Innlent

Allt að tuttugu stiga hiti 17. júní

Kjartan Atli Kjartansson skrifar
Gott veður á morgun. Hæ hó og jíbbí jei!
Gott veður á morgun. Hæ hó og jíbbí jei!
Veðrið á Þjóðhátíðardaginn verður nokkuð gott um allt land. Samkvæmt spá Veðurstofunnar á hitinn að ná tveggja stafa tölu um allt land á Þjóðhátíðardaginn. Hæst fer hitinn í 22 gráður. Þurrt verður víðast hvar um landið, en síðdegis fer að rigna um á suður og suð-vesturhluta landsins.

Samkvæmt norsku vefsíðunni Yr.no verður 10 til 13 stiga hiti á höfuðborgarsvæðinu á morgun og vindur á bilinu 3-5 metrar á sekúndu. Búist er við úrkomu seinni partinn og eykst hún eftir kvöldinu.

Á Akureyri verður brakandi sólskin, samkvæmt veðurspá nroska miðilsins. Hitinn nær fimmtán stigum þegar mest verður. Þó eru líkur á úrkomu seinni partinn.

Á Egilsstöðum og þar í kring verður mesti hitinn á morgun. Hitinn fer í um 20 gráður en það gæti byrjað að rigna um kvöldið. En búist er við þurrum degi og litlum vindi.

Á Ísafirði og í nærsveitum verður hitinn í kringum tíu gráður allan daginn. Mest fer hitinn í tólf gráður, þegar tekur að kvölda. Ekki er búist við úrkomu á Ísafirði á morgun og litlum vindi, um 5 metra á sekúndu.

Í Vestmannaeyjum verður hitinn 10 til 11 gráður og mesta rigningin, ef marka má norsku síðuna. Vindur verður lítill, 3-5 metrar á sekúndu.

Spá Veðurstofunnar næstu daga lítur svo út:

Á miðvikudag:

Vestlæg 5-10 m/s og dálítil rigning eða súld víða, en bjartviðri á SA-landi. Hiti 10 til 18 stig, hlýjast SA-til. 

Á fimmtudag:

Vestlæg eða breytileg átt, 3-8 m/s og að mestu skýjað. Rigning með köflum, en að mestu þurrt SA-til. Hiti 7 til 14 stig. 

Á föstudag:

Breytileg átt 3-8 m/s. Skýjað að mestu og úrkomulítið, en bjart með köflum SV-til. Hiti 9 til 15 stig, hlýjast SV-til. 

Á laugardag:

Hæg breytileg átt og rigning, einkum fyrir norðan. Hiti 8 til 13 stig. 

Á sunnudag:

Útlit fyrir norðanátt með þokulofti og súld NA- og A-til, en bjart með köflum annars staðar. Hiti 10 til 17 stig, hlýjast SV-til.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×