Ríkið endurgreiði gjöld af iPod Touch Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 16. júní 2014 07:00 Um 15 til 20 prósent af vörum eru líklega rangt flokkuð. Mynd/Apple.com Dómur féll á föstudag í máli sem rekið var gegn íslenska ríkinu vegna tollflokkunar á iPod Touch-spjaldtölvum. Niðurstaðan var á þá leið að staðfest var að tækið hefur verið tollflokkað með röngum hætti um árabil. Þannig var tækið fyrst sett í tollflokkinn „hljóðupptöku- eða hljóðflutningstæki“ og síðar „myndupptökutæki eða myndflutningstæki“. Flokkunin leiddi til þess að innflytjendur vörunnar höfðu greitt umtalsverð gjöld við innflutning hennar. Það fé, samtals rúmlega 16 milljónir ásamt vöxtum og dráttarvöxtum, ber ríkinu að endurgreiða. Stefnandi, Skakkiturn ehf. umboðsmaður Apple á Íslandi, taldi að flokka ætti tækið í tollflokkinn „sjálfvirkar ferðagagnavinnsluvélar og einingar til þeirra“ og féllst dómurinn á þá flokkun en sá tollflokkur ber engin gjöld eða tolla. „Þetta kemur í raun ekkert á óvart,“ segir Björg Ásta Þórðardóttir, lögfræðingur hjá Félagi atvinnurekenda, sem aðstoðaði stefnanda. „Varan er tölva en ekki vasadiskó og það vita allir sem hafa notað hana. Það sem meira máli skiptir er að innflytjendur geri sér grein fyrir því að tollflokkun er oft og tíðum röng. Það er erfitt að meta það með vissu en við höfum áætlað að í ákveðnum vöruflokkum séu allt að 15 til 20 prósent af vörum rangt flokkuð.“ Lögmaður Apple í málinu segir óljóst hvort ríkið ákveði að áfrýja niðurstöðunni en hún sé fagnaðarefni. Mest lesið Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Kemur frá Icelandair til Varðar Viðskipti innlent Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Krambúðin lækkar verð: 200 vörur á Prísverði Samstarf Uppsagnir hjá Alvotech Viðskipti innlent Hvetur eigendur Tesla til að fylgjast með bilunum Neytendur Fleiri fréttir Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Sjá meira
Dómur féll á föstudag í máli sem rekið var gegn íslenska ríkinu vegna tollflokkunar á iPod Touch-spjaldtölvum. Niðurstaðan var á þá leið að staðfest var að tækið hefur verið tollflokkað með röngum hætti um árabil. Þannig var tækið fyrst sett í tollflokkinn „hljóðupptöku- eða hljóðflutningstæki“ og síðar „myndupptökutæki eða myndflutningstæki“. Flokkunin leiddi til þess að innflytjendur vörunnar höfðu greitt umtalsverð gjöld við innflutning hennar. Það fé, samtals rúmlega 16 milljónir ásamt vöxtum og dráttarvöxtum, ber ríkinu að endurgreiða. Stefnandi, Skakkiturn ehf. umboðsmaður Apple á Íslandi, taldi að flokka ætti tækið í tollflokkinn „sjálfvirkar ferðagagnavinnsluvélar og einingar til þeirra“ og féllst dómurinn á þá flokkun en sá tollflokkur ber engin gjöld eða tolla. „Þetta kemur í raun ekkert á óvart,“ segir Björg Ásta Þórðardóttir, lögfræðingur hjá Félagi atvinnurekenda, sem aðstoðaði stefnanda. „Varan er tölva en ekki vasadiskó og það vita allir sem hafa notað hana. Það sem meira máli skiptir er að innflytjendur geri sér grein fyrir því að tollflokkun er oft og tíðum röng. Það er erfitt að meta það með vissu en við höfum áætlað að í ákveðnum vöruflokkum séu allt að 15 til 20 prósent af vörum rangt flokkuð.“ Lögmaður Apple í málinu segir óljóst hvort ríkið ákveði að áfrýja niðurstöðunni en hún sé fagnaðarefni.
Mest lesið Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Kemur frá Icelandair til Varðar Viðskipti innlent Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Krambúðin lækkar verð: 200 vörur á Prísverði Samstarf Uppsagnir hjá Alvotech Viðskipti innlent Hvetur eigendur Tesla til að fylgjast með bilunum Neytendur Fleiri fréttir Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Sjá meira