Viðskipti innlent

Játuðu sök og gert að greiða sekt

Karl við þingfestingu málsins í dag.
Karl við þingfestingu málsins í dag. VÍSIR/GVA

Karl Wernersson og Guðni Björgvin Guðnason, sem ákærðir voru ásamt hlutafélaginu Lyf og heilsu fyrir meiriháttar brot gegn ársreikningslögum, játuðu sök við þingfestingu málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur nú rétt eftir hádegið.

Karl var stjórnarformaður og og framkvæmdastjóri félagsins frá 1. september 2010. Guðni var framkvæmdastjóri þess frá 31. ágúst 2010.

Þeim var gert að sök að hafa vanrækt skil á ársreikningum Lyf og heilsu á lögmæltum tíma. Karl á árunum 2008 til 2010 og Guðni vegna áranna 2008 og 2009.

Karli var gert að greiða hálfa milljón í sekt til ríkissjóðs og Guðna var gert að greiða sekt.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×