Ríkið endurgreiði gjöld af iPod Touch Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 16. júní 2014 07:00 Um 15 til 20 prósent af vörum eru líklega rangt flokkuð. Mynd/Apple.com Dómur féll á föstudag í máli sem rekið var gegn íslenska ríkinu vegna tollflokkunar á iPod Touch-spjaldtölvum. Niðurstaðan var á þá leið að staðfest var að tækið hefur verið tollflokkað með röngum hætti um árabil. Þannig var tækið fyrst sett í tollflokkinn „hljóðupptöku- eða hljóðflutningstæki“ og síðar „myndupptökutæki eða myndflutningstæki“. Flokkunin leiddi til þess að innflytjendur vörunnar höfðu greitt umtalsverð gjöld við innflutning hennar. Það fé, samtals rúmlega 16 milljónir ásamt vöxtum og dráttarvöxtum, ber ríkinu að endurgreiða. Stefnandi, Skakkiturn ehf. umboðsmaður Apple á Íslandi, taldi að flokka ætti tækið í tollflokkinn „sjálfvirkar ferðagagnavinnsluvélar og einingar til þeirra“ og féllst dómurinn á þá flokkun en sá tollflokkur ber engin gjöld eða tolla. „Þetta kemur í raun ekkert á óvart,“ segir Björg Ásta Þórðardóttir, lögfræðingur hjá Félagi atvinnurekenda, sem aðstoðaði stefnanda. „Varan er tölva en ekki vasadiskó og það vita allir sem hafa notað hana. Það sem meira máli skiptir er að innflytjendur geri sér grein fyrir því að tollflokkun er oft og tíðum röng. Það er erfitt að meta það með vissu en við höfum áætlað að í ákveðnum vöruflokkum séu allt að 15 til 20 prósent af vörum rangt flokkuð.“ Lögmaður Apple í málinu segir óljóst hvort ríkið ákveði að áfrýja niðurstöðunni en hún sé fagnaðarefni. Mest lesið Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Viðskipti innlent Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Sjá meira
Dómur féll á föstudag í máli sem rekið var gegn íslenska ríkinu vegna tollflokkunar á iPod Touch-spjaldtölvum. Niðurstaðan var á þá leið að staðfest var að tækið hefur verið tollflokkað með röngum hætti um árabil. Þannig var tækið fyrst sett í tollflokkinn „hljóðupptöku- eða hljóðflutningstæki“ og síðar „myndupptökutæki eða myndflutningstæki“. Flokkunin leiddi til þess að innflytjendur vörunnar höfðu greitt umtalsverð gjöld við innflutning hennar. Það fé, samtals rúmlega 16 milljónir ásamt vöxtum og dráttarvöxtum, ber ríkinu að endurgreiða. Stefnandi, Skakkiturn ehf. umboðsmaður Apple á Íslandi, taldi að flokka ætti tækið í tollflokkinn „sjálfvirkar ferðagagnavinnsluvélar og einingar til þeirra“ og féllst dómurinn á þá flokkun en sá tollflokkur ber engin gjöld eða tolla. „Þetta kemur í raun ekkert á óvart,“ segir Björg Ásta Þórðardóttir, lögfræðingur hjá Félagi atvinnurekenda, sem aðstoðaði stefnanda. „Varan er tölva en ekki vasadiskó og það vita allir sem hafa notað hana. Það sem meira máli skiptir er að innflytjendur geri sér grein fyrir því að tollflokkun er oft og tíðum röng. Það er erfitt að meta það með vissu en við höfum áætlað að í ákveðnum vöruflokkum séu allt að 15 til 20 prósent af vörum rangt flokkuð.“ Lögmaður Apple í málinu segir óljóst hvort ríkið ákveði að áfrýja niðurstöðunni en hún sé fagnaðarefni.
Mest lesið Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Viðskipti innlent Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Sjá meira