staðinn fyrir að gera ráð fyrir fyrri áætlunum um afkomubata frekar sýna aðeins meiri varúð,“ segir Orri. Rekstrarhagnaður Skipta á síðasta ári fyrir afskriftir og fjármagnsliði (EBITDA) nam 8,3 milljörðum króna samanborið við 7,4 milljarða árið áður. Eiginfjárhlutfall félagsins er 45,0% og eigið fé er 26,4 milljarðar króna. Eigið fé var 7,9 milljarðar í lok árs 2012 og eiginfjárhlutfall 10,2%. Sala nam 29,9 milljörðum króna samanborið við 28,9 milljarða árið áður og er aukningin 3,6%. Rekstrarkostnaður lækkar um 79 milljónir króna milli ára og er 9.467 milljónir króna. Mikið hefur verið rætt um skráningu Símans á Aðalmarkað Kauphallarinnar. Orri segir að ekki þurfi að uppfæra margt til að hægt verði að demba sér í þá vinnu, en það liggi fyrir hjá bæði eigendum og stjórn að stefnt sé að því að fara á markað. „Það er ekki búið að ákveða tímasetningu, það er að koma aðalfundur núna og það bíður stjórnar að ákveða hvernig þessu verður háttað,“ segir Orri en telur að það muni gerast á næstu tólf til þrettán mánuðum.
Mest lesið Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira